Hefja neyðarsöfnun fyrir flóttafólk frá Mjanmar Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Tveir flóttamenn úr röðum Rohingja bera gamlan mann. Vísir/EPA Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að hefja neyðarsöfnun fyrir Rohingja, flóttafólk frá Mjanmar, sem farið hafa yfir landamærin til Bangladess. Yfir hálf milljón einstaklinga hefur þurft að flýja blóðug átök. Þá gekk fellibylurinn Mora yfir í maí sem olli mestu skriðuföllum í sögu Bangladess og varð um 160 manns að bana. Rauði krossinn segir aðstæður þar því afar erfiðar, en Bangladess sé einnig eitt af fátækari ríkjum heims. Flóttafólkið þarf að ferðast nokkur hundruð kílómetra til þess að komast yfir landamærin, langflest fótgangandi, oft og tíðum berfætt, með aleiguna og börn meðferðis. „Í dag horfði ég á endalausa röð af uppgefnu fólki sem gekk hægum skrefum fram hjá. Þar voru mörg börn, þeir fullorðnu voru með aleiguna á höfðinu eða hangandi á stöng sem lá á öxlunum. Konur báru yngstu börnin. Flestir gengu berfættir. Ég táraðist þegar ég horfði á röðina líða rólega hjá, fólk sem ekkert á og hvergi á heima. Í hvíldarbúðunum var hlúð að fólkinu, sumir voru skinnlausir á fótunum með flakandi sár eftir langa göngu. Allir þjáðir af hungri og vökvaskorti,“ er haft eftir Lilju Óskarsdóttur, sendifulltrúa Rauða krossins á Íslandi, sem verið hefur á svæðinu síðastliðinn mánuð. Alls átta sendifulltrúar frá Rauða krossinum á Íslandi hafa verið að störfum á vettvangi og útlit er fyrir að fleiri fari út til aðstoðar. Tjaldsjúkrahúsi hefur verið komið upp þar sem heilbrigðisaðstoð til flóttafólks er veitt, auk matarúthlutunar og aðstoðar. Hægt er að leggja neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi lið með því að senda sms-ið TAKK í númerið 1900 og styrkja þannig söfnunina um 1.900 kr. Þá er einnig hægt að nota Kass appið með því að nota KassTag-ið takk@raudikrossinn eða leggja inn á reikning 0342-26-12, kt. 530269-2649. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að hefja neyðarsöfnun fyrir Rohingja, flóttafólk frá Mjanmar, sem farið hafa yfir landamærin til Bangladess. Yfir hálf milljón einstaklinga hefur þurft að flýja blóðug átök. Þá gekk fellibylurinn Mora yfir í maí sem olli mestu skriðuföllum í sögu Bangladess og varð um 160 manns að bana. Rauði krossinn segir aðstæður þar því afar erfiðar, en Bangladess sé einnig eitt af fátækari ríkjum heims. Flóttafólkið þarf að ferðast nokkur hundruð kílómetra til þess að komast yfir landamærin, langflest fótgangandi, oft og tíðum berfætt, með aleiguna og börn meðferðis. „Í dag horfði ég á endalausa röð af uppgefnu fólki sem gekk hægum skrefum fram hjá. Þar voru mörg börn, þeir fullorðnu voru með aleiguna á höfðinu eða hangandi á stöng sem lá á öxlunum. Konur báru yngstu börnin. Flestir gengu berfættir. Ég táraðist þegar ég horfði á röðina líða rólega hjá, fólk sem ekkert á og hvergi á heima. Í hvíldarbúðunum var hlúð að fólkinu, sumir voru skinnlausir á fótunum með flakandi sár eftir langa göngu. Allir þjáðir af hungri og vökvaskorti,“ er haft eftir Lilju Óskarsdóttur, sendifulltrúa Rauða krossins á Íslandi, sem verið hefur á svæðinu síðastliðinn mánuð. Alls átta sendifulltrúar frá Rauða krossinum á Íslandi hafa verið að störfum á vettvangi og útlit er fyrir að fleiri fari út til aðstoðar. Tjaldsjúkrahúsi hefur verið komið upp þar sem heilbrigðisaðstoð til flóttafólks er veitt, auk matarúthlutunar og aðstoðar. Hægt er að leggja neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi lið með því að senda sms-ið TAKK í númerið 1900 og styrkja þannig söfnunina um 1.900 kr. Þá er einnig hægt að nota Kass appið með því að nota KassTag-ið takk@raudikrossinn eða leggja inn á reikning 0342-26-12, kt. 530269-2649.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira