Byggingakranarnir álíka margir og árið 2007 Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. nóvember 2017 06:15 Fjöldi byggingakrana á landinu nálgast nú fjöldann sem var árið 2007. Prófessor í hagfræði segir að nú sé byggt á traustari stoðum en ástæða sé þó til að varpa því upp hvort við séum að fara fram úr okkur. Gjarnan hefur því verið haldið fram að greina megi spennu í efnahagslífinu eftir fjölda byggingakrana í notkun. Samkvæmt upplýsingum frá vinnueftirlitinu er búið að skoða 269 krana í ár en það er ansi nálægt því sem var árið 2007 þegar met var slegið í fjölda byggingakrana. Á tímabilinu janúar til október árið 2007 var búið að skoða 299 byggingakrana á landinu öllu. Fjöldinn féll hratt eftir hrun og fór niður í um 100 skoðanir á sama tímabili árið 2010. Hann hefur þó vaxið hratt og þétt síðan og eru skoðaðir kranar í ár alls 269. Athygli vekur að það er eingöngu 30 færri en á sama tímabili árið 2007. Þá er í þessu samhengi oft vísað til orða Roberts Aliber, prófessors í alþjóðahagfræði, sem kom hingað til lands í aðdraganda efnahagshrunsins, í maí 2008. Eftir að hafa talið byggingakrana í umferð sagði hann „You only need to count the cranes“ eða „Þið þurfið aðeins að telja kranana“ en hann var nokkuð ómyrkur í máli um ástand efnahagaslífsins. Í fréttinni hér að ofan er meðal annars rætt við Daða Má Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, sem minnist þess að fyrrnefndur Aliber hafi sagt „Your banks are dead“ eftir að hafa horft út um gluggann á hótelherbergi sínu. Hann hafi reynst alveg ótrúlega sannspár. Kranavísitalan sé ágætis mælikvarði á spennu í hagkerfinu. Hann telur ástandið í dag þó betra en árið 2007. Nú sé verið að byggja upp í eftirspurnargat. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Fjöldi byggingakrana á landinu nálgast nú fjöldann sem var árið 2007. Prófessor í hagfræði segir að nú sé byggt á traustari stoðum en ástæða sé þó til að varpa því upp hvort við séum að fara fram úr okkur. Gjarnan hefur því verið haldið fram að greina megi spennu í efnahagslífinu eftir fjölda byggingakrana í notkun. Samkvæmt upplýsingum frá vinnueftirlitinu er búið að skoða 269 krana í ár en það er ansi nálægt því sem var árið 2007 þegar met var slegið í fjölda byggingakrana. Á tímabilinu janúar til október árið 2007 var búið að skoða 299 byggingakrana á landinu öllu. Fjöldinn féll hratt eftir hrun og fór niður í um 100 skoðanir á sama tímabili árið 2010. Hann hefur þó vaxið hratt og þétt síðan og eru skoðaðir kranar í ár alls 269. Athygli vekur að það er eingöngu 30 færri en á sama tímabili árið 2007. Þá er í þessu samhengi oft vísað til orða Roberts Aliber, prófessors í alþjóðahagfræði, sem kom hingað til lands í aðdraganda efnahagshrunsins, í maí 2008. Eftir að hafa talið byggingakrana í umferð sagði hann „You only need to count the cranes“ eða „Þið þurfið aðeins að telja kranana“ en hann var nokkuð ómyrkur í máli um ástand efnahagaslífsins. Í fréttinni hér að ofan er meðal annars rætt við Daða Má Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, sem minnist þess að fyrrnefndur Aliber hafi sagt „Your banks are dead“ eftir að hafa horft út um gluggann á hótelherbergi sínu. Hann hafi reynst alveg ótrúlega sannspár. Kranavísitalan sé ágætis mælikvarði á spennu í hagkerfinu. Hann telur ástandið í dag þó betra en árið 2007. Nú sé verið að byggja upp í eftirspurnargat.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira