Sækir um hæli á Íslandi eftir sautján ár í Noregi Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2017 08:36 Mahad Mahamud kom til Noregs árið 2000, þá fjórtán ára gamall. Skjáskot, TV2 Lífeindafræðingurinn Mahad Mahamud hefur sótt um hæli á Íslandi eftir að hafa verið sviptur norskum ríkisborgararétti á síðasta ári. Mál hins 31 árs Mahamud hefur vakið talsverða athygli í Noregi en hann hafði búið í Noregi í sautján ár. Ákveðið var að svipta hann ríkisborgararétti þar sem yfirvöld sögðu hann hafa gefið upp rangt upprunaland á þeim tíma sem hann sótti um hæli í Noregi árið 2000, þá fjórtán ára gamall. „Ég var á leiðinni til Kanada en ég var stöðvaður þegar ég millilenti á Íslandi. Eftir að ég greindi frá atvikum málsins sögðu þeir „Þú gætir sótt um hæli hjá okkur“,“ segir Mahamud í samtali við norska TV2. Í frétt TV2 kemur fram að yfirvöld í Noregi vilji meina að Mahamud sé frá Djíbútí en ekki Sómalíu, líkt og hann gaf upp þegar hann kom til Noregs árið 2000. Nafnlaus ábending hafði þá borist norskum yfirvöldum.Stefndi norska ríkinu Mahamud stefndi norska ríkinu eftir að norskur ríkisborgararéttur hans var afturkallaður á síðasta ári, en tapaði málinu í héraðsdómi í Ósló í mars. TV2 greinir frá því að fyrst hafi hann misst ríkisborgararéttinn, svo íbúð sína í Nittedal og loks atvinnuleyfið sitt. Missti Mahamud þar með starf sitt á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló. Mahamud dvelur nú á heimili fyrir hælisleitendur í Hafnarfirði. Arild Humlen, lögmaður Mahamud, segir í samtali við TV2 að hann telji líklegt að íslensk yfirvöld muni senda Mahamud aftur til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þó sé íslenskum stjórnvöldum frjálst að skoða málið, og veita honum hæli, taki þau það gilt að hann sé frá Sómalíu. Búið er að áfrýja dómnum sem féll í mars og verður málið tekið fyrir í efra dómsstigi í ágúst á næsta ári.NRK og Verdens Gang fjalla einnig um málið í morgun. Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Lífeindafræðingurinn Mahad Mahamud hefur sótt um hæli á Íslandi eftir að hafa verið sviptur norskum ríkisborgararétti á síðasta ári. Mál hins 31 árs Mahamud hefur vakið talsverða athygli í Noregi en hann hafði búið í Noregi í sautján ár. Ákveðið var að svipta hann ríkisborgararétti þar sem yfirvöld sögðu hann hafa gefið upp rangt upprunaland á þeim tíma sem hann sótti um hæli í Noregi árið 2000, þá fjórtán ára gamall. „Ég var á leiðinni til Kanada en ég var stöðvaður þegar ég millilenti á Íslandi. Eftir að ég greindi frá atvikum málsins sögðu þeir „Þú gætir sótt um hæli hjá okkur“,“ segir Mahamud í samtali við norska TV2. Í frétt TV2 kemur fram að yfirvöld í Noregi vilji meina að Mahamud sé frá Djíbútí en ekki Sómalíu, líkt og hann gaf upp þegar hann kom til Noregs árið 2000. Nafnlaus ábending hafði þá borist norskum yfirvöldum.Stefndi norska ríkinu Mahamud stefndi norska ríkinu eftir að norskur ríkisborgararéttur hans var afturkallaður á síðasta ári, en tapaði málinu í héraðsdómi í Ósló í mars. TV2 greinir frá því að fyrst hafi hann misst ríkisborgararéttinn, svo íbúð sína í Nittedal og loks atvinnuleyfið sitt. Missti Mahamud þar með starf sitt á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló. Mahamud dvelur nú á heimili fyrir hælisleitendur í Hafnarfirði. Arild Humlen, lögmaður Mahamud, segir í samtali við TV2 að hann telji líklegt að íslensk yfirvöld muni senda Mahamud aftur til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þó sé íslenskum stjórnvöldum frjálst að skoða málið, og veita honum hæli, taki þau það gilt að hann sé frá Sómalíu. Búið er að áfrýja dómnum sem féll í mars og verður málið tekið fyrir í efra dómsstigi í ágúst á næsta ári.NRK og Verdens Gang fjalla einnig um málið í morgun.
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira