Útrýma einbreiðum brúm og stytta hringveginn í Öræfum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2017 20:48 Séð frá Skeiðarárbrú til Öræfajökuls. Núverandi hringvegur beygir til vinstri til Skaftafells en áformað er að nýr vegarkafli beygi til hægri. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Átak er að hefjast við að útrýma einbreiðum brúm í Öræfasveit. Vegagerðin hyggst nýta tækifærið og stytta hringveginn um fimm kílómetra framhjá Skaftafelli. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Reyni Gunnarsson, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Höfn. Með ört vaxandi umferð ferðamanna hafa einbreiðu brýrnar í Öræfasveit sýnt sig að vera með þeim hættulegri á hringveginum og kostað nokkur alvarleg slys á undanförnum árum, þar á meðal banaslys. Og nú ætlar Vegagerðin að fara að bæta úr.Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er fyrirhugað að byrja á Hólá og Stigá í haust, í nóvember. Þær verða kláraðar næsta vor. Og jafnvel svo áfram eitthvað. Það er ekki endanlega búið að ákveða hverjar verða teknar næst,“ segir Reynir. Einbreiðu brýrnar í Öræfasveit eru samtals átta talsins. Fjórar þeirra vill Vegagerðin gera hættuminni með því leggja hringveginn einfaldlega framhjá þeim, með nýrri leið sem lægi frá gömlu Skeiðarárbrúnni, og suður fyrir Svínafell og bæta síðan umferðaröryggi enn frekar með því að færa veginn fjær Sandfelli, þar sem hættulegustu vindhviðurnar verða í Öræfum.Hér má sjá hugmyndir um hvernig ný veglína gæti legið. Tekið skal fram að vegstæði hefur ekki verið ákveðið.Grafík/Stöð 2.Rekstrarstjóri Vegagerðarinnar telur þetta vegstæði mun betra. Bæði sé betra veðurfar þar og stytting vegarins mikil.Einbreiðu brýrnar í Öræfasveit hafa með vaxandi umferð sýnt sig að vera með þeim hættulegri á landinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Breytingin þýddi að hringvegurinn færðist fjær Skaftafelli. Fyrir þá sem ekki eiga beinlínis leið í þjóðgarðsmiðstöðina fengist stytting á hringveginum sem verulega munar um, eða um 5-6 kílómetra. En hvenær gæti lagning þessa nýja vegarkafla hafist? „Nú er þetta ekki komið endanlega inn á vegaáætlun. En það eru ábyggilega ekki mörg ár í þetta. Það eru lélegar brýr þarna margar og það er orðið brýnt að fara í þetta,“ segir Reynir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Átak er að hefjast við að útrýma einbreiðum brúm í Öræfasveit. Vegagerðin hyggst nýta tækifærið og stytta hringveginn um fimm kílómetra framhjá Skaftafelli. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Reyni Gunnarsson, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Höfn. Með ört vaxandi umferð ferðamanna hafa einbreiðu brýrnar í Öræfasveit sýnt sig að vera með þeim hættulegri á hringveginum og kostað nokkur alvarleg slys á undanförnum árum, þar á meðal banaslys. Og nú ætlar Vegagerðin að fara að bæta úr.Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er fyrirhugað að byrja á Hólá og Stigá í haust, í nóvember. Þær verða kláraðar næsta vor. Og jafnvel svo áfram eitthvað. Það er ekki endanlega búið að ákveða hverjar verða teknar næst,“ segir Reynir. Einbreiðu brýrnar í Öræfasveit eru samtals átta talsins. Fjórar þeirra vill Vegagerðin gera hættuminni með því leggja hringveginn einfaldlega framhjá þeim, með nýrri leið sem lægi frá gömlu Skeiðarárbrúnni, og suður fyrir Svínafell og bæta síðan umferðaröryggi enn frekar með því að færa veginn fjær Sandfelli, þar sem hættulegustu vindhviðurnar verða í Öræfum.Hér má sjá hugmyndir um hvernig ný veglína gæti legið. Tekið skal fram að vegstæði hefur ekki verið ákveðið.Grafík/Stöð 2.Rekstrarstjóri Vegagerðarinnar telur þetta vegstæði mun betra. Bæði sé betra veðurfar þar og stytting vegarins mikil.Einbreiðu brýrnar í Öræfasveit hafa með vaxandi umferð sýnt sig að vera með þeim hættulegri á landinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Breytingin þýddi að hringvegurinn færðist fjær Skaftafelli. Fyrir þá sem ekki eiga beinlínis leið í þjóðgarðsmiðstöðina fengist stytting á hringveginum sem verulega munar um, eða um 5-6 kílómetra. En hvenær gæti lagning þessa nýja vegarkafla hafist? „Nú er þetta ekki komið endanlega inn á vegaáætlun. En það eru ábyggilega ekki mörg ár í þetta. Það eru lélegar brýr þarna margar og það er orðið brýnt að fara í þetta,“ segir Reynir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00
Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30