Ráðherra í starfsstjórn gæti skipað nýjan ferðamálastjóra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 15:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála í starfsstjórn. Svo gæti farið að hún skipi nýjan ferðamálastjóra til næstu fimm ára. vísir/ernir Hæfnisnefnd sem skipuð var vegna ráðningar nýs ferðamálastjóra hefur farið yfir umsóknir þeirra 23 sem sóttu um starfið. Ekki er víst hver verður ráðherra þegar skipað verður í stöðuna en aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála,-iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í starfsstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, segir ekki deilt um það að ráðherrar í starfsstjórn geti skipað í embætti. Að lokinni yfirferð hæfnisnefndarinnar var ákveðið að sex umsækjendur kæmu til greina í starfið. Þeir munu fara í viðtöl þar sem þeir fá tækifæri til að tjá sig um það sem framundan væri í ferðamálum og hvernig viðkomandi sæi fyrir sér að hann myndi takast á við þau verkefni sem framundan eru, eins og segir í skriflegu svari upplýsingafulltrúa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Á meðal þeirra sem sóttu um starf ferðamálastjóra eru Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Dofri Hermannsson, leikari, og Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, en nöfn þeirra sex sem fara í viðtöl eru ekki gefin upp. Gert er ráð fyrir að þessum viðtölum ljúki eftir helgi. Í framhaldinu verður svo unnin skýrsla og er gert ráð fyrir að henni verði skilað til ráðherra í seinni hluta næstu viku. Hæfnisnefndin er skipuð þeim Guðrúnu Gísladóttur, skrifstofustjóra í atvinnu-og nýsköpunarráðuneytinu, Herði Þórhallssyni, forstjóra Ice Pharma, og Guðnýju Elísabetu Ingadóttur, mannauðsstjóra, sem er formaður nefndarinnar. Ráðherra ferðamála skipar ferðamálastjóra til fimm ára. Eins og kunnugt er nú starfsstjórn í landinu sem hefur ekki meirihluta Alþingis á bak við sig. Vísir grennslaðist því fyrir um hvort að Þórdís Kolbrún hygðist skipa í embættið sem ráðherra í starfsstjórn eða hvort beðið verði með skipunina þar til ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Teiti Guðnasyni, aðstoðarmanni ráðherra, verður ráðningarferlinu hvorki flýtt né seinkað vegna stjórnarskiptanna. Þá bendir hann jafnframt á að ekki sé deilt um það að ráðherrar í starfsstjórn geta skipað í embætti á vegum hins opinbera. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Hæfnisnefnd sem skipuð var vegna ráðningar nýs ferðamálastjóra hefur farið yfir umsóknir þeirra 23 sem sóttu um starfið. Ekki er víst hver verður ráðherra þegar skipað verður í stöðuna en aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála,-iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í starfsstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, segir ekki deilt um það að ráðherrar í starfsstjórn geti skipað í embætti. Að lokinni yfirferð hæfnisnefndarinnar var ákveðið að sex umsækjendur kæmu til greina í starfið. Þeir munu fara í viðtöl þar sem þeir fá tækifæri til að tjá sig um það sem framundan væri í ferðamálum og hvernig viðkomandi sæi fyrir sér að hann myndi takast á við þau verkefni sem framundan eru, eins og segir í skriflegu svari upplýsingafulltrúa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Á meðal þeirra sem sóttu um starf ferðamálastjóra eru Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Dofri Hermannsson, leikari, og Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, en nöfn þeirra sex sem fara í viðtöl eru ekki gefin upp. Gert er ráð fyrir að þessum viðtölum ljúki eftir helgi. Í framhaldinu verður svo unnin skýrsla og er gert ráð fyrir að henni verði skilað til ráðherra í seinni hluta næstu viku. Hæfnisnefndin er skipuð þeim Guðrúnu Gísladóttur, skrifstofustjóra í atvinnu-og nýsköpunarráðuneytinu, Herði Þórhallssyni, forstjóra Ice Pharma, og Guðnýju Elísabetu Ingadóttur, mannauðsstjóra, sem er formaður nefndarinnar. Ráðherra ferðamála skipar ferðamálastjóra til fimm ára. Eins og kunnugt er nú starfsstjórn í landinu sem hefur ekki meirihluta Alþingis á bak við sig. Vísir grennslaðist því fyrir um hvort að Þórdís Kolbrún hygðist skipa í embættið sem ráðherra í starfsstjórn eða hvort beðið verði með skipunina þar til ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Teiti Guðnasyni, aðstoðarmanni ráðherra, verður ráðningarferlinu hvorki flýtt né seinkað vegna stjórnarskiptanna. Þá bendir hann jafnframt á að ekki sé deilt um það að ráðherrar í starfsstjórn geta skipað í embætti á vegum hins opinbera.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira