Óttarr segir Bjarta eiga framtíðina fyrir sér Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2017 19:30 Formaður Bjartrar framtíðar segir eðlilegt að hann axli ábyrgð á slæmri útkomu flokksins í kosningunum á laugardag með því að segja af sér formennsku. Stefna Bjartrar framtíðar eigi enn ríkt erindi en þegar menn séu farnir að þvælast fyrir sé rétt að þeir dragi sig í hlé. Óttarr Proppé tilkynnti í morgun að hann ætlaði að segja af sér sem formaður Bjartrar framtíðar en flokkurinn fékk aðeins 1,2 prósent atkvæða í kosningunum á laugardag. „Mér finnst bara eðlilegt að axla ábyrgð á útkomu flokksins í kosningunum núna um helgina. Þetta voru náttúrlega mjög slæm úrslit sem Björt framtíð fékk og mjög slæm skilaboð fyrir okkar pólitík og okkar áherslur í pólitík,“ segir Óttarr. Hins vegar eigi þær áherslur enn fullt erindi en eðlilegt að aðrir taki við forystunni til að koma stefnunni áfram. „Um breytt stjórnmál, frjálslynda umhverfisstefnu og svo framvegis. Þetta skiptir máli í íslenskri pólitík. Við sjáum það sérstaklega núna miðað við stjórnarmyndunarviðræðurnar. Ég hef alltaf sagt að ég vilji vera í pólitík til að gera gagn. En þegar maður er farinn að þvælast fyrir á maður að fara til hliðar,“ segir formaðurinn fráfarandi. Óttarr er ekki í nokkrum vafa um hvað það var sem varð til þess að fylgið hrundi af flokknum. „Ég fann það og við fundum það mjög sterkt að það var þátttaka okkar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem sat mjög í okkar stuðningsmönnum. Fólki fannst það erfið ákvörðun. Það var erfið og umdeild stjórn. Fólki fannst að trúverðugleikinn hefði laskast,“ segir Óttarr. Björt framtíð er í meirihlutasamstarfi í fjórum sveitarfélögum, Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi á Akranesi og á fulltrúa bæjarstjórn Garðabæjar, Akureyrar og Árborgar. Óttarr segir flokkinn geta komið sterkan til leiks í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. „Björt framtíð hefur staðið sig vel í meirihlutum í fjórum sveitarfélögum þar sem yfir tveir þriðju landsmanna búa. Við höfum kannski ekki unnið með miklum látum en að umbótaverkefnum og breiðari sátt innan þessara sveitarfélaga og ég held að það eigi eftir að skila sér,“ segir Óttarr Proppé. Kosningar 2017 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira
Formaður Bjartrar framtíðar segir eðlilegt að hann axli ábyrgð á slæmri útkomu flokksins í kosningunum á laugardag með því að segja af sér formennsku. Stefna Bjartrar framtíðar eigi enn ríkt erindi en þegar menn séu farnir að þvælast fyrir sé rétt að þeir dragi sig í hlé. Óttarr Proppé tilkynnti í morgun að hann ætlaði að segja af sér sem formaður Bjartrar framtíðar en flokkurinn fékk aðeins 1,2 prósent atkvæða í kosningunum á laugardag. „Mér finnst bara eðlilegt að axla ábyrgð á útkomu flokksins í kosningunum núna um helgina. Þetta voru náttúrlega mjög slæm úrslit sem Björt framtíð fékk og mjög slæm skilaboð fyrir okkar pólitík og okkar áherslur í pólitík,“ segir Óttarr. Hins vegar eigi þær áherslur enn fullt erindi en eðlilegt að aðrir taki við forystunni til að koma stefnunni áfram. „Um breytt stjórnmál, frjálslynda umhverfisstefnu og svo framvegis. Þetta skiptir máli í íslenskri pólitík. Við sjáum það sérstaklega núna miðað við stjórnarmyndunarviðræðurnar. Ég hef alltaf sagt að ég vilji vera í pólitík til að gera gagn. En þegar maður er farinn að þvælast fyrir á maður að fara til hliðar,“ segir formaðurinn fráfarandi. Óttarr er ekki í nokkrum vafa um hvað það var sem varð til þess að fylgið hrundi af flokknum. „Ég fann það og við fundum það mjög sterkt að það var þátttaka okkar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem sat mjög í okkar stuðningsmönnum. Fólki fannst það erfið ákvörðun. Það var erfið og umdeild stjórn. Fólki fannst að trúverðugleikinn hefði laskast,“ segir Óttarr. Björt framtíð er í meirihlutasamstarfi í fjórum sveitarfélögum, Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi á Akranesi og á fulltrúa bæjarstjórn Garðabæjar, Akureyrar og Árborgar. Óttarr segir flokkinn geta komið sterkan til leiks í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. „Björt framtíð hefur staðið sig vel í meirihlutum í fjórum sveitarfélögum þar sem yfir tveir þriðju landsmanna búa. Við höfum kannski ekki unnið með miklum látum en að umbótaverkefnum og breiðari sátt innan þessara sveitarfélaga og ég held að það eigi eftir að skila sér,“ segir Óttarr Proppé.
Kosningar 2017 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira