Sækir um hæli á Íslandi eftir sautján ár í Noregi Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2017 08:36 Mahad Mahamud kom til Noregs árið 2000, þá fjórtán ára gamall. Skjáskot, TV2 Lífeindafræðingurinn Mahad Mahamud hefur sótt um hæli á Íslandi eftir að hafa verið sviptur norskum ríkisborgararétti á síðasta ári. Mál hins 31 árs Mahamud hefur vakið talsverða athygli í Noregi en hann hafði búið í Noregi í sautján ár. Ákveðið var að svipta hann ríkisborgararétti þar sem yfirvöld sögðu hann hafa gefið upp rangt upprunaland á þeim tíma sem hann sótti um hæli í Noregi árið 2000, þá fjórtán ára gamall. „Ég var á leiðinni til Kanada en ég var stöðvaður þegar ég millilenti á Íslandi. Eftir að ég greindi frá atvikum málsins sögðu þeir „Þú gætir sótt um hæli hjá okkur“,“ segir Mahamud í samtali við norska TV2. Í frétt TV2 kemur fram að yfirvöld í Noregi vilji meina að Mahamud sé frá Djíbútí en ekki Sómalíu, líkt og hann gaf upp þegar hann kom til Noregs árið 2000. Nafnlaus ábending hafði þá borist norskum yfirvöldum.Stefndi norska ríkinu Mahamud stefndi norska ríkinu eftir að norskur ríkisborgararéttur hans var afturkallaður á síðasta ári, en tapaði málinu í héraðsdómi í Ósló í mars. TV2 greinir frá því að fyrst hafi hann misst ríkisborgararéttinn, svo íbúð sína í Nittedal og loks atvinnuleyfið sitt. Missti Mahamud þar með starf sitt á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló. Mahamud dvelur nú á heimili fyrir hælisleitendur í Hafnarfirði. Arild Humlen, lögmaður Mahamud, segir í samtali við TV2 að hann telji líklegt að íslensk yfirvöld muni senda Mahamud aftur til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þó sé íslenskum stjórnvöldum frjálst að skoða málið, og veita honum hæli, taki þau það gilt að hann sé frá Sómalíu. Búið er að áfrýja dómnum sem féll í mars og verður málið tekið fyrir í efra dómsstigi í ágúst á næsta ári.NRK og Verdens Gang fjalla einnig um málið í morgun. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Lífeindafræðingurinn Mahad Mahamud hefur sótt um hæli á Íslandi eftir að hafa verið sviptur norskum ríkisborgararétti á síðasta ári. Mál hins 31 árs Mahamud hefur vakið talsverða athygli í Noregi en hann hafði búið í Noregi í sautján ár. Ákveðið var að svipta hann ríkisborgararétti þar sem yfirvöld sögðu hann hafa gefið upp rangt upprunaland á þeim tíma sem hann sótti um hæli í Noregi árið 2000, þá fjórtán ára gamall. „Ég var á leiðinni til Kanada en ég var stöðvaður þegar ég millilenti á Íslandi. Eftir að ég greindi frá atvikum málsins sögðu þeir „Þú gætir sótt um hæli hjá okkur“,“ segir Mahamud í samtali við norska TV2. Í frétt TV2 kemur fram að yfirvöld í Noregi vilji meina að Mahamud sé frá Djíbútí en ekki Sómalíu, líkt og hann gaf upp þegar hann kom til Noregs árið 2000. Nafnlaus ábending hafði þá borist norskum yfirvöldum.Stefndi norska ríkinu Mahamud stefndi norska ríkinu eftir að norskur ríkisborgararéttur hans var afturkallaður á síðasta ári, en tapaði málinu í héraðsdómi í Ósló í mars. TV2 greinir frá því að fyrst hafi hann misst ríkisborgararéttinn, svo íbúð sína í Nittedal og loks atvinnuleyfið sitt. Missti Mahamud þar með starf sitt á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló. Mahamud dvelur nú á heimili fyrir hælisleitendur í Hafnarfirði. Arild Humlen, lögmaður Mahamud, segir í samtali við TV2 að hann telji líklegt að íslensk yfirvöld muni senda Mahamud aftur til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þó sé íslenskum stjórnvöldum frjálst að skoða málið, og veita honum hæli, taki þau það gilt að hann sé frá Sómalíu. Búið er að áfrýja dómnum sem féll í mars og verður málið tekið fyrir í efra dómsstigi í ágúst á næsta ári.NRK og Verdens Gang fjalla einnig um málið í morgun.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira