Útrýma einbreiðum brúm og stytta hringveginn í Öræfum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2017 20:48 Séð frá Skeiðarárbrú til Öræfajökuls. Núverandi hringvegur beygir til vinstri til Skaftafells en áformað er að nýr vegarkafli beygi til hægri. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Átak er að hefjast við að útrýma einbreiðum brúm í Öræfasveit. Vegagerðin hyggst nýta tækifærið og stytta hringveginn um fimm kílómetra framhjá Skaftafelli. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Reyni Gunnarsson, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Höfn. Með ört vaxandi umferð ferðamanna hafa einbreiðu brýrnar í Öræfasveit sýnt sig að vera með þeim hættulegri á hringveginum og kostað nokkur alvarleg slys á undanförnum árum, þar á meðal banaslys. Og nú ætlar Vegagerðin að fara að bæta úr.Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er fyrirhugað að byrja á Hólá og Stigá í haust, í nóvember. Þær verða kláraðar næsta vor. Og jafnvel svo áfram eitthvað. Það er ekki endanlega búið að ákveða hverjar verða teknar næst,“ segir Reynir. Einbreiðu brýrnar í Öræfasveit eru samtals átta talsins. Fjórar þeirra vill Vegagerðin gera hættuminni með því leggja hringveginn einfaldlega framhjá þeim, með nýrri leið sem lægi frá gömlu Skeiðarárbrúnni, og suður fyrir Svínafell og bæta síðan umferðaröryggi enn frekar með því að færa veginn fjær Sandfelli, þar sem hættulegustu vindhviðurnar verða í Öræfum.Hér má sjá hugmyndir um hvernig ný veglína gæti legið. Tekið skal fram að vegstæði hefur ekki verið ákveðið.Grafík/Stöð 2.Rekstrarstjóri Vegagerðarinnar telur þetta vegstæði mun betra. Bæði sé betra veðurfar þar og stytting vegarins mikil.Einbreiðu brýrnar í Öræfasveit hafa með vaxandi umferð sýnt sig að vera með þeim hættulegri á landinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Breytingin þýddi að hringvegurinn færðist fjær Skaftafelli. Fyrir þá sem ekki eiga beinlínis leið í þjóðgarðsmiðstöðina fengist stytting á hringveginum sem verulega munar um, eða um 5-6 kílómetra. En hvenær gæti lagning þessa nýja vegarkafla hafist? „Nú er þetta ekki komið endanlega inn á vegaáætlun. En það eru ábyggilega ekki mörg ár í þetta. Það eru lélegar brýr þarna margar og það er orðið brýnt að fara í þetta,“ segir Reynir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Átak er að hefjast við að útrýma einbreiðum brúm í Öræfasveit. Vegagerðin hyggst nýta tækifærið og stytta hringveginn um fimm kílómetra framhjá Skaftafelli. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Reyni Gunnarsson, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Höfn. Með ört vaxandi umferð ferðamanna hafa einbreiðu brýrnar í Öræfasveit sýnt sig að vera með þeim hættulegri á hringveginum og kostað nokkur alvarleg slys á undanförnum árum, þar á meðal banaslys. Og nú ætlar Vegagerðin að fara að bæta úr.Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er fyrirhugað að byrja á Hólá og Stigá í haust, í nóvember. Þær verða kláraðar næsta vor. Og jafnvel svo áfram eitthvað. Það er ekki endanlega búið að ákveða hverjar verða teknar næst,“ segir Reynir. Einbreiðu brýrnar í Öræfasveit eru samtals átta talsins. Fjórar þeirra vill Vegagerðin gera hættuminni með því leggja hringveginn einfaldlega framhjá þeim, með nýrri leið sem lægi frá gömlu Skeiðarárbrúnni, og suður fyrir Svínafell og bæta síðan umferðaröryggi enn frekar með því að færa veginn fjær Sandfelli, þar sem hættulegustu vindhviðurnar verða í Öræfum.Hér má sjá hugmyndir um hvernig ný veglína gæti legið. Tekið skal fram að vegstæði hefur ekki verið ákveðið.Grafík/Stöð 2.Rekstrarstjóri Vegagerðarinnar telur þetta vegstæði mun betra. Bæði sé betra veðurfar þar og stytting vegarins mikil.Einbreiðu brýrnar í Öræfasveit hafa með vaxandi umferð sýnt sig að vera með þeim hættulegri á landinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Breytingin þýddi að hringvegurinn færðist fjær Skaftafelli. Fyrir þá sem ekki eiga beinlínis leið í þjóðgarðsmiðstöðina fengist stytting á hringveginum sem verulega munar um, eða um 5-6 kílómetra. En hvenær gæti lagning þessa nýja vegarkafla hafist? „Nú er þetta ekki komið endanlega inn á vegaáætlun. En það eru ábyggilega ekki mörg ár í þetta. Það eru lélegar brýr þarna margar og það er orðið brýnt að fara í þetta,“ segir Reynir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00
Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30