Egill Einarsson segir illt að sitja undir ásökunum sem þessum Jakob Bjarnar skrifar 7. nóvember 2017 14:04 Egill Einarsson, líkamsræktarfrömuður með meiru, fagnar að vonum nýföllnum dómi Mannréttindadómstólsins. Hann segir að margir mannréttindalögmenn hafi sett sig í samband og óskað honum til hamingju með niðurstöðuna.Eins og Vísir greindi ítarlega frá í morgun úrskurðaði Mannréttindadómsstóll í máli hans, svokölluðu „Rapist bastard-máli“, á þann veg að íslenska ríkið hafi brotið gegn mannréttindum hans þegar Hæstiréttur Íslands sýknaði Inga Kristján Sigurmarsson af ærumeiðingum á hendur honum.Í spennufalli eftir dóminn „Ég fagna að sjálfsögðu þessari niðurstöðu. Ég var alltaf mjög hissa á þessum dómi Hæstaréttar en Mannréttindadómstóllinn vandaði greinilega til verka,“ segir Egill í samtali við Vísi. Og hann heldur áfram: „Það er ljóst að dómur Hæstaréttar stenst ekki kröfur Mannréttindasáttmálans um takmörk tjáningarfrelsis. Það er ekki þægileg tilfinning að vera saklaus maður sitjandi undir ummælum sem þessum. En ég fagna mjög að það sé til fyrirbæri eins og Mannréttindadómstóll Evrópu. Margir mannréttindalögmenn hafa haft samband við mig og óskað mér til hamingju með dóminn.“ Egill segist enn í spennufalli eftir dóminn og hann sé í raun enn að reyna að átta sig á þessari nýju stöðu.Undarleg niðurstaða Hæstaréttar Íslands Eva Hauksdóttir laganemi er að fjalla sérstaklega um mál þetta í tengslum við sitt nám og hún hefur farið ítarlega í saumana á rökstuðningi dómstólsins. Hún segir þetta einkum snúast um gildisdóm gegn staðhæfingu eða fullyrðingu um refsiverða háttsemi. „Það verður að teljast sérkennilegt af Hæstirétti að halda því fram að hann vinni í samræmi við dóma Mannréttindadómstólsins án þess að nefna einu orði þær skýru og einföldu reglur um greinarmuninn á gildisdómi og staðhæfingu sem fram komu í máli Lingens – en það er fyrsta málið sem Mannréttindadómstóllinn dæmdi þar sem reyndi á mörkin milli tjáningarfrelsis og æruverndar,“ skrifar Eva á vefsíðu sína. „Þar sem MDE hefur í hverju málinu á fætur öðru komist að þeirri niðurstöðu að Íslenska ríkið hafi brotið gegn tjáningarfrelsisákvæði sáttmálans, hefði kannski verið við hæfi að dómarar Hæstaréttar kynntu sér framkvæmd MDE í slíkum málum,“ segir Eva eftir að hafa farið ítarlega í rökstuðninginn.“ Tengdar fréttir Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Egill Einarsson, líkamsræktarfrömuður með meiru, fagnar að vonum nýföllnum dómi Mannréttindadómstólsins. Hann segir að margir mannréttindalögmenn hafi sett sig í samband og óskað honum til hamingju með niðurstöðuna.Eins og Vísir greindi ítarlega frá í morgun úrskurðaði Mannréttindadómsstóll í máli hans, svokölluðu „Rapist bastard-máli“, á þann veg að íslenska ríkið hafi brotið gegn mannréttindum hans þegar Hæstiréttur Íslands sýknaði Inga Kristján Sigurmarsson af ærumeiðingum á hendur honum.Í spennufalli eftir dóminn „Ég fagna að sjálfsögðu þessari niðurstöðu. Ég var alltaf mjög hissa á þessum dómi Hæstaréttar en Mannréttindadómstóllinn vandaði greinilega til verka,“ segir Egill í samtali við Vísi. Og hann heldur áfram: „Það er ljóst að dómur Hæstaréttar stenst ekki kröfur Mannréttindasáttmálans um takmörk tjáningarfrelsis. Það er ekki þægileg tilfinning að vera saklaus maður sitjandi undir ummælum sem þessum. En ég fagna mjög að það sé til fyrirbæri eins og Mannréttindadómstóll Evrópu. Margir mannréttindalögmenn hafa haft samband við mig og óskað mér til hamingju með dóminn.“ Egill segist enn í spennufalli eftir dóminn og hann sé í raun enn að reyna að átta sig á þessari nýju stöðu.Undarleg niðurstaða Hæstaréttar Íslands Eva Hauksdóttir laganemi er að fjalla sérstaklega um mál þetta í tengslum við sitt nám og hún hefur farið ítarlega í saumana á rökstuðningi dómstólsins. Hún segir þetta einkum snúast um gildisdóm gegn staðhæfingu eða fullyrðingu um refsiverða háttsemi. „Það verður að teljast sérkennilegt af Hæstirétti að halda því fram að hann vinni í samræmi við dóma Mannréttindadómstólsins án þess að nefna einu orði þær skýru og einföldu reglur um greinarmuninn á gildisdómi og staðhæfingu sem fram komu í máli Lingens – en það er fyrsta málið sem Mannréttindadómstóllinn dæmdi þar sem reyndi á mörkin milli tjáningarfrelsis og æruverndar,“ skrifar Eva á vefsíðu sína. „Þar sem MDE hefur í hverju málinu á fætur öðru komist að þeirri niðurstöðu að Íslenska ríkið hafi brotið gegn tjáningarfrelsisákvæði sáttmálans, hefði kannski verið við hæfi að dómarar Hæstaréttar kynntu sér framkvæmd MDE í slíkum málum,“ segir Eva eftir að hafa farið ítarlega í rökstuðninginn.“
Tengdar fréttir Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40