Sækir um hæli á Íslandi eftir sautján ár í Noregi Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2017 08:36 Mahad Mahamud kom til Noregs árið 2000, þá fjórtán ára gamall. Skjáskot, TV2 Lífeindafræðingurinn Mahad Mahamud hefur sótt um hæli á Íslandi eftir að hafa verið sviptur norskum ríkisborgararétti á síðasta ári. Mál hins 31 árs Mahamud hefur vakið talsverða athygli í Noregi en hann hafði búið í Noregi í sautján ár. Ákveðið var að svipta hann ríkisborgararétti þar sem yfirvöld sögðu hann hafa gefið upp rangt upprunaland á þeim tíma sem hann sótti um hæli í Noregi árið 2000, þá fjórtán ára gamall. „Ég var á leiðinni til Kanada en ég var stöðvaður þegar ég millilenti á Íslandi. Eftir að ég greindi frá atvikum málsins sögðu þeir „Þú gætir sótt um hæli hjá okkur“,“ segir Mahamud í samtali við norska TV2. Í frétt TV2 kemur fram að yfirvöld í Noregi vilji meina að Mahamud sé frá Djíbútí en ekki Sómalíu, líkt og hann gaf upp þegar hann kom til Noregs árið 2000. Nafnlaus ábending hafði þá borist norskum yfirvöldum.Stefndi norska ríkinu Mahamud stefndi norska ríkinu eftir að norskur ríkisborgararéttur hans var afturkallaður á síðasta ári, en tapaði málinu í héraðsdómi í Ósló í mars. TV2 greinir frá því að fyrst hafi hann misst ríkisborgararéttinn, svo íbúð sína í Nittedal og loks atvinnuleyfið sitt. Missti Mahamud þar með starf sitt á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló. Mahamud dvelur nú á heimili fyrir hælisleitendur í Hafnarfirði. Arild Humlen, lögmaður Mahamud, segir í samtali við TV2 að hann telji líklegt að íslensk yfirvöld muni senda Mahamud aftur til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þó sé íslenskum stjórnvöldum frjálst að skoða málið, og veita honum hæli, taki þau það gilt að hann sé frá Sómalíu. Búið er að áfrýja dómnum sem féll í mars og verður málið tekið fyrir í efra dómsstigi í ágúst á næsta ári.NRK og Verdens Gang fjalla einnig um málið í morgun. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Lífeindafræðingurinn Mahad Mahamud hefur sótt um hæli á Íslandi eftir að hafa verið sviptur norskum ríkisborgararétti á síðasta ári. Mál hins 31 árs Mahamud hefur vakið talsverða athygli í Noregi en hann hafði búið í Noregi í sautján ár. Ákveðið var að svipta hann ríkisborgararétti þar sem yfirvöld sögðu hann hafa gefið upp rangt upprunaland á þeim tíma sem hann sótti um hæli í Noregi árið 2000, þá fjórtán ára gamall. „Ég var á leiðinni til Kanada en ég var stöðvaður þegar ég millilenti á Íslandi. Eftir að ég greindi frá atvikum málsins sögðu þeir „Þú gætir sótt um hæli hjá okkur“,“ segir Mahamud í samtali við norska TV2. Í frétt TV2 kemur fram að yfirvöld í Noregi vilji meina að Mahamud sé frá Djíbútí en ekki Sómalíu, líkt og hann gaf upp þegar hann kom til Noregs árið 2000. Nafnlaus ábending hafði þá borist norskum yfirvöldum.Stefndi norska ríkinu Mahamud stefndi norska ríkinu eftir að norskur ríkisborgararéttur hans var afturkallaður á síðasta ári, en tapaði málinu í héraðsdómi í Ósló í mars. TV2 greinir frá því að fyrst hafi hann misst ríkisborgararéttinn, svo íbúð sína í Nittedal og loks atvinnuleyfið sitt. Missti Mahamud þar með starf sitt á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló. Mahamud dvelur nú á heimili fyrir hælisleitendur í Hafnarfirði. Arild Humlen, lögmaður Mahamud, segir í samtali við TV2 að hann telji líklegt að íslensk yfirvöld muni senda Mahamud aftur til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þó sé íslenskum stjórnvöldum frjálst að skoða málið, og veita honum hæli, taki þau það gilt að hann sé frá Sómalíu. Búið er að áfrýja dómnum sem féll í mars og verður málið tekið fyrir í efra dómsstigi í ágúst á næsta ári.NRK og Verdens Gang fjalla einnig um málið í morgun.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira