Katrínarstjórnin mun henda fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 3. nóvember 2017 19:30 Katrín Jakobsdóttir segir það koma í ljós á næstu dögum hvort flokkarnir fjórir sem nú reyna stjórnarmyndun nái saman um öll helstu mál og hvaða málum verði ýtt til hliðar. Ef að samstarfinu verði muni flokkarnir gera nýja fjármálaáætlun til næstu fimm ára en eitt af því sem flokkarnir ræða er mögulegt samstarf við stjórnarandstöðuna við gerð fjárlaga. Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokks komu saman á Syðra Langholti í Hrunamannahrepp, heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins klukkan tíu í morgun til að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Bjartsýni var í hópnum þegar fréttastofu bar að garði. „Við sitjum hér þrjú frá hverjum flokki og skiptum með okkur verkum í tveimur hópum. Við erum annars vegar að fara yfir stóru línurnar, sem ég hef nefnt og eru þessi uppbyggingarmál, kjaramál og fleira. Hins vegar erum við auðvitað að fara yfir þau mál þar sem flokkana greinir á og hvernig þeim verður lent í þessu,“ sagði Katrín. Það komi sér vel að allir væru í góðri æfingu frá því í fyrra og viti því hvernig eigi að nálgast verkefnið.Góður andi var í hópnum þegar fréttamenn fengu að kíkja inn á Syðra Langholt.Vísir/ErnirHvað heldur þú að þið takið langan tíma í að komast að því hvort þið komist yfir erfiðustu hjallana?„Við gefum okkur auðvitað nokkra daga í það. Við verðum hér í dag. Við fundum væntanlega aftur á morgun. Eins og kom fram í gær sér maður það eftir nokkra daga hvert stefnir.“En andinn góður hingað til?„Algerlega, mjög góður. Enda erum við á frábærum stað hér heima hjá Sigurði Inga,“ sagði Katrín. Já, það væsti sannarlega ekki um stjórnmálamennina í Hrunamannahreppi og íslenski hundurinn á bænum, Kjói, var hæstánægður með formann Vinstri grænna og kannski væntanlegan forsætisráðherra. Katrín segir þennan tólf manna hóp koma til með að stýra viðræðunum en hann muni leita aðstoðar hér og þar varðandi sérfræðitengd mál. Fjárlagafrumvarp fráfarandi stjórnar var aldrei afgreitt en það gerði ráð fyrir 44 milljarða afgangi á næsta ári.Heldur þú að þið munið kroppa eitthvað í hann til að setja meira í heilbrigðismálin, menntamálin, samgöngumálin eins og allir þessir flokkar hafa í raun og veru minnst á?„Nú erum við auðvitað rétt að setjast niður. Hér hafa flokkarnir haft ólíka sýn á það hvernig eigi að styrkja tekjugrunn ríkisins og hvort megi ganga frekar á þennan afgang eða hvort við verðum að ráðast í frekari tekjuöflun. Öll höfum við verið sammála um að það sé hægt að styrkja grunninn með eignatekjum. Þannig að það verður auðvitað úrlausnarefnið núna næstu daga. Hvernig eigi að ráðast í þessa mikilvægu uppbyggingu sem við erum öll sammála um,“ segir Katrín. Ef að samstarfinu verði muni flokkarnir leggja fram nýja fjármálaáætlun til fimm ára enda allir greitt atkvæði gegn núgildandi áætlun. Ekki sé tímabært að segja til um hvenær Alþingi komi saman. Það geti gerst hratt ef flokkarnir fjórir nái saman og fyrsta mál á dagskrá verði fjárlagafrumvarpið.Þið boðið líka meira samstarf við stjórnarandstöðuna. Mun það líta dagsins ljós strax í fjárlagavinnunni?„Það er hluti af því sem við erum að ræða hér í dag. Hvernig við sjáum fyrir okkur að því samráði verði háttað. Þannig að það verður undirliggjandi í þessum viðræðum öllum. Hvernig við sjáum það samráð fléttast saman við það sem við erum að tala um,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Tengdar fréttir Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45 Erfiðustu málin afgreidd fyrst og pizza í hádegismat Fundur flokkanna fjögurra hófst klukkan tíu í morgun og er búist við því að hann haldi áfram fram eftir degi. 3. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir segir það koma í ljós á næstu dögum hvort flokkarnir fjórir sem nú reyna stjórnarmyndun nái saman um öll helstu mál og hvaða málum verði ýtt til hliðar. Ef að samstarfinu verði muni flokkarnir gera nýja fjármálaáætlun til næstu fimm ára en eitt af því sem flokkarnir ræða er mögulegt samstarf við stjórnarandstöðuna við gerð fjárlaga. Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokks komu saman á Syðra Langholti í Hrunamannahrepp, heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins klukkan tíu í morgun til að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Bjartsýni var í hópnum þegar fréttastofu bar að garði. „Við sitjum hér þrjú frá hverjum flokki og skiptum með okkur verkum í tveimur hópum. Við erum annars vegar að fara yfir stóru línurnar, sem ég hef nefnt og eru þessi uppbyggingarmál, kjaramál og fleira. Hins vegar erum við auðvitað að fara yfir þau mál þar sem flokkana greinir á og hvernig þeim verður lent í þessu,“ sagði Katrín. Það komi sér vel að allir væru í góðri æfingu frá því í fyrra og viti því hvernig eigi að nálgast verkefnið.Góður andi var í hópnum þegar fréttamenn fengu að kíkja inn á Syðra Langholt.Vísir/ErnirHvað heldur þú að þið takið langan tíma í að komast að því hvort þið komist yfir erfiðustu hjallana?„Við gefum okkur auðvitað nokkra daga í það. Við verðum hér í dag. Við fundum væntanlega aftur á morgun. Eins og kom fram í gær sér maður það eftir nokkra daga hvert stefnir.“En andinn góður hingað til?„Algerlega, mjög góður. Enda erum við á frábærum stað hér heima hjá Sigurði Inga,“ sagði Katrín. Já, það væsti sannarlega ekki um stjórnmálamennina í Hrunamannahreppi og íslenski hundurinn á bænum, Kjói, var hæstánægður með formann Vinstri grænna og kannski væntanlegan forsætisráðherra. Katrín segir þennan tólf manna hóp koma til með að stýra viðræðunum en hann muni leita aðstoðar hér og þar varðandi sérfræðitengd mál. Fjárlagafrumvarp fráfarandi stjórnar var aldrei afgreitt en það gerði ráð fyrir 44 milljarða afgangi á næsta ári.Heldur þú að þið munið kroppa eitthvað í hann til að setja meira í heilbrigðismálin, menntamálin, samgöngumálin eins og allir þessir flokkar hafa í raun og veru minnst á?„Nú erum við auðvitað rétt að setjast niður. Hér hafa flokkarnir haft ólíka sýn á það hvernig eigi að styrkja tekjugrunn ríkisins og hvort megi ganga frekar á þennan afgang eða hvort við verðum að ráðast í frekari tekjuöflun. Öll höfum við verið sammála um að það sé hægt að styrkja grunninn með eignatekjum. Þannig að það verður auðvitað úrlausnarefnið núna næstu daga. Hvernig eigi að ráðast í þessa mikilvægu uppbyggingu sem við erum öll sammála um,“ segir Katrín. Ef að samstarfinu verði muni flokkarnir leggja fram nýja fjármálaáætlun til fimm ára enda allir greitt atkvæði gegn núgildandi áætlun. Ekki sé tímabært að segja til um hvenær Alþingi komi saman. Það geti gerst hratt ef flokkarnir fjórir nái saman og fyrsta mál á dagskrá verði fjárlagafrumvarpið.Þið boðið líka meira samstarf við stjórnarandstöðuna. Mun það líta dagsins ljós strax í fjárlagavinnunni?„Það er hluti af því sem við erum að ræða hér í dag. Hvernig við sjáum fyrir okkur að því samráði verði háttað. Þannig að það verður undirliggjandi í þessum viðræðum öllum. Hvernig við sjáum það samráð fléttast saman við það sem við erum að tala um,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Tengdar fréttir Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45 Erfiðustu málin afgreidd fyrst og pizza í hádegismat Fundur flokkanna fjögurra hófst klukkan tíu í morgun og er búist við því að hann haldi áfram fram eftir degi. 3. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Sjá meira
Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45
Erfiðustu málin afgreidd fyrst og pizza í hádegismat Fundur flokkanna fjögurra hófst klukkan tíu í morgun og er búist við því að hann haldi áfram fram eftir degi. 3. nóvember 2017 13:30