Næturakstur Strætó hefst á næsta ári Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 10:32 Notendur Strætó taka þessum fréttum eflaust fagnandi. Vísir/Pjetur Umfangsmiklar breytingar á leiðarkerfi og þjónustu Strætó verða innleiddar um áramótin. Meðal annars munu breytingarnar hafa í för með sér lengri þjónustutíma á kvöldin og næturakstur á völdum leiðum um helgar. Þá verður sérstök sumaráætlun með minni akstri afnumin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Þjónustutími verður lengdur á leiðum 1, 2, 3, 4, 5, 6, 11, 12, 15, 18. Leiðirnar voru skipulagðar þannig að þær munu aka til 01:00 eða sem næst því. Áætlunin gerir ráð fyrir því að leiðir 1,2,3,5,6 og 11 muni sinna næturakstri aðfaranótt laugar- og sunnudags. Stefnt er að því að þessar leiðir keyri frá miðbænum til klukkan 04:00-04:30. Í einhverjum tilvikum munu leiðirnar aka eftir sínum hefðbundnu leiðum en sumar leiðir verða styttar. Leiðirnar munu eingöngu aka frá miðbænum og út í hverfin, en ekki til baka.Aukinn akstur og breyting á einstökum leiðum verður eftirfarandi: Leið 6 verður stytt og tíðnin aukin. Hún mun aka á 10 mín. fresti á annatímum og enda ferðir sínar í Egilshöll. Leið 7 kemur ný inn í leiðakerfið og mun hún aka á milli Egilshallar og Helgafellslands í Mosfellsbæ á 30 mínútu fresti. Leið 2 verður lengd og mun hún keyra áfram úr Versölum og enda Mjódd, þar sem tenging við fleiri leiðir myndast. Leið 28 verður stytt á móti lengingu leiðar 2. Leið 21 verður breytt og mun hún nú aka um Hafnarfjörð, Smárahvammsveg, framhjá Smáralind og enda í Mjódd. Leiðin mun ganga lengur fram á kvöld og mun einnig aka á sunnudögum, sem er mikil bót fyrir Hafnfirðinga og starfsfólk í Kauptúni. Leið 35 mun aka í báðar áttir frá Hamraborg og verður á 30 mín fresti. Breyting sem bætir tengingu Kópavogsbúa við aðrar leiðir í Hamraborg. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Umfangsmiklar breytingar á leiðarkerfi og þjónustu Strætó verða innleiddar um áramótin. Meðal annars munu breytingarnar hafa í för með sér lengri þjónustutíma á kvöldin og næturakstur á völdum leiðum um helgar. Þá verður sérstök sumaráætlun með minni akstri afnumin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Þjónustutími verður lengdur á leiðum 1, 2, 3, 4, 5, 6, 11, 12, 15, 18. Leiðirnar voru skipulagðar þannig að þær munu aka til 01:00 eða sem næst því. Áætlunin gerir ráð fyrir því að leiðir 1,2,3,5,6 og 11 muni sinna næturakstri aðfaranótt laugar- og sunnudags. Stefnt er að því að þessar leiðir keyri frá miðbænum til klukkan 04:00-04:30. Í einhverjum tilvikum munu leiðirnar aka eftir sínum hefðbundnu leiðum en sumar leiðir verða styttar. Leiðirnar munu eingöngu aka frá miðbænum og út í hverfin, en ekki til baka.Aukinn akstur og breyting á einstökum leiðum verður eftirfarandi: Leið 6 verður stytt og tíðnin aukin. Hún mun aka á 10 mín. fresti á annatímum og enda ferðir sínar í Egilshöll. Leið 7 kemur ný inn í leiðakerfið og mun hún aka á milli Egilshallar og Helgafellslands í Mosfellsbæ á 30 mínútu fresti. Leið 2 verður lengd og mun hún keyra áfram úr Versölum og enda Mjódd, þar sem tenging við fleiri leiðir myndast. Leið 28 verður stytt á móti lengingu leiðar 2. Leið 21 verður breytt og mun hún nú aka um Hafnarfjörð, Smárahvammsveg, framhjá Smáralind og enda í Mjódd. Leiðin mun ganga lengur fram á kvöld og mun einnig aka á sunnudögum, sem er mikil bót fyrir Hafnfirðinga og starfsfólk í Kauptúni. Leið 35 mun aka í báðar áttir frá Hamraborg og verður á 30 mín fresti. Breyting sem bætir tengingu Kópavogsbúa við aðrar leiðir í Hamraborg.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira