Fjölgun ráðuneyta til umræðu í viðræðunum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. nóvember 2017 06:00 Framsóknarmenn leggja áherslu á að fá efnahagsmálin sem leitt gæti til þess að fjármálaráðuneytinu verði skipt í tvö ráðuneyti. Skipting ráðuneyta er nú rædd meðal þeirra flokka sem eiga í formlegum viðræðum um myndun ríkisstjórnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leggja Framsóknarmenn ríka áherslu á að fá efnahagsmálin til sín vegna áherslu flokksins á kerfisbreytingar í fjármálakerfinu. Vegna snjóboltaáhrifa af kröfu Vinstri grænna um að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra, er fjármálaráðuneytið hins vegar óumsemjanlega frátekið fyrir Bjarna Benediktsson. Því hefur komið til tals að fjölga ráðuneytum þannig að fjármálunum verði skipt upp í tvö ráðuneyti og þannig horfið aftur til þess fyrirkomulags sem tíðkaðist fyrir árið 2009 þegar ríkisfjármálin annars vegar og viðskiptamálin hins vegar voru í sitthvoru ráðuneytinu. Í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, sem fór frá í kjölfar efnahagshrunsins, hafði Sjálfstæðisflokkurinn fjármálaráðuneytið sem Árni Mathiesen stýrði en Björgvin G. Sigurðsson var ráðherra Samfylkingarinnar í viðskiptaráðuneytinu. Verði þessi uppstokkun að veruleika má ætla að málefni sem tengjast annars vegar Seðlabankanum og hins vegar kjaramálunum verði í fjármálaráðuneytinu en uppstokkun fjármálakerfisins og málefni bankanna verði í hinu nýja ráðuneyti. Fjölgun ráðuneyta yrði þá einnig til hagsbóta fyrir Sjálfstæðisflokkinn, enda hefði fjölgunin líklega í för með sér að flokkurinn fengi ekki aðeins fimm heldur sex ráðuneyti.Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00 Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. 15. nóvember 2017 09:53 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Skipting ráðuneyta er nú rædd meðal þeirra flokka sem eiga í formlegum viðræðum um myndun ríkisstjórnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leggja Framsóknarmenn ríka áherslu á að fá efnahagsmálin til sín vegna áherslu flokksins á kerfisbreytingar í fjármálakerfinu. Vegna snjóboltaáhrifa af kröfu Vinstri grænna um að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra, er fjármálaráðuneytið hins vegar óumsemjanlega frátekið fyrir Bjarna Benediktsson. Því hefur komið til tals að fjölga ráðuneytum þannig að fjármálunum verði skipt upp í tvö ráðuneyti og þannig horfið aftur til þess fyrirkomulags sem tíðkaðist fyrir árið 2009 þegar ríkisfjármálin annars vegar og viðskiptamálin hins vegar voru í sitthvoru ráðuneytinu. Í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, sem fór frá í kjölfar efnahagshrunsins, hafði Sjálfstæðisflokkurinn fjármálaráðuneytið sem Árni Mathiesen stýrði en Björgvin G. Sigurðsson var ráðherra Samfylkingarinnar í viðskiptaráðuneytinu. Verði þessi uppstokkun að veruleika má ætla að málefni sem tengjast annars vegar Seðlabankanum og hins vegar kjaramálunum verði í fjármálaráðuneytinu en uppstokkun fjármálakerfisins og málefni bankanna verði í hinu nýja ráðuneyti. Fjölgun ráðuneyta yrði þá einnig til hagsbóta fyrir Sjálfstæðisflokkinn, enda hefði fjölgunin líklega í för með sér að flokkurinn fengi ekki aðeins fimm heldur sex ráðuneyti.Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00 Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. 15. nóvember 2017 09:53 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00
Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. 15. nóvember 2017 09:53
Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00