Borgin gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2017 15:39 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í tilkynningunni áætlunina gera ráð fyrir sókn á öllum sviðum en einkum sé það þrennt sem einkenni áætlunina fyrir árið 2018. Mynd: Reykjavíkurborg Árið 2018 er áætluð rekstrarniðurstaða borgarsjóðs Reykjavíkur jákvæð um 3,4 milljarða króna. Þetta kemur fram í frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 sem var lögð fyrir borgarstjórn í dag ásamt fimm ára áætlun fyrir árin 2018 – 2022. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um þessa áætlun kemur fram að jafnvægi sé í rekstri borgarinnar, bæði hjá fyrirtækjum hennar og í rekstri A-hluta.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriVísir/Anton BrinkGera ráð fyrir sókn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í tilkynningunni áætlunina gera ráð fyrir sókn á öllum sviðum en einkum sé það þrennt sem einkenni áætlunina fyrir árið 2018. „Í fyrsta lagi erum við að sækja verulega fram í skólamálum og velferðarmálum. Í öðru lagi þá ráðumst við í fjárfestingar fyrir 18 milljarða á næsta ári, með sérstaka áherslu á götur, stíga og íþróttamannvirki. Í þriðja lagi höldum við áfram sókn okkar í húsnæðismálum en alls fara 69 milljarðar til húsnæðismála á næstu fimm árum í Reykjavík. Við þetta má bæta að við erum um leið að lækka fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði um 10% eða úr 0,2% í 0,18% ásamt sérstökum afsláttum fyrir aldraða og öryrkja,” er haft eftir Degi í tilkynningunni. Uppbygging innviða er sögð styðja við íbúðauppbyggingu með gerð gatna, torga, almenningssvæða og hjólastíga en einnig annarra samfélagslegra innviða. Stærstu verkefnin eru í Úlfarsárdal þar sem skóli, íþróttahús og sundlaug rísa. Í Breiðholti verður einnig byggt íþróttahús, knatthús og fimleikahús á næstu árum. Félagsbústaðir ráðgera umtalsverða fjölgun félagslegra íbúða í eignasafni sínu á tímabilinu. Þá er gert ráð fyrir fjármagni til Borgarlínu, alls 4,7 milljörðum á næstu fimm árum. Rekstrarniðurstaða fyrir samstæðu Reykjavíkurborgar árið 2018 er áætluð um 17,2 milljarðar. Góður afgangur er einkum rakin til A-hluta, Orkuveitu Reykjavíkur og Félagsbústaða hf. vegna matsbreytinga fjárfestingaeigna félagsins. Þá er gert ráð fyrir batnandi afkomu á áætlunartímabilinu 2018- 2022.Halldór Halldórsson er núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.VísirSegir áhyggjuefni að borgin nái ekki meiri árangri Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í orðsendingu til fjölmiðla vegna málsins að mikil tekjuaukning hafi orðið hjá sveitarfélögum, nema hjá þeim sem eru tengdust sjávarútvegi, og Reykjavíkurborg fari ekki varahluta af þeirri tekjuþróun. Hann bendir á að skuldi og skuldbindingar A-hluta fari úr 83,7 milljörðum króna árið 2016 í 107,6 milljarða króna. Segir hann að ef áætlanir standist muni skuldirnar hækka um 28,6 prósent frá árinu 2016 til ársins 2018. Halldór segir það vera áhyggjuefni að nú þegar hagsveiflan í samfélaginu sé að nálgast toppinn þá sé Reykjavíkurborg ekki að ná betri árangri en 9,4 prósentum í veltufé frá rekstri þegar sveitarfélögin í landinu eru að að meðaltali í 12 prósenta veltufé frá rekstri, skuldir hækki um átta milljarða á milli áranna 2017 og 2018 og á samstæðu um 16,4 milljarða á milli ára. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Árið 2018 er áætluð rekstrarniðurstaða borgarsjóðs Reykjavíkur jákvæð um 3,4 milljarða króna. Þetta kemur fram í frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 sem var lögð fyrir borgarstjórn í dag ásamt fimm ára áætlun fyrir árin 2018 – 2022. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um þessa áætlun kemur fram að jafnvægi sé í rekstri borgarinnar, bæði hjá fyrirtækjum hennar og í rekstri A-hluta.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriVísir/Anton BrinkGera ráð fyrir sókn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í tilkynningunni áætlunina gera ráð fyrir sókn á öllum sviðum en einkum sé það þrennt sem einkenni áætlunina fyrir árið 2018. „Í fyrsta lagi erum við að sækja verulega fram í skólamálum og velferðarmálum. Í öðru lagi þá ráðumst við í fjárfestingar fyrir 18 milljarða á næsta ári, með sérstaka áherslu á götur, stíga og íþróttamannvirki. Í þriðja lagi höldum við áfram sókn okkar í húsnæðismálum en alls fara 69 milljarðar til húsnæðismála á næstu fimm árum í Reykjavík. Við þetta má bæta að við erum um leið að lækka fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði um 10% eða úr 0,2% í 0,18% ásamt sérstökum afsláttum fyrir aldraða og öryrkja,” er haft eftir Degi í tilkynningunni. Uppbygging innviða er sögð styðja við íbúðauppbyggingu með gerð gatna, torga, almenningssvæða og hjólastíga en einnig annarra samfélagslegra innviða. Stærstu verkefnin eru í Úlfarsárdal þar sem skóli, íþróttahús og sundlaug rísa. Í Breiðholti verður einnig byggt íþróttahús, knatthús og fimleikahús á næstu árum. Félagsbústaðir ráðgera umtalsverða fjölgun félagslegra íbúða í eignasafni sínu á tímabilinu. Þá er gert ráð fyrir fjármagni til Borgarlínu, alls 4,7 milljörðum á næstu fimm árum. Rekstrarniðurstaða fyrir samstæðu Reykjavíkurborgar árið 2018 er áætluð um 17,2 milljarðar. Góður afgangur er einkum rakin til A-hluta, Orkuveitu Reykjavíkur og Félagsbústaða hf. vegna matsbreytinga fjárfestingaeigna félagsins. Þá er gert ráð fyrir batnandi afkomu á áætlunartímabilinu 2018- 2022.Halldór Halldórsson er núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.VísirSegir áhyggjuefni að borgin nái ekki meiri árangri Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í orðsendingu til fjölmiðla vegna málsins að mikil tekjuaukning hafi orðið hjá sveitarfélögum, nema hjá þeim sem eru tengdust sjávarútvegi, og Reykjavíkurborg fari ekki varahluta af þeirri tekjuþróun. Hann bendir á að skuldi og skuldbindingar A-hluta fari úr 83,7 milljörðum króna árið 2016 í 107,6 milljarða króna. Segir hann að ef áætlanir standist muni skuldirnar hækka um 28,6 prósent frá árinu 2016 til ársins 2018. Halldór segir það vera áhyggjuefni að nú þegar hagsveiflan í samfélaginu sé að nálgast toppinn þá sé Reykjavíkurborg ekki að ná betri árangri en 9,4 prósentum í veltufé frá rekstri þegar sveitarfélögin í landinu eru að að meðaltali í 12 prósenta veltufé frá rekstri, skuldir hækki um átta milljarða á milli áranna 2017 og 2018 og á samstæðu um 16,4 milljarða á milli ára.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira