Innlent

Slíta stjórnar­­myndunar­við­ræðum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum samkvæmt heimildum Vísis.

Mbl.is greinir einnig frá því að viðræðunum hafi verið slitið og segja Framsóknarflokkinn hafa slitið þeim. Heimildir Vísis herma það einnig að Framsóknarflokkurinn hafi slitið viðræðunum. 

Að því er fram kemur í frétt Mbl.is mun ástæðan fyrir slitunum vera tæpur meirihluti flokkanna fjögurra á þingi en þeir eru með minnsta mögulega meirihluta, einn mann, eða 32 þingmenn.

Hér að neðan verður fylgst með framvindu mála.


Tengdar fréttir

Formenn flokkanna vilja næði til að funda

Formenn flokkanna fjögurra sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum munu eiga fund núna fyrir hádegi en Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vill hvorki gefa upp hvar né hvenær þeir muni hittast.

Fundi formannanna lokið

Fundi formanna flokkanna fjögurra sem eiga nú í stjórnarmyndunarviðræðum lauk nú á tólfta tímanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×