Hagskælingar safna fyrir alvarlega veikan samnemenda Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. nóvember 2017 19:30 Hagskælingar vinna nú hörðum höndum við að safna pening fyrir samnemanda sinn, Ólaf Ívar Árnason eða Óla eins og hann er alltaf kallaður, sem veiktist alvarlega af bakteríusýkingu og hefur legið á sjúkrahúsi nánast allt þetta ár. Óla var um tíma ekki hugað líf en er nú á batavegi. Óli veiktist í byrjun árs. „Eftir að ég var í bíó með bróður mínum. Daginn eftir var ég að hósta mjög mikið. Svo man ég ekki mikið eftir deginum á eftir þegar ég fór á spítalann,“ segir Óli. Lungu hans höfðu takmarkaða starfsgetu vegna bakteríunnar og var hann mjög hætt kominn. Hann var fluttur með hraði til Stokkhólms á Karolinska sjúkrahúsið á sérhæfða deild sem tekur við þegar hefðbundnar gjörgæsludeildir geta ekki meira. Á þeim tíma var foreldrum Óla ráðlagt að fá alla fjölskylduna strax út til að kveðja. Öll líffærakerfi gáfu sig og æðar láku. Óla tókst hins vegar að snúa til baka og töldu læknar hans að um kraftaverk væri að ræða. Núna, rúmum 9 mánuðum eftir að Óli veiktist, dvelur hann á Barnaspítala hringsins. „Þetta hefur verið mjög erfitt en ég reyni að hafa eitthvað gaman. Og það eru mörg bakslög. Alltaf bara að halda áfram,“ segir Óli sem er staðráðin í því að ná fullum bata. Nú tekur við löng endurhæfing en hann hefur þurft að byrja nánast frá byrjun en hann missti nánast alla krafta í líkamanum þegar hann veiktist. Óli er mikill fótboltaáhugamaður og KR-ingur í húð og hár. Fjöldi fótboltakappa hafa langt sitt af mörkum og heimsótt Óla og fært honum áritaðar treyjur sem setja svip á sjúkrastofuna. „Svo kom Aron Einar og Pálmi Rafn sem er fyrirliðinn í KR. Svo kom Hannes og Þorgrímur Þráins. Hann gaf mér skóna sína og hanskana sína,“ segir Óli en þetta er aðeins dæmi um þá fótboltakappa sem hafa heimsótt Óla. Á meðal Óli vinnur hörðum höndum við að öðlast bata hafa skólafélagar hans í Hagaskóla undirbúið árlega góðgerðarhátíð, Gott mál, sem snýst um að styrkja gott málefni. Í ár er safnað fyrir Óla. „Ég var svolítið hissa að þau væru að gera það. En það er bara mjög fallegt af þeim,“ segir Óli. Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent Fleiri fréttir Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi Sjá meira
Hagskælingar vinna nú hörðum höndum við að safna pening fyrir samnemanda sinn, Ólaf Ívar Árnason eða Óla eins og hann er alltaf kallaður, sem veiktist alvarlega af bakteríusýkingu og hefur legið á sjúkrahúsi nánast allt þetta ár. Óla var um tíma ekki hugað líf en er nú á batavegi. Óli veiktist í byrjun árs. „Eftir að ég var í bíó með bróður mínum. Daginn eftir var ég að hósta mjög mikið. Svo man ég ekki mikið eftir deginum á eftir þegar ég fór á spítalann,“ segir Óli. Lungu hans höfðu takmarkaða starfsgetu vegna bakteríunnar og var hann mjög hætt kominn. Hann var fluttur með hraði til Stokkhólms á Karolinska sjúkrahúsið á sérhæfða deild sem tekur við þegar hefðbundnar gjörgæsludeildir geta ekki meira. Á þeim tíma var foreldrum Óla ráðlagt að fá alla fjölskylduna strax út til að kveðja. Öll líffærakerfi gáfu sig og æðar láku. Óla tókst hins vegar að snúa til baka og töldu læknar hans að um kraftaverk væri að ræða. Núna, rúmum 9 mánuðum eftir að Óli veiktist, dvelur hann á Barnaspítala hringsins. „Þetta hefur verið mjög erfitt en ég reyni að hafa eitthvað gaman. Og það eru mörg bakslög. Alltaf bara að halda áfram,“ segir Óli sem er staðráðin í því að ná fullum bata. Nú tekur við löng endurhæfing en hann hefur þurft að byrja nánast frá byrjun en hann missti nánast alla krafta í líkamanum þegar hann veiktist. Óli er mikill fótboltaáhugamaður og KR-ingur í húð og hár. Fjöldi fótboltakappa hafa langt sitt af mörkum og heimsótt Óla og fært honum áritaðar treyjur sem setja svip á sjúkrastofuna. „Svo kom Aron Einar og Pálmi Rafn sem er fyrirliðinn í KR. Svo kom Hannes og Þorgrímur Þráins. Hann gaf mér skóna sína og hanskana sína,“ segir Óli en þetta er aðeins dæmi um þá fótboltakappa sem hafa heimsótt Óla. Á meðal Óli vinnur hörðum höndum við að öðlast bata hafa skólafélagar hans í Hagaskóla undirbúið árlega góðgerðarhátíð, Gott mál, sem snýst um að styrkja gott málefni. Í ár er safnað fyrir Óla. „Ég var svolítið hissa að þau væru að gera það. En það er bara mjög fallegt af þeim,“ segir Óli.
Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent Fleiri fréttir Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi Sjá meira