Tollgæslan á að vera með eftirlit þar sem þjófnaðurinn átti sér stað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. október 2017 19:00 Með ólíkindum þykir að tveimur mönnum hafi tekist um árabil að stela tollfrjálsum varningi á Keflavíkurflugvelli án þess að Tollgæslan hafi orðið þess vör og koma honum út fyrir öryggissvæðið. Mennirnir voru handteknir af lögreglunni á Suðurnesjum fyrr í mánuðinum eftir að upp komst um þjófnaðinn fyrir tilviljun. Þriðji maðurinn sem hefur aðkomu að málinu sá um að koma þýfinu í verð. Upp komst um athæfið við rýrnunareftirlit innan fyrirtækisins um miðjan júlí og var lögreglan kölluð til. Rannsókn hennar leiddi í ljós að starfsmennirnir höfðu lengi stundað þjófnað, einkum á nautalundum og lambakjöti, úr frystiklefa flugþjónustufyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu störfuðu tveir mannanna flugvélaþjónustu IGS á Keflavíkurflugvelli. Annar hafði starfa hjá fyrirtækinu í um ár en hinn töluvert lengur. Vegna starfa sinna höfðu þeir aðgang að inn á flugverndarsvæði flugvallarins og talið er að einhverjum tilfellum hafi nýtt ökutæki IGS til þess að koma þýfinu út fyrir. Vegna rannsóknar málsins skoðaði lögregla upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu og kom þar í ljós að mennirnir höfðu verið stórtækir við þjófnaðinn en þeir sáust bera kjöt úr frystigeymslum í kassavís. Annar þeirra hafði ný lokið við að stela þrjátíu kössum af kjöti þegar lögregla handtók hann. Húsleitir voru gerðar hjá starfsmönnunum og vitorðsmanni þeirra og fundust meðal annars átján sígarettukarton og 168 kíló og nautakjöti í frystigeymslum vitorðsmannsins. Lögreglan á Suðurnesjum telur málið upplýst en allir mennirnir hafa játað aðild sína. Ekki er vitað hversu miklu kjöti var stolið en samkvæmt upplýsingum er um að ræða umtalsverða fjármuni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð ekki öryggisrof á flugvernarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll vegna málsins þar sem enginn fór inn á svæðið sem ekki hafði heimild til þess á þeim tíma. Aðilar sem fréttastofa ræddi við í dag, og eru með starfsemi inni á svæðinu, segja það hreint ótrúlegt að þjófnaður sem þessi hafi staðið eins lengi og raun ber vitni en eftirlit með tollfrjálsum varningi á þessum svæði er í hönum Tollgæslunnar. Tengdar fréttir Þrír handteknir fyrir umfangsmikinn þjófnað á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. 24. október 2017 08:53 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Með ólíkindum þykir að tveimur mönnum hafi tekist um árabil að stela tollfrjálsum varningi á Keflavíkurflugvelli án þess að Tollgæslan hafi orðið þess vör og koma honum út fyrir öryggissvæðið. Mennirnir voru handteknir af lögreglunni á Suðurnesjum fyrr í mánuðinum eftir að upp komst um þjófnaðinn fyrir tilviljun. Þriðji maðurinn sem hefur aðkomu að málinu sá um að koma þýfinu í verð. Upp komst um athæfið við rýrnunareftirlit innan fyrirtækisins um miðjan júlí og var lögreglan kölluð til. Rannsókn hennar leiddi í ljós að starfsmennirnir höfðu lengi stundað þjófnað, einkum á nautalundum og lambakjöti, úr frystiklefa flugþjónustufyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu störfuðu tveir mannanna flugvélaþjónustu IGS á Keflavíkurflugvelli. Annar hafði starfa hjá fyrirtækinu í um ár en hinn töluvert lengur. Vegna starfa sinna höfðu þeir aðgang að inn á flugverndarsvæði flugvallarins og talið er að einhverjum tilfellum hafi nýtt ökutæki IGS til þess að koma þýfinu út fyrir. Vegna rannsóknar málsins skoðaði lögregla upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu og kom þar í ljós að mennirnir höfðu verið stórtækir við þjófnaðinn en þeir sáust bera kjöt úr frystigeymslum í kassavís. Annar þeirra hafði ný lokið við að stela þrjátíu kössum af kjöti þegar lögregla handtók hann. Húsleitir voru gerðar hjá starfsmönnunum og vitorðsmanni þeirra og fundust meðal annars átján sígarettukarton og 168 kíló og nautakjöti í frystigeymslum vitorðsmannsins. Lögreglan á Suðurnesjum telur málið upplýst en allir mennirnir hafa játað aðild sína. Ekki er vitað hversu miklu kjöti var stolið en samkvæmt upplýsingum er um að ræða umtalsverða fjármuni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð ekki öryggisrof á flugvernarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll vegna málsins þar sem enginn fór inn á svæðið sem ekki hafði heimild til þess á þeim tíma. Aðilar sem fréttastofa ræddi við í dag, og eru með starfsemi inni á svæðinu, segja það hreint ótrúlegt að þjófnaður sem þessi hafi staðið eins lengi og raun ber vitni en eftirlit með tollfrjálsum varningi á þessum svæði er í hönum Tollgæslunnar.
Tengdar fréttir Þrír handteknir fyrir umfangsmikinn þjófnað á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. 24. október 2017 08:53 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þrír handteknir fyrir umfangsmikinn þjófnað á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. 24. október 2017 08:53