Innlent

Í beinni: Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. vísir/eyþór
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, til fundar við sig á Bessastöðum í dag kl. 16.

Talið er að Katrín muni óska eftir umboði til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna.

Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata komu saman til fundar í hádeginu. Niðurstaða þess fundar var, samkvæmt heimildum Vísis, að láta reyna á að mynda ríkisstjórn í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum með umboði frá forseta Íslands.

Bein útsending verður frá Bessastöðum og verður fylgst vel með gangi mála hér á Vísi, bæði í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan og beinni textalýsingu fyrir neðan spilarann.


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.