Áfram óvissustig vegna Öræfajökuls: Unnið úr sýnum í dag Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. nóvember 2017 11:00 Hvannadalshnjúkur er hæsti tindur Öræfajökuls. Vísir/Vilhelm „Góðu fréttirnar er að það hreyfðist ekki síminn í nótt þannig að engar fréttir eru góðar fréttir,“ segir Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra um stöðuna á Öræfajökli í dag. Seint í gær var á stöðufundi að ákveðið að óvissustigi Almannavarna yrði áfram í gildi vegna hugsanlegs eldgoss. Segir Hjálmar að þetta verði ekki endurskoðað fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudag. „Í gær var farið og náð í sýni úr ám og fleira og er verið að vinna úr þeim í dag.“ Vísindamenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Veðurstofunnar ásamt fulltrúum almannavarna flugu yfir Öræfajökul í gær og tóku sýni til að mæla gas og rafleiðni. Hugsanlegt er að niðurstöðurnar verði tilbúnar seinnipartinn í dag eða í kvöld. Nýr sigketill og jarðhiti gefur til kynna að eldstöðin gæti verið að vakna til lífsins og er nú vel fylgst með svæðinu. Sigketilinn sem greint var frá á föstudag var meðal annars mældur og er hann um einn kílómeter í þvermál og 15 til 20 metra djúpur. Hvorki eru taldar líkur á gosi né umtalsverðu jökulhlaupi að svo stöddu. Á Veðurstofunni er sólarhringsvakt þar sem fylgst er með jarðskjálftum og óróa.Stöðufundur í kvöld „Það verður fundur klukkan níu í kvöld til að taka stöðuna,“ segir Hjálmar en á fundinum verða Almannavarnir og yfirvöld á Suðurlandi. Þetta gæti þó breyst ef eitthvað nýtt kemur upp í dag. „Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki nein merki eru um að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi. Fylgjast þarf náið með henni og auka eftirlit og rannsóknir. Á Veðurstofunni er sólarhringsvakt þar sem fylgst er með jarðskjálftum og óróa. Næstu daga þarf að vinna að fullu úr gögnum frá ferðum dagsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi meðan sú vinna fer fram. Litakóði Öræfajökuls vegna flugs verður áfram gulur,” sagði í tilkynningu Veðurstofu Íslands í gær.Tilbúin ef eitthvað breytist Ef koma þarf nauðsynlegum skilaboðum til fólks á svæðinu verða send út SMS skilaboð á alla á ákveðnu svæði. „Ef eitthvað kemur upp þá notum við skilaboð og miðlana að sjálfsögðu,“ segir Hjálmar. Ekki hefur þurft að nota þessi SMS í vikunni vegna Öræfajökuls. Litlir skjálftar voru á Hvannadalshnjúk í nótt en þeir voru það vægir að Almannavarnir fengu ekki símtal vegna þeirra. „Það væri eitthvað óeðlilegt ef að það væru ekki jarðskjálftar, ef einn dagur dytti út,“ segir Hjálmar um skjálftana. „Við erum með vakandi auga fyrir þessu og tilbúin ef, við búum á Íslandi sem er ungt og lifandi land.“ Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óvissustig almannavarna áfram í gildi vegna Öræfajökuls Stöðufundur var haldinn á Veðurstofu Íslands í kvöld til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli en í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi á meðan staðan er rannsökuð. 18. nóvember 2017 22:30 Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54 Fljúga yfir Öræfajökul til að kanna aðstæður: „Engar vísbendingar um eldgos“ Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku 18. nóvember 2017 12:15 „Höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli“ Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. 18. nóvember 2017 19:30 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
„Góðu fréttirnar er að það hreyfðist ekki síminn í nótt þannig að engar fréttir eru góðar fréttir,“ segir Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra um stöðuna á Öræfajökli í dag. Seint í gær var á stöðufundi að ákveðið að óvissustigi Almannavarna yrði áfram í gildi vegna hugsanlegs eldgoss. Segir Hjálmar að þetta verði ekki endurskoðað fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudag. „Í gær var farið og náð í sýni úr ám og fleira og er verið að vinna úr þeim í dag.“ Vísindamenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Veðurstofunnar ásamt fulltrúum almannavarna flugu yfir Öræfajökul í gær og tóku sýni til að mæla gas og rafleiðni. Hugsanlegt er að niðurstöðurnar verði tilbúnar seinnipartinn í dag eða í kvöld. Nýr sigketill og jarðhiti gefur til kynna að eldstöðin gæti verið að vakna til lífsins og er nú vel fylgst með svæðinu. Sigketilinn sem greint var frá á föstudag var meðal annars mældur og er hann um einn kílómeter í þvermál og 15 til 20 metra djúpur. Hvorki eru taldar líkur á gosi né umtalsverðu jökulhlaupi að svo stöddu. Á Veðurstofunni er sólarhringsvakt þar sem fylgst er með jarðskjálftum og óróa.Stöðufundur í kvöld „Það verður fundur klukkan níu í kvöld til að taka stöðuna,“ segir Hjálmar en á fundinum verða Almannavarnir og yfirvöld á Suðurlandi. Þetta gæti þó breyst ef eitthvað nýtt kemur upp í dag. „Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki nein merki eru um að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi. Fylgjast þarf náið með henni og auka eftirlit og rannsóknir. Á Veðurstofunni er sólarhringsvakt þar sem fylgst er með jarðskjálftum og óróa. Næstu daga þarf að vinna að fullu úr gögnum frá ferðum dagsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi meðan sú vinna fer fram. Litakóði Öræfajökuls vegna flugs verður áfram gulur,” sagði í tilkynningu Veðurstofu Íslands í gær.Tilbúin ef eitthvað breytist Ef koma þarf nauðsynlegum skilaboðum til fólks á svæðinu verða send út SMS skilaboð á alla á ákveðnu svæði. „Ef eitthvað kemur upp þá notum við skilaboð og miðlana að sjálfsögðu,“ segir Hjálmar. Ekki hefur þurft að nota þessi SMS í vikunni vegna Öræfajökuls. Litlir skjálftar voru á Hvannadalshnjúk í nótt en þeir voru það vægir að Almannavarnir fengu ekki símtal vegna þeirra. „Það væri eitthvað óeðlilegt ef að það væru ekki jarðskjálftar, ef einn dagur dytti út,“ segir Hjálmar um skjálftana. „Við erum með vakandi auga fyrir þessu og tilbúin ef, við búum á Íslandi sem er ungt og lifandi land.“
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óvissustig almannavarna áfram í gildi vegna Öræfajökuls Stöðufundur var haldinn á Veðurstofu Íslands í kvöld til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli en í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi á meðan staðan er rannsökuð. 18. nóvember 2017 22:30 Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54 Fljúga yfir Öræfajökul til að kanna aðstæður: „Engar vísbendingar um eldgos“ Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku 18. nóvember 2017 12:15 „Höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli“ Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. 18. nóvember 2017 19:30 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Óvissustig almannavarna áfram í gildi vegna Öræfajökuls Stöðufundur var haldinn á Veðurstofu Íslands í kvöld til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli en í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi á meðan staðan er rannsökuð. 18. nóvember 2017 22:30
Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54
Fljúga yfir Öræfajökul til að kanna aðstæður: „Engar vísbendingar um eldgos“ Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku 18. nóvember 2017 12:15
„Höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli“ Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. 18. nóvember 2017 19:30
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent