Spennandi listaár fram undan Guðný Hrönn skrifar 4. nóvember 2017 17:15 A.M.Concept Space er til húsa við Garðastræti 2. vísir/anton brink Fatahönnuðirnir Aníta Hirlekar og Magnea Einarsdóttir reka verslunina og sýningarrýmið A.M.Concept Space. Í versluninni selja þær sína eigin hönnun ásamt því að setja upp nýjar listsýningar eftir ýmsa listamenn með reglulegu millibili. „Þegar við vorum að opna vorum við sammála um það að við vildum bjóða upp á eitthvað nýtt, skapandi og lifandi vettvang, mitt á milli þess sem hefðbundnar hönnunarbúðir og listgallerí bjóða upp á. Reglulega fáum við því til liðs við okkur listamann eða hönnuð sem fær fullt frelsi til að breyta rýminu og sýna verk sín innan um okkar vörur sem hanga í sitthvorum færanlega rammanum og eina reglan er sú að þeir þurfa að passa inn í heildarmyndina,“ segir Magnea. „Með því að stilla okkar vöru upp á þennan hátt trúum við því að skilin á milli fatahönnunar, myndlistar og annarra skapandi miðla minnki og sameinist á vissan hátt en í raun er vinnuferli okkar ekki ósvipað vinnuferli annarra listamanna.“ „Okkur finnst oft vanta upp á þennan skilning hvað varðar fatahönnun og kannski hönnun almennt, fatnaður er svo daglegt brauð í lífi hverrar manneskju en fyrir okkur er fatnaður og textíll afrakstur okkar skapandi ferlis og mikillar rannsóknarvinnu,“ segir Aníta. Magnea segir að breiður hópur leggi leið sína í verslunina, ýmist til að kaupa sér föt eða til að skoða þau listaverk sem prýða rýmið hverju sinni. Skyggnast inn í hugarheim annarra listamannaÞær Aníta og Magnea kynntust í Central Saint Martins listaháskólanum í London. „Í náminu var lögð mikil áhersla á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð þar sem vinnuferlið var ekki síður mikilvægt en lokaútkoman. Við vorum hvattar til að sækja innblástur í aðra listmiðla, vinna ítarlega hugmynda- og rannsóknarvinnu og þrýsta öllum hugmyndum okkar eins langt og þær komust,“ segir Magnea. „Frá útskrift höfum við báðar hannað undir eigin merkjum ásamt því að hafa unnið samstarfslínur við önnur merki, sýnt bæði hér heima og erlendis og verið tilnefndar til Hönnunarverðlauna Íslands. Við eigum því ýmislegt sameiginlegt. Þegar við vorum að eiga samtal um það leyti sem við vorum að opna búðina þá áttuðum við okkur á því hvað þessi bakgrunnur okkar hefur mótað okkur,“ útskýrir Aníta. Magnea tekur undir og bætir við: „Okkur finnst forvitnilegt að skyggnast inn í hugarheim annarra listamanna og finnum að aðrir hafa áhuga á því að skyggnast inn í okkar.“ Báðar eru þær sammála um að það sé vöntun á sýningarrými fyrir listamenn. Það kemur þeim því ekki á óvart að viðtökurnar hafi verið góðar og þær sjá fyrir sér spennandi listaár fram undan. „Já við finnum fyrir miklum áhuga, bæði meðal listamanna og annarra hönnuða. Við finnum að við erum með eitthvað spennandi í höndunum og svo hefur verið vöntun á sýningarrýmum fyrir listamenn. Þessa dagana erum við að auglýsa eftir hugmyndum frá fólki sem hefur áhuga á að sýna á næsta ári og erum við opnar fyrir öllum miðlum,“ segir Aníta. Spurðar nánar út í fyrirkomulag sýninganna fram undan verður Magnea fyrir svörum: „Viðmið um sýningartíma eru 1-2 mánuðir en sýningar mega vara í skemmri tíma og erum við opnar fyrir stuttum viðburðum líka.“ Tíska og hönnun Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Sjá meira
Fatahönnuðirnir Aníta Hirlekar og Magnea Einarsdóttir reka verslunina og sýningarrýmið A.M.Concept Space. Í versluninni selja þær sína eigin hönnun ásamt því að setja upp nýjar listsýningar eftir ýmsa listamenn með reglulegu millibili. „Þegar við vorum að opna vorum við sammála um það að við vildum bjóða upp á eitthvað nýtt, skapandi og lifandi vettvang, mitt á milli þess sem hefðbundnar hönnunarbúðir og listgallerí bjóða upp á. Reglulega fáum við því til liðs við okkur listamann eða hönnuð sem fær fullt frelsi til að breyta rýminu og sýna verk sín innan um okkar vörur sem hanga í sitthvorum færanlega rammanum og eina reglan er sú að þeir þurfa að passa inn í heildarmyndina,“ segir Magnea. „Með því að stilla okkar vöru upp á þennan hátt trúum við því að skilin á milli fatahönnunar, myndlistar og annarra skapandi miðla minnki og sameinist á vissan hátt en í raun er vinnuferli okkar ekki ósvipað vinnuferli annarra listamanna.“ „Okkur finnst oft vanta upp á þennan skilning hvað varðar fatahönnun og kannski hönnun almennt, fatnaður er svo daglegt brauð í lífi hverrar manneskju en fyrir okkur er fatnaður og textíll afrakstur okkar skapandi ferlis og mikillar rannsóknarvinnu,“ segir Aníta. Magnea segir að breiður hópur leggi leið sína í verslunina, ýmist til að kaupa sér föt eða til að skoða þau listaverk sem prýða rýmið hverju sinni. Skyggnast inn í hugarheim annarra listamannaÞær Aníta og Magnea kynntust í Central Saint Martins listaháskólanum í London. „Í náminu var lögð mikil áhersla á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð þar sem vinnuferlið var ekki síður mikilvægt en lokaútkoman. Við vorum hvattar til að sækja innblástur í aðra listmiðla, vinna ítarlega hugmynda- og rannsóknarvinnu og þrýsta öllum hugmyndum okkar eins langt og þær komust,“ segir Magnea. „Frá útskrift höfum við báðar hannað undir eigin merkjum ásamt því að hafa unnið samstarfslínur við önnur merki, sýnt bæði hér heima og erlendis og verið tilnefndar til Hönnunarverðlauna Íslands. Við eigum því ýmislegt sameiginlegt. Þegar við vorum að eiga samtal um það leyti sem við vorum að opna búðina þá áttuðum við okkur á því hvað þessi bakgrunnur okkar hefur mótað okkur,“ útskýrir Aníta. Magnea tekur undir og bætir við: „Okkur finnst forvitnilegt að skyggnast inn í hugarheim annarra listamanna og finnum að aðrir hafa áhuga á því að skyggnast inn í okkar.“ Báðar eru þær sammála um að það sé vöntun á sýningarrými fyrir listamenn. Það kemur þeim því ekki á óvart að viðtökurnar hafi verið góðar og þær sjá fyrir sér spennandi listaár fram undan. „Já við finnum fyrir miklum áhuga, bæði meðal listamanna og annarra hönnuða. Við finnum að við erum með eitthvað spennandi í höndunum og svo hefur verið vöntun á sýningarrýmum fyrir listamenn. Þessa dagana erum við að auglýsa eftir hugmyndum frá fólki sem hefur áhuga á að sýna á næsta ári og erum við opnar fyrir öllum miðlum,“ segir Aníta. Spurðar nánar út í fyrirkomulag sýninganna fram undan verður Magnea fyrir svörum: „Viðmið um sýningartíma eru 1-2 mánuðir en sýningar mega vara í skemmri tíma og erum við opnar fyrir stuttum viðburðum líka.“
Tíska og hönnun Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Sjá meira