Borgin greiddi 4,8 milljónir fyrir hið meinta áróðursrit Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. október 2017 06:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ásamt meirihlutanum sakaður um að hafa dreift kosningaáróðri í boði borgarinnar. Fréttablaðið/Anton Brink Kynningarrit um húsnæðismál og uppbyggingu í Reykjavík, sem dreift var í hús í vikunni, kostaði borgina alls 4,8 milljónir króna. Minnihlutinn í borginni hefur gagnrýnt dreifingu bæklingsins harðlega og segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins að vafi leiki á því hvort Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi haft heimild til að ráðstafa fénu með þessum hætti. „Þetta er ansi há tala og það er klárt að það leikur vafi á því hvort borgarstjóri hafi haft heimild til að taka þessa ákvörðun. Það er svo augljóst að þetta var áróðursbæklingur, einkum og sér í lagi fyrir Samfylkinguna þar sem verið er að tala um uppbyggingaráform þeirra,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun í borgarstjórn á þriðjudag þar sem útgáfa kynningarritsins var harðlega gagnrýnd. Bæjarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sagði óviðunandi að meirihlutinn í borginni „misnoti nú aðstöðu sína korteri fyrir kosningar og dreifi auglýsingabæklingi um glærusýningar borgarstjóra“, eins og það var orðað í bókuninni. Sjálfstæðismenn óskuðu eftir upplýsingum um kostnað við það sem þeir kölluðu kosningabækling.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.„Ellefu dögum fyrir alþingiskosningar, lætur Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, dreifa fjörutíu blaðsíðna riti á öll heimili í Reykjavík með áróðri um húsnæðismál sem eru eitt helsta kosningamálið í komandi kosningum. Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við þessi vinnubrögð enda er með öllu ótækt að borgarstjóri noti almannafé í pólitískum tilgangi með slíkum hætti. Meirihlutinn benti þó á að upplýsingafundir um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík hafi verið haldnir árum saman og síðustu tvö ár hafi verið gefið út upplýsingaefni af því tilefni. Alþingiskosningarnar hefðu ekkert með þessa upplýsingamiðlun að gera. Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um kostnaðinn við prentun og dreifingu ritsins og fékk þær upplýsingar að prentun hafi kostaði 1.750 þúsund krónur og dreifing 640 þúsund. Þá fékk almannatengslafyrirtækið Athygli 2,4 milljónir fyrir skrif og uppsetningu. Alls 4.790.000 krónur. Þá fengust þær upplýsingar hjá borginni að skrifstofa eigna- og atvinnuþróunar hafi látið vinna bæklinginn. Svipaður bæklingur hafi verið unninn í fyrra fyrir sama fund sem haldinn var á sama tíma og nú. Tímasetningin hafi verið ákveðin í vor og sömuleiðis kynningaruppleggið, þegar fátt benti til að gengið yrði til alþingiskosninga á árinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Kynningarrit um húsnæðismál og uppbyggingu í Reykjavík, sem dreift var í hús í vikunni, kostaði borgina alls 4,8 milljónir króna. Minnihlutinn í borginni hefur gagnrýnt dreifingu bæklingsins harðlega og segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins að vafi leiki á því hvort Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi haft heimild til að ráðstafa fénu með þessum hætti. „Þetta er ansi há tala og það er klárt að það leikur vafi á því hvort borgarstjóri hafi haft heimild til að taka þessa ákvörðun. Það er svo augljóst að þetta var áróðursbæklingur, einkum og sér í lagi fyrir Samfylkinguna þar sem verið er að tala um uppbyggingaráform þeirra,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun í borgarstjórn á þriðjudag þar sem útgáfa kynningarritsins var harðlega gagnrýnd. Bæjarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sagði óviðunandi að meirihlutinn í borginni „misnoti nú aðstöðu sína korteri fyrir kosningar og dreifi auglýsingabæklingi um glærusýningar borgarstjóra“, eins og það var orðað í bókuninni. Sjálfstæðismenn óskuðu eftir upplýsingum um kostnað við það sem þeir kölluðu kosningabækling.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.„Ellefu dögum fyrir alþingiskosningar, lætur Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, dreifa fjörutíu blaðsíðna riti á öll heimili í Reykjavík með áróðri um húsnæðismál sem eru eitt helsta kosningamálið í komandi kosningum. Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við þessi vinnubrögð enda er með öllu ótækt að borgarstjóri noti almannafé í pólitískum tilgangi með slíkum hætti. Meirihlutinn benti þó á að upplýsingafundir um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík hafi verið haldnir árum saman og síðustu tvö ár hafi verið gefið út upplýsingaefni af því tilefni. Alþingiskosningarnar hefðu ekkert með þessa upplýsingamiðlun að gera. Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um kostnaðinn við prentun og dreifingu ritsins og fékk þær upplýsingar að prentun hafi kostaði 1.750 þúsund krónur og dreifing 640 þúsund. Þá fékk almannatengslafyrirtækið Athygli 2,4 milljónir fyrir skrif og uppsetningu. Alls 4.790.000 krónur. Þá fengust þær upplýsingar hjá borginni að skrifstofa eigna- og atvinnuþróunar hafi látið vinna bæklinginn. Svipaður bæklingur hafi verið unninn í fyrra fyrir sama fund sem haldinn var á sama tíma og nú. Tímasetningin hafi verið ákveðin í vor og sömuleiðis kynningaruppleggið, þegar fátt benti til að gengið yrði til alþingiskosninga á árinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira