Lífið og tilveran án bílprófs Guðný Hrönn skrifar 4. nóvember 2017 11:00 Sumir bíða ofurspenntir eftir bílprófinu á meðan aðrir eru sultuslakir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Margt fólk kannast við að hafa beðið með eftirvæntingu eftir að ná 17 ára aldri og fá bílpróf. En það á ekki við um alla. Á meðan mörgum þykir algjörlega ómissandi að fara allra ferða sinna keyrandi þá eru aðrir sem eru ekkert að flýta sér að taka bílpróf. Helgi Hrafn, Saga Sig og Guðmundur Bjarki eru á meðal þeirra.Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður PírataHelgi Hrafn fékk bílprófið í kringum tvítugt. „Nær alfarið til að losna við hópþrýsting og sífellt hjal nærstaddra um hvað það væri mikilvægt frelsi og allt það. Hins vegar endurnýjaði ég það aldrei og það rann út,“ segir Helgi sem hafði einfaldlegan engan áhuga á að fá bílpróf þegar hann náði bílprófsaldrinum.Helga þykir ekkert tiltökumál að vera án bílprófs.Spurður út í hvort hann sé duglegur við að nota almenningssamgöngur segir hann: „Ég myndi ekki segja „duglegur“ því það er ekkert endilega neinn sérstakur dugnaður fólginn í því. Almenningssamgöngur eru ágætar, hvað sem fólk segir. Ég nota strætó mjög mikið og finnst það bara ljómandi fínn kostur. Maður getur lesið í símanum, hlustað á podcast eða jafnvel notað tölvuna í lengri ferðum. Ég tók reglulega 45 mínútna strætóferðir í vor og forritaði bara á meðan.“Hefur bílprófsleysið aldrei valdið þér vandræðum? „Ekki svo ég muni, nema því að nærstöddum finnst það gjarnan vera heilagur réttur þeirra að ég sé með bílpróf. Það er mikil tilætlunarsemi gagnvart þessu í íslensku samfélagi.“Er planið að fá sér bílpróf á næstunni? „Ekki nema ég eignist barn, en þá myndi ég meira að segja einungis gera það fyrir konuna mína.“ Saga bjó í London og þar þurfti hún ekki á bílprófi að halda.Saga Sigurðardóttir ljósmyndari Saga er nýkomin með bílpróf. Aðspurð af hverju hún fékk bílprófið tiltölulega seint segir hún: „Ég átti kærasta þegar ég var í menntaskóla sem var með bílpróf svo ég var ekkert að flýta mér að fá próf. Svo flutti ég til London og þar er óþarfi að vera með bílpróf. Svo kom ég til Íslands og tók þá loksins prófið, 30 ára gömul.“Hvernig gekk svo að taka bílprófið? „Ég var hræðilega stressuð. Það verður held ég erfiðara, eftir því sem maður eldist, eins og að kenna gömlum hundi að sitja,“ segir Saga sem náði bæði verklega og bóklega prófinu í fyrstu tilraun.„Ég var alveg viss um að ég myndi falla í verklega þegar ég var í prófinu, ég hafði ekki verið svona stressuð lengi. En ég náði og ég hef sjaldan verið jafn glöð!“ Sögu þótti ekkert sérlega spennandi tilhugsun að vera með bílpróf þegar hún var unglingur að eigin sögn. „En ég tók nokkra ökutíma og fór í Ökuskóla 1. En ég bjó niðri í bæ þar sem ég gat gengið hvert sem er.“Hvernig fórst þú leiðar þinnar þegar þú varst ekki með bílpróf? „Í London er snilld að taka strætó og lestina, þú þarft ekki bíl. Svo kom ég heim og hingað til hef ég hjólað og gengið allt enda bý ég í 101. Ég tók taxa og var dugleg að sníkja far hjá vinum. Mér finnst ekkert sérstaklega gott strætókerfið hérna heima, en það hefur lagast og núna er frekar auðvelt að fylgjast með í gegnum appið. Miðað við kerfið í London finnst mér almenningssamgöngur hér lélegar,“ segir Saga.Hefur bílprófsleysið aldrei valdið þér vandræðum? „Jú, ég var mjög háð öðrum og gat ekki skroppið neitt. Ég þurfti að plana allt t.d. ferð í Kópavog með fyrirvara, redda fari o.s.frv. Mér fannst aðallega leiðinlegt að vera háð öðrum og geta ekki bara skroppið þangað sem ég vildi,“ útskýrir Saga sem er ekki búin að kaupa sér bíl. Hún segir það hafa sína kosti þar sem hún hreyfi sig mikið vegna þess. Það er þó á dagskránni hjá henni að fjárfesta í bíl. „Mig langar helst í rafmagnsbíl.“ Guðmundur Bjarki Ólafsson þjónusturáðgjafi hjá VodafoneGuðmundur er einn af þeim sem var ekkert að flýta sér að taka bílprófið en hann tók það í kringum þrítugt.Guðmundur segir bílprófsleysið ekki hafa valdið honum neinu stórkostlegu veseni á sínum tíma.Hvað kemur til að þú fékkst þér bílpróf tiltölulega seint? „Það kemur til af ýmsum ástæðum, þyngst vegur án efa staðreyndin að foreldrar mínir ráku ekki bíl svo ég ólst ekki upp við að það væri keyrt neitt að ráði. Ég er fæddur og uppalinn á Akureyri, en þar er án erfiðleika hægt að komast upp með að eiga ekki bíl.“„Ég kunni líka ágætlega við að labba bara eitthvað einn með sjálfum mér, flestar mikilvægar ákvarðanir í lífi mínu hafa verið teknar á röltinu.“ Á unglingsárunum fékk Guðmundur gjarnan far með vinum og félögum þegar hann þurfti að komast á milli staða. „Einum allra besta vini mínum kynntist ég þegar við sóttum báðir nám í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Við sátum stærðfræðitíma í síðasta tíma á föstudögum, en skutlið heim eftir kennslustund sem hann bauð mér varð smám saman að lengri rúntum um bæinn þar sem við bundumst órjúfanlegum böndum þeirra sem geta ekki lært stærðfræði.“Hefur bílprófsleysið aldrei valdið þér vandræðum? „Í raun ekki. Í stóra samhenginu er ég ekki mikilvægur og fáa vantaði fulltingi mitt með litlum fyrirvara á þeim tíma. Allavega lá fáum það mikið á að fá mig í heimsókn að ekki mætti hinkra eftir að ég skilaði mér með almenningssamgöngum,“ útskýrir Guðmundur sem hefur í gegnum tíðina komist að því að það er ekki gulltryggt að strætó skili farþegum á áfangastað á réttum tíma. Aðspurður hvernig gekk að taka bílprófið segir Guðmundur það hafa gengið ljómandi vel. „Ég hafði góðan ökukennara sem kunningjakona mælti með, og hann dró mig í gegnum ferlið af þolinmæði og fagmennsku. Ég er stressaður einstaklingur að eðlisfari og er þeirri náttúru gæddur að ég get sannfært mig um að allt sem aflaga fer skrifist beint á mig og vanhæfni mína til að takast á við hindranir daglegs lífs. Til allrar hamingju talaði ökukennarinn rólega og virtist ekki vera stressaður sjálfur yfir því að vera í bíl þar sem ég var við stjórnvölinn svo á endanum hafðist þetta,“ útskýrir Guðmundur. Hann keyrir töluvert nú til dags en reynir að nota strætó á veturna. Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Sjá meira
Margt fólk kannast við að hafa beðið með eftirvæntingu eftir að ná 17 ára aldri og fá bílpróf. En það á ekki við um alla. Á meðan mörgum þykir algjörlega ómissandi að fara allra ferða sinna keyrandi þá eru aðrir sem eru ekkert að flýta sér að taka bílpróf. Helgi Hrafn, Saga Sig og Guðmundur Bjarki eru á meðal þeirra.Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður PírataHelgi Hrafn fékk bílprófið í kringum tvítugt. „Nær alfarið til að losna við hópþrýsting og sífellt hjal nærstaddra um hvað það væri mikilvægt frelsi og allt það. Hins vegar endurnýjaði ég það aldrei og það rann út,“ segir Helgi sem hafði einfaldlegan engan áhuga á að fá bílpróf þegar hann náði bílprófsaldrinum.Helga þykir ekkert tiltökumál að vera án bílprófs.Spurður út í hvort hann sé duglegur við að nota almenningssamgöngur segir hann: „Ég myndi ekki segja „duglegur“ því það er ekkert endilega neinn sérstakur dugnaður fólginn í því. Almenningssamgöngur eru ágætar, hvað sem fólk segir. Ég nota strætó mjög mikið og finnst það bara ljómandi fínn kostur. Maður getur lesið í símanum, hlustað á podcast eða jafnvel notað tölvuna í lengri ferðum. Ég tók reglulega 45 mínútna strætóferðir í vor og forritaði bara á meðan.“Hefur bílprófsleysið aldrei valdið þér vandræðum? „Ekki svo ég muni, nema því að nærstöddum finnst það gjarnan vera heilagur réttur þeirra að ég sé með bílpróf. Það er mikil tilætlunarsemi gagnvart þessu í íslensku samfélagi.“Er planið að fá sér bílpróf á næstunni? „Ekki nema ég eignist barn, en þá myndi ég meira að segja einungis gera það fyrir konuna mína.“ Saga bjó í London og þar þurfti hún ekki á bílprófi að halda.Saga Sigurðardóttir ljósmyndari Saga er nýkomin með bílpróf. Aðspurð af hverju hún fékk bílprófið tiltölulega seint segir hún: „Ég átti kærasta þegar ég var í menntaskóla sem var með bílpróf svo ég var ekkert að flýta mér að fá próf. Svo flutti ég til London og þar er óþarfi að vera með bílpróf. Svo kom ég til Íslands og tók þá loksins prófið, 30 ára gömul.“Hvernig gekk svo að taka bílprófið? „Ég var hræðilega stressuð. Það verður held ég erfiðara, eftir því sem maður eldist, eins og að kenna gömlum hundi að sitja,“ segir Saga sem náði bæði verklega og bóklega prófinu í fyrstu tilraun.„Ég var alveg viss um að ég myndi falla í verklega þegar ég var í prófinu, ég hafði ekki verið svona stressuð lengi. En ég náði og ég hef sjaldan verið jafn glöð!“ Sögu þótti ekkert sérlega spennandi tilhugsun að vera með bílpróf þegar hún var unglingur að eigin sögn. „En ég tók nokkra ökutíma og fór í Ökuskóla 1. En ég bjó niðri í bæ þar sem ég gat gengið hvert sem er.“Hvernig fórst þú leiðar þinnar þegar þú varst ekki með bílpróf? „Í London er snilld að taka strætó og lestina, þú þarft ekki bíl. Svo kom ég heim og hingað til hef ég hjólað og gengið allt enda bý ég í 101. Ég tók taxa og var dugleg að sníkja far hjá vinum. Mér finnst ekkert sérstaklega gott strætókerfið hérna heima, en það hefur lagast og núna er frekar auðvelt að fylgjast með í gegnum appið. Miðað við kerfið í London finnst mér almenningssamgöngur hér lélegar,“ segir Saga.Hefur bílprófsleysið aldrei valdið þér vandræðum? „Jú, ég var mjög háð öðrum og gat ekki skroppið neitt. Ég þurfti að plana allt t.d. ferð í Kópavog með fyrirvara, redda fari o.s.frv. Mér fannst aðallega leiðinlegt að vera háð öðrum og geta ekki bara skroppið þangað sem ég vildi,“ útskýrir Saga sem er ekki búin að kaupa sér bíl. Hún segir það hafa sína kosti þar sem hún hreyfi sig mikið vegna þess. Það er þó á dagskránni hjá henni að fjárfesta í bíl. „Mig langar helst í rafmagnsbíl.“ Guðmundur Bjarki Ólafsson þjónusturáðgjafi hjá VodafoneGuðmundur er einn af þeim sem var ekkert að flýta sér að taka bílprófið en hann tók það í kringum þrítugt.Guðmundur segir bílprófsleysið ekki hafa valdið honum neinu stórkostlegu veseni á sínum tíma.Hvað kemur til að þú fékkst þér bílpróf tiltölulega seint? „Það kemur til af ýmsum ástæðum, þyngst vegur án efa staðreyndin að foreldrar mínir ráku ekki bíl svo ég ólst ekki upp við að það væri keyrt neitt að ráði. Ég er fæddur og uppalinn á Akureyri, en þar er án erfiðleika hægt að komast upp með að eiga ekki bíl.“„Ég kunni líka ágætlega við að labba bara eitthvað einn með sjálfum mér, flestar mikilvægar ákvarðanir í lífi mínu hafa verið teknar á röltinu.“ Á unglingsárunum fékk Guðmundur gjarnan far með vinum og félögum þegar hann þurfti að komast á milli staða. „Einum allra besta vini mínum kynntist ég þegar við sóttum báðir nám í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Við sátum stærðfræðitíma í síðasta tíma á föstudögum, en skutlið heim eftir kennslustund sem hann bauð mér varð smám saman að lengri rúntum um bæinn þar sem við bundumst órjúfanlegum böndum þeirra sem geta ekki lært stærðfræði.“Hefur bílprófsleysið aldrei valdið þér vandræðum? „Í raun ekki. Í stóra samhenginu er ég ekki mikilvægur og fáa vantaði fulltingi mitt með litlum fyrirvara á þeim tíma. Allavega lá fáum það mikið á að fá mig í heimsókn að ekki mætti hinkra eftir að ég skilaði mér með almenningssamgöngum,“ útskýrir Guðmundur sem hefur í gegnum tíðina komist að því að það er ekki gulltryggt að strætó skili farþegum á áfangastað á réttum tíma. Aðspurður hvernig gekk að taka bílprófið segir Guðmundur það hafa gengið ljómandi vel. „Ég hafði góðan ökukennara sem kunningjakona mælti með, og hann dró mig í gegnum ferlið af þolinmæði og fagmennsku. Ég er stressaður einstaklingur að eðlisfari og er þeirri náttúru gæddur að ég get sannfært mig um að allt sem aflaga fer skrifist beint á mig og vanhæfni mína til að takast á við hindranir daglegs lífs. Til allrar hamingju talaði ökukennarinn rólega og virtist ekki vera stressaður sjálfur yfir því að vera í bíl þar sem ég var við stjórnvölinn svo á endanum hafðist þetta,“ útskýrir Guðmundur. Hann keyrir töluvert nú til dags en reynir að nota strætó á veturna.
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Sjá meira