Vinstri græn langstærst í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2017 00:00 Vinstri græn bæta við sig töluverðu fylgi í Reykjavíkurkjördæmunum síðan í síðustu Alþingiskosningum samkvæmt niðurstöðum könnunar 365 sem kynnt var í Kosningaþætti Stöðvar 2 í kvöld. Flokkurinn mælist með 30,1 prósent fylgi miðað við 19,3 prósent í fyrra. Oddvitar stjórnmálaflokkanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ræddu niðurstöður könnunarinnar í þætti kvöldsins. Könnun 365 byggir á þremur könnunum sem gerðar voru dagana 10., 16. og 23. október. Samkvæmt henni mælist Björt framtíð með 2,4 prósenta fylgi, Framsóknarflokkurinn með 3,6 prósent, Viðreisn með 5,4 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn með 18,7 prósent, Flokkur fólksins með 5,4 prósent, Miðflokkurinn með 7,2 prósent, Píratar með 13,1 prósent, Samfylkingin með 13,2 prósent og Vinstri hreyfingin grænt framboð með 30,1 prósent. Þeir sem ætla að skila auðu eða ekki að kjósa voru 7,3 prósent aðspurðra, óákveðnir voru 9,6 prósent og 12,8 prósent svöruðu ekki.Stöð 2Skin og skúrir „Við höfum lagt upp úr því að reka jákvæða og uppbyggilega baráttu og fyrst og fremst snýst hún um okkar áherslur og okkar mál. Við viljum stilla því þannig upp að það sé skýrt hverjir valkostirnir eru, að við séum að tala um möguleika á því að snúa við blaðinu á Íslandi,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður, í þætti kvöldsins. Hún var að vonum ánægð með niðurstöðurnar er flokkurinn fer úr 19,3 prósentum í Reykjavíkurkjördæmunum í síðustu Alþingiskosningum og upp í 30,1 prósent. Björt framtíð mældist með 2,4 prósent fylgi í könnun 365 en Óttarr Proppé, formaður flokksins, sagði tölurnar vissulega ekki gleðilegar. Niðurstöðurnar sagði hann enn fremur geta skrifast á afstöðu flokksins til fjárstyrkja frá fyrirtækjum. „En þær koma heldur ekki kannski alveg á óvart miðað við það sem við höfum verið að sjá. Við í Bjartri framtíð höfum kannski dálítið orðið undir í kosningabaráttunni, eða það er að segja, við höfum neitað okkur um það að taka við styrkjum frá fyrirtækjum þannig að við höfum ekki auglýst okkur upp eins og margir hafa gert.“ Framsókn og Viðreisn upplitsdjörfÞá var Lilja Alfreðsdóttir, oddviti Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi suður, upplitsdjörf þrátt fyrir slakar niðurstöður í könnun kvöldsins. „Ég get sagt þér það líka að á kjördag í síðustu kosningum var Reykjavík suður að mælast með 4 prósent og við enduðum vel yfir 7 prósentum og vorum inni,“ sagði Lilja sem sagðist hafa fundið fyrir miklum meðbyr í Reykjavík. Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, sagði flokkinn telja sig eiga mikið inni fyrir kosningar á laugardag. Viðreisn mældist með 5,4 prósent fylgi í Reykjavík en fékk 12,2 prósent atkvæða í Alþingiskosningunum 2016. „Við horfum mjög björtum augum á kosningarnar á laugardag.“Lilja Alfreðsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Þorsteinn Víglundsson og Svandís Svavarsdóttir voru á meðal gesta Heimis Más í Kosningaþætti Stöðvar 2 í kvöld.Vísir/SkjáskotUggandi yfir meirihlutanumÞá var Sigríður Á. Andersen, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður, óánægð með niðurstöðurnar, ekki síst vegna þeirra flokka - annarra en Sjálfstæðisflokksins - sem mældust í stærstir í kjördæmunum. „Það sem hins vegar ég sé, ef þetta yrði niðurstaðan, að það myndi fjölga þingmönnum Reykvíkinga á þingi sem hafa hug á að stjórna hér landinu eins og Reykjavík er stjórnað. Og mér líst, sem Reykvíkingi og þingmanni Reykvíkinga, afar illa á það,“ sagði Sigríður og vísaði þar til Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna sem mældust með rúman meirihluta í könnuninni. Þessum ummælum Sigríðar var Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík norður, sammála en hún taldi fylgi hins nýja flokks ásættanlegt í 7,2 prósentum. Traust, trúverðugleiki og ungt fólk„Ég held að þetta snúist bara um traust og trúverðugleika,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, en henni þóttu niðurstöður kosninganna gleðilegar. Samfylkingin bætti þar við sig töluverðu fylgi úr síðustu Alþingiskosningum, fór úr 5,4 prósentum og upp í 13,2. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður, sagði flokkinn myndu leggja áherlsu á að ná til ungs fólks síðustu dagana fyrir kosningar. „Við veljum ungt fólk til áhrifa,“ sagði Þórhildur Sunna. Píratar töpuðu nokkru fylgi miðað við niðurstöður könnunarinnar, fóru úr 18,2 prósentum og niður í 13,1. Kosningaþátt Stöðvar 2, sem sýndur var í kvöld, má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fulltrúar allra flokka sem eru á þingi í dag, ásamt þeim flokkum sem mælst hafa yfir fimm prósentum í könnunum, mættu í kosningaþátt kvöldsins en stjórnandi var Heimir Már Pétursson. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. 23. október 2017 16:41 Trúir ekki að rödd Bjartrar framtíðar þagni Það er á brattann að sækja fyrir Bjarta framtíð næstu daga því flokkurinn mældist með einungis 1,8 prósent fylgi og þarf þannig að þrefalda fylgi sitt á næstu fimm dögum ef hann á ekki að þurrkast af þingi. 23. október 2017 20:57 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Sjá meira
Vinstri græn bæta við sig töluverðu fylgi í Reykjavíkurkjördæmunum síðan í síðustu Alþingiskosningum samkvæmt niðurstöðum könnunar 365 sem kynnt var í Kosningaþætti Stöðvar 2 í kvöld. Flokkurinn mælist með 30,1 prósent fylgi miðað við 19,3 prósent í fyrra. Oddvitar stjórnmálaflokkanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ræddu niðurstöður könnunarinnar í þætti kvöldsins. Könnun 365 byggir á þremur könnunum sem gerðar voru dagana 10., 16. og 23. október. Samkvæmt henni mælist Björt framtíð með 2,4 prósenta fylgi, Framsóknarflokkurinn með 3,6 prósent, Viðreisn með 5,4 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn með 18,7 prósent, Flokkur fólksins með 5,4 prósent, Miðflokkurinn með 7,2 prósent, Píratar með 13,1 prósent, Samfylkingin með 13,2 prósent og Vinstri hreyfingin grænt framboð með 30,1 prósent. Þeir sem ætla að skila auðu eða ekki að kjósa voru 7,3 prósent aðspurðra, óákveðnir voru 9,6 prósent og 12,8 prósent svöruðu ekki.Stöð 2Skin og skúrir „Við höfum lagt upp úr því að reka jákvæða og uppbyggilega baráttu og fyrst og fremst snýst hún um okkar áherslur og okkar mál. Við viljum stilla því þannig upp að það sé skýrt hverjir valkostirnir eru, að við séum að tala um möguleika á því að snúa við blaðinu á Íslandi,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður, í þætti kvöldsins. Hún var að vonum ánægð með niðurstöðurnar er flokkurinn fer úr 19,3 prósentum í Reykjavíkurkjördæmunum í síðustu Alþingiskosningum og upp í 30,1 prósent. Björt framtíð mældist með 2,4 prósent fylgi í könnun 365 en Óttarr Proppé, formaður flokksins, sagði tölurnar vissulega ekki gleðilegar. Niðurstöðurnar sagði hann enn fremur geta skrifast á afstöðu flokksins til fjárstyrkja frá fyrirtækjum. „En þær koma heldur ekki kannski alveg á óvart miðað við það sem við höfum verið að sjá. Við í Bjartri framtíð höfum kannski dálítið orðið undir í kosningabaráttunni, eða það er að segja, við höfum neitað okkur um það að taka við styrkjum frá fyrirtækjum þannig að við höfum ekki auglýst okkur upp eins og margir hafa gert.“ Framsókn og Viðreisn upplitsdjörfÞá var Lilja Alfreðsdóttir, oddviti Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi suður, upplitsdjörf þrátt fyrir slakar niðurstöður í könnun kvöldsins. „Ég get sagt þér það líka að á kjördag í síðustu kosningum var Reykjavík suður að mælast með 4 prósent og við enduðum vel yfir 7 prósentum og vorum inni,“ sagði Lilja sem sagðist hafa fundið fyrir miklum meðbyr í Reykjavík. Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, sagði flokkinn telja sig eiga mikið inni fyrir kosningar á laugardag. Viðreisn mældist með 5,4 prósent fylgi í Reykjavík en fékk 12,2 prósent atkvæða í Alþingiskosningunum 2016. „Við horfum mjög björtum augum á kosningarnar á laugardag.“Lilja Alfreðsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Þorsteinn Víglundsson og Svandís Svavarsdóttir voru á meðal gesta Heimis Más í Kosningaþætti Stöðvar 2 í kvöld.Vísir/SkjáskotUggandi yfir meirihlutanumÞá var Sigríður Á. Andersen, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður, óánægð með niðurstöðurnar, ekki síst vegna þeirra flokka - annarra en Sjálfstæðisflokksins - sem mældust í stærstir í kjördæmunum. „Það sem hins vegar ég sé, ef þetta yrði niðurstaðan, að það myndi fjölga þingmönnum Reykvíkinga á þingi sem hafa hug á að stjórna hér landinu eins og Reykjavík er stjórnað. Og mér líst, sem Reykvíkingi og þingmanni Reykvíkinga, afar illa á það,“ sagði Sigríður og vísaði þar til Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna sem mældust með rúman meirihluta í könnuninni. Þessum ummælum Sigríðar var Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík norður, sammála en hún taldi fylgi hins nýja flokks ásættanlegt í 7,2 prósentum. Traust, trúverðugleiki og ungt fólk„Ég held að þetta snúist bara um traust og trúverðugleika,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, en henni þóttu niðurstöður kosninganna gleðilegar. Samfylkingin bætti þar við sig töluverðu fylgi úr síðustu Alþingiskosningum, fór úr 5,4 prósentum og upp í 13,2. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður, sagði flokkinn myndu leggja áherlsu á að ná til ungs fólks síðustu dagana fyrir kosningar. „Við veljum ungt fólk til áhrifa,“ sagði Þórhildur Sunna. Píratar töpuðu nokkru fylgi miðað við niðurstöður könnunarinnar, fóru úr 18,2 prósentum og niður í 13,1. Kosningaþátt Stöðvar 2, sem sýndur var í kvöld, má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fulltrúar allra flokka sem eru á þingi í dag, ásamt þeim flokkum sem mælst hafa yfir fimm prósentum í könnunum, mættu í kosningaþátt kvöldsins en stjórnandi var Heimir Már Pétursson.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. 23. október 2017 16:41 Trúir ekki að rödd Bjartrar framtíðar þagni Það er á brattann að sækja fyrir Bjarta framtíð næstu daga því flokkurinn mældist með einungis 1,8 prósent fylgi og þarf þannig að þrefalda fylgi sitt á næstu fimm dögum ef hann á ekki að þurrkast af þingi. 23. október 2017 20:57 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. 23. október 2017 16:41
Trúir ekki að rödd Bjartrar framtíðar þagni Það er á brattann að sækja fyrir Bjarta framtíð næstu daga því flokkurinn mældist með einungis 1,8 prósent fylgi og þarf þannig að þrefalda fylgi sitt á næstu fimm dögum ef hann á ekki að þurrkast af þingi. 23. október 2017 20:57