Tilfinningaþrungin stund þegar fyrrverandi sjómaður hitti bjargvætt sinn aftur: "Þú hefðir gert það sama fyrir mig“ Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 9. nóvember 2017 20:45 Fyrrverandi sjómaður frá Belgíu hitti bjargvætt sinn, fyrrverandi slökkviliðsmann í Vestmannaeyjum, í fyrsta skipti í dag, en sá síðarnefndi bjargaði lífi hans eftir að belgískur togari strandaði í Vestmannaeyjum fyrir um 35 árum. Belgíumaðurinn Bart Gulpen var aðeins 17 ára þegar hann horfðist í augu við dauðann í um sjö klukkustundir, þegar togarinn, Pelagus, strandaði í hrauninu í Vestmannaeyjum í janúar árið 1982. Hann var hættur að finna fyrir fótunum af kulda þegar Guðmundur Ólafsson, 23 ára slökkviliðsmaður frá eynni, náði að koma honum til bjargar á ögurstundu. Fimm félögum Barts var bjargað en tveir úr áhöfn togarans létu lífið. Einnig fórust íslenskur læknir og hjálparsveitarmaður en óhætt er að segja að þetta hafi verið einn dramatískasti atburður í björgunarsögu Íslendinga.Kom þeim á óvart Bart er nú er kominn hingað til lands í tilefni af útgáfu nýjustu Útkallsbókar Óttars Sveinssonar sem fjallar um þessa atburði. Bart vissi hins vegar ekki að Guðmundur er einnig komin hingað, frá Norður Noregi þar sem hann býr í dag, en Óttar ákvað að leiða þá óvænt saman. Skjáskot/Stöð2Stundin var nokkuð tilfinningaþrungin enda hafa þeir í raun aldrei talað saman, ekki fyrr en í dag, en lifað með þennan sorglega atburð í huga öll þessi ár. Báðum fannst þeim magnað að hitta hvorn annan og voru þakklátir fyrir það tækifæri. Þá segjast þeir báðir hafa hugsað um atburðinn margoft á þeim 35 árum sem eru liðinn frá honum. Guðmundur var hógvær þegar þeir hittust og sagði: „Þú hefðir gert það sama fyrir mig“ Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Sjá meira
Fyrrverandi sjómaður frá Belgíu hitti bjargvætt sinn, fyrrverandi slökkviliðsmann í Vestmannaeyjum, í fyrsta skipti í dag, en sá síðarnefndi bjargaði lífi hans eftir að belgískur togari strandaði í Vestmannaeyjum fyrir um 35 árum. Belgíumaðurinn Bart Gulpen var aðeins 17 ára þegar hann horfðist í augu við dauðann í um sjö klukkustundir, þegar togarinn, Pelagus, strandaði í hrauninu í Vestmannaeyjum í janúar árið 1982. Hann var hættur að finna fyrir fótunum af kulda þegar Guðmundur Ólafsson, 23 ára slökkviliðsmaður frá eynni, náði að koma honum til bjargar á ögurstundu. Fimm félögum Barts var bjargað en tveir úr áhöfn togarans létu lífið. Einnig fórust íslenskur læknir og hjálparsveitarmaður en óhætt er að segja að þetta hafi verið einn dramatískasti atburður í björgunarsögu Íslendinga.Kom þeim á óvart Bart er nú er kominn hingað til lands í tilefni af útgáfu nýjustu Útkallsbókar Óttars Sveinssonar sem fjallar um þessa atburði. Bart vissi hins vegar ekki að Guðmundur er einnig komin hingað, frá Norður Noregi þar sem hann býr í dag, en Óttar ákvað að leiða þá óvænt saman. Skjáskot/Stöð2Stundin var nokkuð tilfinningaþrungin enda hafa þeir í raun aldrei talað saman, ekki fyrr en í dag, en lifað með þennan sorglega atburð í huga öll þessi ár. Báðum fannst þeim magnað að hitta hvorn annan og voru þakklátir fyrir það tækifæri. Þá segjast þeir báðir hafa hugsað um atburðinn margoft á þeim 35 árum sem eru liðinn frá honum. Guðmundur var hógvær þegar þeir hittust og sagði: „Þú hefðir gert það sama fyrir mig“
Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Sjá meira