Ingimundur ekki vanhæfur þrátt fyrir tap á hlutabréfum Glitnis Daníel Freyr Birkisson skrifar 14. nóvember 2017 21:11 Ingimundur Einarsson er ekki vanhæfur samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. Vísir/Pjetur Hæstiréttur komst í dag að þeirri niðurstöðu að Ingimundur Einarsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, væri ekki vanhæfur til þess að dæma í Stím-málinu svokallaða, þrátt fyrir að hafa átt hlutabréf í Glitni og tapað á þeim. Í úrskurðinum segir að Ingimundur hafi engu að síður vanrækt tilkynningarskyldu með því að tilkynna ekki um eign sína í þremur bönkum.Í Stím-málinu svokallaða voru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital ákærðir og dæmdir vegna lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í FL Group og Glitni. Lárus hlaut þar fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur átján mánaða fangelsisdóm, en þeir áfrýjuðu allir dómi héraðsdóms til Hæstaréttar vegna meints vanhæfis. Sá dómur var ógiltur og honum vísað heim í hérað.Tekist á um hæfi dómaraÝmislegt hefur gengið á í tengslum við hið svokallaða Stím-mál og hafa þremenningarnir krafist þess að ákveðnir dómarar vikju úr störfum sínum vegna vanhæfis. Hæstiréttur ógilti upprunalegan dóm vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, héraðsdómara. Var þar að finna nafn barnsföður hennar í gögnum málsins og þegar dómur féll hafi hann verið með stöðu sakbornings í þremur málum hjá sérstökum saksóknara sem síðar voru felld niður. Þegar málið fór aftur fyrir héraðsdóm kröfðust sakborningarnir þess að Ingimundur Einarsson, Hrefna Sigríður Briem og Símon Sigvaldason yrðu úrskurðuð vanhæf. Símon og Hrefna fyrir það að hafa dæmt í málinu sem var dæmt ógilt. Krafan um að Ingimundur skyldi úrskurðaður vanhæfur í dómsmálinu byggði á því að hann hafi á sínum tíma átt hlutabréf í stóru bönkunum þremur, Glitni, Landsbankanum og Kaupþingi. Sakborningarnir sögðu Ingimund hafa brugðist tilkynningarskyldu sinni og að upphæðir vegna eigna hans hafi verið verulegar. Hæstiréttur hafnaði engu að síður þeirri kröfu um að Ingimundur myndi víkja úr sæti sem dómstjóri málsins en hann hafði einnig komist að þeirri niðurstöðu að Símon Sigvaldason væri ekki vanhæfur til þess að dæma í málinu. Tengdar fréttir Milljónatap ríkisins af Stím-málinu Ríkið tapar milljónum króna vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. 2. júní 2017 07:00 Tekist á um meint vanhæfi dómara í Stím-málinu: „Úrlausn þessa máls snýst um ásýnd og traust“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu sakborninga í svokölluðu Stím-máli fór fram fyrir Hæstarétti á mánudag. 26. maí 2017 12:15 Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur vegna meints vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins af þremur dómurum í málinu í héraði. 13. apríl 2017 19:51 Allt upp á nýtt í Stím-málinu Vanhæfi dómara leiðir til þess að afar umfangsmikið hrunmál þarf að fara aftur til meðferðar í héraðsdómi. 1. júní 2017 15:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Hæstiréttur komst í dag að þeirri niðurstöðu að Ingimundur Einarsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, væri ekki vanhæfur til þess að dæma í Stím-málinu svokallaða, þrátt fyrir að hafa átt hlutabréf í Glitni og tapað á þeim. Í úrskurðinum segir að Ingimundur hafi engu að síður vanrækt tilkynningarskyldu með því að tilkynna ekki um eign sína í þremur bönkum.Í Stím-málinu svokallaða voru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital ákærðir og dæmdir vegna lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í FL Group og Glitni. Lárus hlaut þar fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur átján mánaða fangelsisdóm, en þeir áfrýjuðu allir dómi héraðsdóms til Hæstaréttar vegna meints vanhæfis. Sá dómur var ógiltur og honum vísað heim í hérað.Tekist á um hæfi dómaraÝmislegt hefur gengið á í tengslum við hið svokallaða Stím-mál og hafa þremenningarnir krafist þess að ákveðnir dómarar vikju úr störfum sínum vegna vanhæfis. Hæstiréttur ógilti upprunalegan dóm vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, héraðsdómara. Var þar að finna nafn barnsföður hennar í gögnum málsins og þegar dómur féll hafi hann verið með stöðu sakbornings í þremur málum hjá sérstökum saksóknara sem síðar voru felld niður. Þegar málið fór aftur fyrir héraðsdóm kröfðust sakborningarnir þess að Ingimundur Einarsson, Hrefna Sigríður Briem og Símon Sigvaldason yrðu úrskurðuð vanhæf. Símon og Hrefna fyrir það að hafa dæmt í málinu sem var dæmt ógilt. Krafan um að Ingimundur skyldi úrskurðaður vanhæfur í dómsmálinu byggði á því að hann hafi á sínum tíma átt hlutabréf í stóru bönkunum þremur, Glitni, Landsbankanum og Kaupþingi. Sakborningarnir sögðu Ingimund hafa brugðist tilkynningarskyldu sinni og að upphæðir vegna eigna hans hafi verið verulegar. Hæstiréttur hafnaði engu að síður þeirri kröfu um að Ingimundur myndi víkja úr sæti sem dómstjóri málsins en hann hafði einnig komist að þeirri niðurstöðu að Símon Sigvaldason væri ekki vanhæfur til þess að dæma í málinu.
Tengdar fréttir Milljónatap ríkisins af Stím-málinu Ríkið tapar milljónum króna vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. 2. júní 2017 07:00 Tekist á um meint vanhæfi dómara í Stím-málinu: „Úrlausn þessa máls snýst um ásýnd og traust“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu sakborninga í svokölluðu Stím-máli fór fram fyrir Hæstarétti á mánudag. 26. maí 2017 12:15 Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur vegna meints vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins af þremur dómurum í málinu í héraði. 13. apríl 2017 19:51 Allt upp á nýtt í Stím-málinu Vanhæfi dómara leiðir til þess að afar umfangsmikið hrunmál þarf að fara aftur til meðferðar í héraðsdómi. 1. júní 2017 15:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Milljónatap ríkisins af Stím-málinu Ríkið tapar milljónum króna vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. 2. júní 2017 07:00
Tekist á um meint vanhæfi dómara í Stím-málinu: „Úrlausn þessa máls snýst um ásýnd og traust“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu sakborninga í svokölluðu Stím-máli fór fram fyrir Hæstarétti á mánudag. 26. maí 2017 12:15
Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur vegna meints vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins af þremur dómurum í málinu í héraði. 13. apríl 2017 19:51
Allt upp á nýtt í Stím-málinu Vanhæfi dómara leiðir til þess að afar umfangsmikið hrunmál þarf að fara aftur til meðferðar í héraðsdómi. 1. júní 2017 15:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent