Borgin gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2017 15:39 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í tilkynningunni áætlunina gera ráð fyrir sókn á öllum sviðum en einkum sé það þrennt sem einkenni áætlunina fyrir árið 2018. Mynd: Reykjavíkurborg Árið 2018 er áætluð rekstrarniðurstaða borgarsjóðs Reykjavíkur jákvæð um 3,4 milljarða króna. Þetta kemur fram í frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 sem var lögð fyrir borgarstjórn í dag ásamt fimm ára áætlun fyrir árin 2018 – 2022. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um þessa áætlun kemur fram að jafnvægi sé í rekstri borgarinnar, bæði hjá fyrirtækjum hennar og í rekstri A-hluta.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriVísir/Anton BrinkGera ráð fyrir sókn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í tilkynningunni áætlunina gera ráð fyrir sókn á öllum sviðum en einkum sé það þrennt sem einkenni áætlunina fyrir árið 2018. „Í fyrsta lagi erum við að sækja verulega fram í skólamálum og velferðarmálum. Í öðru lagi þá ráðumst við í fjárfestingar fyrir 18 milljarða á næsta ári, með sérstaka áherslu á götur, stíga og íþróttamannvirki. Í þriðja lagi höldum við áfram sókn okkar í húsnæðismálum en alls fara 69 milljarðar til húsnæðismála á næstu fimm árum í Reykjavík. Við þetta má bæta að við erum um leið að lækka fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði um 10% eða úr 0,2% í 0,18% ásamt sérstökum afsláttum fyrir aldraða og öryrkja,” er haft eftir Degi í tilkynningunni. Uppbygging innviða er sögð styðja við íbúðauppbyggingu með gerð gatna, torga, almenningssvæða og hjólastíga en einnig annarra samfélagslegra innviða. Stærstu verkefnin eru í Úlfarsárdal þar sem skóli, íþróttahús og sundlaug rísa. Í Breiðholti verður einnig byggt íþróttahús, knatthús og fimleikahús á næstu árum. Félagsbústaðir ráðgera umtalsverða fjölgun félagslegra íbúða í eignasafni sínu á tímabilinu. Þá er gert ráð fyrir fjármagni til Borgarlínu, alls 4,7 milljörðum á næstu fimm árum. Rekstrarniðurstaða fyrir samstæðu Reykjavíkurborgar árið 2018 er áætluð um 17,2 milljarðar. Góður afgangur er einkum rakin til A-hluta, Orkuveitu Reykjavíkur og Félagsbústaða hf. vegna matsbreytinga fjárfestingaeigna félagsins. Þá er gert ráð fyrir batnandi afkomu á áætlunartímabilinu 2018- 2022.Halldór Halldórsson er núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.VísirSegir áhyggjuefni að borgin nái ekki meiri árangri Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í orðsendingu til fjölmiðla vegna málsins að mikil tekjuaukning hafi orðið hjá sveitarfélögum, nema hjá þeim sem eru tengdust sjávarútvegi, og Reykjavíkurborg fari ekki varahluta af þeirri tekjuþróun. Hann bendir á að skuldi og skuldbindingar A-hluta fari úr 83,7 milljörðum króna árið 2016 í 107,6 milljarða króna. Segir hann að ef áætlanir standist muni skuldirnar hækka um 28,6 prósent frá árinu 2016 til ársins 2018. Halldór segir það vera áhyggjuefni að nú þegar hagsveiflan í samfélaginu sé að nálgast toppinn þá sé Reykjavíkurborg ekki að ná betri árangri en 9,4 prósentum í veltufé frá rekstri þegar sveitarfélögin í landinu eru að að meðaltali í 12 prósenta veltufé frá rekstri, skuldir hækki um átta milljarða á milli áranna 2017 og 2018 og á samstæðu um 16,4 milljarða á milli ára. Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Sjá meira
Árið 2018 er áætluð rekstrarniðurstaða borgarsjóðs Reykjavíkur jákvæð um 3,4 milljarða króna. Þetta kemur fram í frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 sem var lögð fyrir borgarstjórn í dag ásamt fimm ára áætlun fyrir árin 2018 – 2022. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um þessa áætlun kemur fram að jafnvægi sé í rekstri borgarinnar, bæði hjá fyrirtækjum hennar og í rekstri A-hluta.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriVísir/Anton BrinkGera ráð fyrir sókn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í tilkynningunni áætlunina gera ráð fyrir sókn á öllum sviðum en einkum sé það þrennt sem einkenni áætlunina fyrir árið 2018. „Í fyrsta lagi erum við að sækja verulega fram í skólamálum og velferðarmálum. Í öðru lagi þá ráðumst við í fjárfestingar fyrir 18 milljarða á næsta ári, með sérstaka áherslu á götur, stíga og íþróttamannvirki. Í þriðja lagi höldum við áfram sókn okkar í húsnæðismálum en alls fara 69 milljarðar til húsnæðismála á næstu fimm árum í Reykjavík. Við þetta má bæta að við erum um leið að lækka fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði um 10% eða úr 0,2% í 0,18% ásamt sérstökum afsláttum fyrir aldraða og öryrkja,” er haft eftir Degi í tilkynningunni. Uppbygging innviða er sögð styðja við íbúðauppbyggingu með gerð gatna, torga, almenningssvæða og hjólastíga en einnig annarra samfélagslegra innviða. Stærstu verkefnin eru í Úlfarsárdal þar sem skóli, íþróttahús og sundlaug rísa. Í Breiðholti verður einnig byggt íþróttahús, knatthús og fimleikahús á næstu árum. Félagsbústaðir ráðgera umtalsverða fjölgun félagslegra íbúða í eignasafni sínu á tímabilinu. Þá er gert ráð fyrir fjármagni til Borgarlínu, alls 4,7 milljörðum á næstu fimm árum. Rekstrarniðurstaða fyrir samstæðu Reykjavíkurborgar árið 2018 er áætluð um 17,2 milljarðar. Góður afgangur er einkum rakin til A-hluta, Orkuveitu Reykjavíkur og Félagsbústaða hf. vegna matsbreytinga fjárfestingaeigna félagsins. Þá er gert ráð fyrir batnandi afkomu á áætlunartímabilinu 2018- 2022.Halldór Halldórsson er núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.VísirSegir áhyggjuefni að borgin nái ekki meiri árangri Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í orðsendingu til fjölmiðla vegna málsins að mikil tekjuaukning hafi orðið hjá sveitarfélögum, nema hjá þeim sem eru tengdust sjávarútvegi, og Reykjavíkurborg fari ekki varahluta af þeirri tekjuþróun. Hann bendir á að skuldi og skuldbindingar A-hluta fari úr 83,7 milljörðum króna árið 2016 í 107,6 milljarða króna. Segir hann að ef áætlanir standist muni skuldirnar hækka um 28,6 prósent frá árinu 2016 til ársins 2018. Halldór segir það vera áhyggjuefni að nú þegar hagsveiflan í samfélaginu sé að nálgast toppinn þá sé Reykjavíkurborg ekki að ná betri árangri en 9,4 prósentum í veltufé frá rekstri þegar sveitarfélögin í landinu eru að að meðaltali í 12 prósenta veltufé frá rekstri, skuldir hækki um átta milljarða á milli áranna 2017 og 2018 og á samstæðu um 16,4 milljarða á milli ára.
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Sjá meira