Innlent

Forsætisráðherra Íslands aftur fjarverandi á þingi Norðurlandaráðs

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Helsinki.
Frá Helsinki. Vísir/Getty
Annað árið í röð verður forsætisráðherra Íslands fjarverandi á þingi Norðurlandaráðs vegna þingkosninga hér á landi. Þing Norðurlandaráðs hefst í finnsku höfuðborginni Helsinki á morgun og mun standa næstu daga.

Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu verður Kristján Þór Júlíusson þar í hlutverki menningarmálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna en er einnig staðgengill forsætisráðherra. Hann fór til Helsinki í morgun.

Þá fer Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra til Finnlands í fyrramálið.

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu mætir Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, fyrir hönd utanríkisráðherra.

Uppfært 15:24:

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að á upphafsdegi þingsins muni staðgengill forsætisráðherra taka þátt í þemaumræðu forsætisráðherranna undir yfirskriftinni „Norðurlönd samþættasta svæði heims“.

„Á miðvikudag 1. nóvember munu forsætisráðherrar Norðurlandanna funda í eigin ranni og í framhaldi með leiðtogum Grænlands, Færeyja og Álandseyja. Einnig munu forsætisráðherrarnir funda með forsætisnefnd Norðurlandaráðs, forseta þess og framkvæmdastjóra. Þá er hefð fyrir því að forsætisráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja fundi í tengslum við fundi Norðurlandaráðs,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×