Innlent

Rimaskóli og Réttarholtsskóli keppa til úrslita

Frá keppninni í gærkvöldi.
Frá keppninni í gærkvöldi. Anton Bjarni
Annað undanúrslitakvöld Skrekks, hæfileikahátíðar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöld. Alls öttu kappi níu skólar um að komast áfram á úrslitakvöld Skrekks sem fram fer þann 13. nóvember. 

Tveir skólar urðu hlutskarpastir í gær, Réttarholtsskóli og Rimaskóli. Aðrir skólar sem stigu á stokk í gær voru Hólabrekkuskóli, Klettaskóli, Háteigsskóli, Ingunnarskóli, Laugalækjarskóli, Tjarnarskóli og Ölduselsskóli.

Er þetta í jafnframt í fyrsta sinn sem Klettaskóli skráir sig til leiks. 

Það var að venju mikið um dýrðir.Anton Bjarni
234 ungmenni úr Reykjavík stigu á stokk í gærkvöldi - „og sýndu mikla hæfileika á sviði sviðslista í atriðum sem þeir hafa samið sjálf,“ eins og það er orðað í tilkynningu frá Reykjavíkur borg.

Alls taka 26 unglingaskólar þátt í ár en það eru fleiri skólar en nokkru sinni áður. Síðasta undanúrslitakvöldið fer fram í kvöld. 

Áður hafa Árbæjarskóli og Langholtsskóli tryggt sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu í næstu viku.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.