Lífið

Bein útsending: Hæfileikakeppni stjórnmálamanna í Stúdentakjallaranum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá hæfileikakeppninni í fyrra.
Frá hæfileikakeppninni í fyrra. vísir/eyþór
Annað árið í röð hafa stúdentar við HÍ ákveðið að blása til Hæfileikakeppni stjórnmálamanna en tilefnið eru þingkosningarnar sem verða á laugardaginn.

Keppnin fer fram í Stúdentakjallaranum í kvöld og hefst klukkan 20 en í tilkynningu frá Stúdentakjallaranum segir að stjórnmálamenn hafi listrænt frelsi og allt sé leyfilegt nema hefðbundnar kosningaræður sem eru með öllu óheimilaðar.

„Öll framboð hafa nú þegar þegið heimboðið og hyggjast taka sér hvíld frá hefðbundnu amstri og leiðindum í aðdraganda kosninganna. Munu þau tala til stúdenta í tónum, með gamanmáli, leik eða söng. Salurinn fer með dómsvald, um beint lýðræði er að ræða og háværasta klappið tryggja sigur. Reiknað er með að sigur um kvöldið gefi sterka vísbendingu um niðurstöður kosninganna og því til mikils að vinna,“ segir í tilkynningunni.

Fylgjast má með beinni útsendingu frá keppninni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×