Stjórnmálamenn sýni meiri ábyrgð þegar kemur að stöðugleika á vinnumarkaði Höskuldur Kári Schram skrifar 4. nóvember 2017 20:11 Sigurður Bessason, formaður Eflingar og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Vísir Formaður Eflingar segir að stjórnmálamenn verði að sýna meiri ábyrgð þegar kemur að stöðugleika á vinnumarkaði og telur að skattkerfisbreytingar á undanförnum árum hafi haft neikvæð áhrif á þá hópa sem eru með lægstu launin. Sautján aðildarfélög Bandalags háskólamanna hafa verið með lausa samninga við ríkið frá fyrsta september síðastliðnum. Viðræður við samninganefnd ríkisins hafa legið niðri eftir ríkisstjórnin sprakk í haust. Ljóst er að samningar ríkisins við opinbera starfsmenn mun hafa mikil áhrif á kjaraviðræður á hinum almenna vinnumarkaði sem hefjast á næsta ári. Forystumenn þeirra fjögurra flokka sem nú ræða myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa sagt að eitt stærsta verkefni stjórnvalda á komandi mánuðum sé að ná sátt á vinnumarkaði. Fjallað var um þetta mál í Víglínunni í dag en formaður Bandalags háskólamanna segir miður að viðræður hafi tafist líkt og raun ber vitni. „Við sjáum auðvitað fram á það að þetta verður mjög langur vetur. Það eru ekki vara við sem þurfum að semja við ríkið, eins og þú varst að nefna, það eru aðrir í þeirri biðröð. Hvort sem það eru ríkisstarfsmenn og svo er það auðvitað almenni vinnumarkaðurinn eftir áramót,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Formaður Eflingar, segir ljóst að með ákvörðun kjararáðs um hækkun launa embættismanna hafi ríkið sett stefnuna varðandi komandi samninga. Hann segir að stjórnmálamenn verði að sýna meiri ábyrgð þegar kemur að stöðugleika á vinnumarkaði. „Við tölum gjarnan um stöðugleika á vinnumarkaði og höfum gert í langan tíma. Það vantar alveg stöðugleika á hinn endann, sem er bara stjórnmálaumhverfi Íslands,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar. Þá vill hann einnig ræða skattkerfisbreytingar í komandi kjaraviðræðum. „Það sem við erum að sjá núna er að þeir sem voru á lægstu tekjunum og þeir sem eru á millitekjunum, þessir hópar, þeirra kaupmáttur hefur verið tekinn í burtu í gegnum skattkerfið. Það er hlutur sem við viljum fá rætt um.“ Kjaramál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Formaður Eflingar segir að stjórnmálamenn verði að sýna meiri ábyrgð þegar kemur að stöðugleika á vinnumarkaði og telur að skattkerfisbreytingar á undanförnum árum hafi haft neikvæð áhrif á þá hópa sem eru með lægstu launin. Sautján aðildarfélög Bandalags háskólamanna hafa verið með lausa samninga við ríkið frá fyrsta september síðastliðnum. Viðræður við samninganefnd ríkisins hafa legið niðri eftir ríkisstjórnin sprakk í haust. Ljóst er að samningar ríkisins við opinbera starfsmenn mun hafa mikil áhrif á kjaraviðræður á hinum almenna vinnumarkaði sem hefjast á næsta ári. Forystumenn þeirra fjögurra flokka sem nú ræða myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa sagt að eitt stærsta verkefni stjórnvalda á komandi mánuðum sé að ná sátt á vinnumarkaði. Fjallað var um þetta mál í Víglínunni í dag en formaður Bandalags háskólamanna segir miður að viðræður hafi tafist líkt og raun ber vitni. „Við sjáum auðvitað fram á það að þetta verður mjög langur vetur. Það eru ekki vara við sem þurfum að semja við ríkið, eins og þú varst að nefna, það eru aðrir í þeirri biðröð. Hvort sem það eru ríkisstarfsmenn og svo er það auðvitað almenni vinnumarkaðurinn eftir áramót,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Formaður Eflingar, segir ljóst að með ákvörðun kjararáðs um hækkun launa embættismanna hafi ríkið sett stefnuna varðandi komandi samninga. Hann segir að stjórnmálamenn verði að sýna meiri ábyrgð þegar kemur að stöðugleika á vinnumarkaði. „Við tölum gjarnan um stöðugleika á vinnumarkaði og höfum gert í langan tíma. Það vantar alveg stöðugleika á hinn endann, sem er bara stjórnmálaumhverfi Íslands,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar. Þá vill hann einnig ræða skattkerfisbreytingar í komandi kjaraviðræðum. „Það sem við erum að sjá núna er að þeir sem voru á lægstu tekjunum og þeir sem eru á millitekjunum, þessir hópar, þeirra kaupmáttur hefur verið tekinn í burtu í gegnum skattkerfið. Það er hlutur sem við viljum fá rætt um.“
Kjaramál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira