Erlendir fjölmiðlar: Íslendingar ganga til kosninga eftir röð skandala Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2017 16:00 Það var kátt á hjalla í gær hjá fulltrúum þeirra flokka sem bjóða fram á landsvísu. Vísir/Ernir „Efnahagurinn gæti trompað pólitísk hneykslismál“ eru upphafsorð umfjöllunar Bloomberg um alþingiskosningarnar hér á landi sem haldnar verða á morgun. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um kosningarnar og beina þeir flestir augum að málinu sem felldi ríkisstjórnina, uppreist æru, sem og fréttaflutningi af fjármálum forsætisráðherra í aðdraganda hrunsins.Í frétt Bloomberg er einblínt á stöðu Sjálfstæðisflokksins og Bjarna Benediktssonar, formanns hans. Þar segir að staða hans hafi verið þröng fyrir rúmlega mánuði síðan eftir að ríkisstjórn hans féll þegar kom í ljós að faðir Bjarna hafði ritað meðmæli með umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar dæmds kynferðisbrotamanns, um uppreist æru. Þar segir einnig að takist Sjálfstæðisflokknum að standa uppi sem sigurvegari kosninganna flokkist sé hægt að flokka það sem ótrúlega endurkomu, í ljósi þess að Vinstri græn hafi leitt skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna.Bankahrunið enn að hafa á áhrif á stjórnmálinBreski fjölmiðillinn The Guardian vekur athygli á því að á Íslandi sé verið að kjósa á annað sinn á innan við ári og í þetta sinn eftir röð hneykslismála. Fall ríkisstjórnarinnar er reifað sem og viðskipti Bjarna og fjölskyldu hans við Glitni í aðdraganda bankahrunsins, en breska blaðið hefur fjallað ítarlega um það mál. Þá er lögbann Glitnis á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af sama máli einnig stuttlega reifað og segir að kosningarnar séu haldnar í skugga þessara þriggja mála. Þar segir að þrátt fyrir þetta sé Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi í aðdraganda kosninganna en að Vinstri græn, sem hafi að mestu leyti komið í stað Samfylkingarinnar, fylgi þar fast á eftir. Vakin er athygli á því að minnst sex aðrir flokkar geti einnig tekið sæti á Alþingi sem muni auka líkur á stjórnarkreppu. Þessi mögulegi fjöldi flokka endurspeglar að mati blaðamanns Guardian vantraust Íslendinga á stjórnmálamönnum og að íbúar landsins hafi fengið sig fullsadda á spillingu innan raða stjórnmála- og viðskiptamanna.Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ræðir við Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi.Vísir/VilhelmTorfæra framundan að mati Financial TimesFinancial Times í Bretlandi gerir kosningarnar einnig að viðfangsefni sínu. Þar segir að þrátt fyrir enn eitt hneykslismálið á Íslandi muni það líklega hafa sem lítil sem engin áhrif á stöðu Bjarna Benediktssonar. Er þar vitnað til að nafn Bjarna Benediktssonar mátti finna í Panama-skjölunum, fréttaflutnings af viðskiptum hans og fjölskyldu hans við Glitni í aðdraganda hrunsins, sem og meðmælabréf föður hans í máli Hjalta Sigurjóns. Er talið líklegt að þrátt fyrir sókn Vinstri grænna muni Bjarni að öllum líkindum fá stjórnarmyndunarumboðið. Ekki sé þó hægt að útiloka, miðað við skoðanakannanir, að kjósa þurfi aftur innan tíðar, til að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Er einnig vikið að stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Miðflokksins, þar sem segir að Bjarni sé ekki eini stjórnmálamaðurinn sem gangi vel þrátt fyrir hafa þurft að standa af sér hneykslismál. Þar segir að rekja megi árangur Sigmundar Davíðs til popúlískrar stefnu í bankamálum og málefnum innflytjenda. Þar segir einnig að að miðað við fjölda flokka sem útlit sé fyrir að muni taka sæti á Alþingi sé torfær vegur fram undan fyrir íslenska stjórnmálamenn. Kosningar 2017 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
„Efnahagurinn gæti trompað pólitísk hneykslismál“ eru upphafsorð umfjöllunar Bloomberg um alþingiskosningarnar hér á landi sem haldnar verða á morgun. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um kosningarnar og beina þeir flestir augum að málinu sem felldi ríkisstjórnina, uppreist æru, sem og fréttaflutningi af fjármálum forsætisráðherra í aðdraganda hrunsins.Í frétt Bloomberg er einblínt á stöðu Sjálfstæðisflokksins og Bjarna Benediktssonar, formanns hans. Þar segir að staða hans hafi verið þröng fyrir rúmlega mánuði síðan eftir að ríkisstjórn hans féll þegar kom í ljós að faðir Bjarna hafði ritað meðmæli með umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar dæmds kynferðisbrotamanns, um uppreist æru. Þar segir einnig að takist Sjálfstæðisflokknum að standa uppi sem sigurvegari kosninganna flokkist sé hægt að flokka það sem ótrúlega endurkomu, í ljósi þess að Vinstri græn hafi leitt skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna.Bankahrunið enn að hafa á áhrif á stjórnmálinBreski fjölmiðillinn The Guardian vekur athygli á því að á Íslandi sé verið að kjósa á annað sinn á innan við ári og í þetta sinn eftir röð hneykslismála. Fall ríkisstjórnarinnar er reifað sem og viðskipti Bjarna og fjölskyldu hans við Glitni í aðdraganda bankahrunsins, en breska blaðið hefur fjallað ítarlega um það mál. Þá er lögbann Glitnis á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af sama máli einnig stuttlega reifað og segir að kosningarnar séu haldnar í skugga þessara þriggja mála. Þar segir að þrátt fyrir þetta sé Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi í aðdraganda kosninganna en að Vinstri græn, sem hafi að mestu leyti komið í stað Samfylkingarinnar, fylgi þar fast á eftir. Vakin er athygli á því að minnst sex aðrir flokkar geti einnig tekið sæti á Alþingi sem muni auka líkur á stjórnarkreppu. Þessi mögulegi fjöldi flokka endurspeglar að mati blaðamanns Guardian vantraust Íslendinga á stjórnmálamönnum og að íbúar landsins hafi fengið sig fullsadda á spillingu innan raða stjórnmála- og viðskiptamanna.Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ræðir við Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi.Vísir/VilhelmTorfæra framundan að mati Financial TimesFinancial Times í Bretlandi gerir kosningarnar einnig að viðfangsefni sínu. Þar segir að þrátt fyrir enn eitt hneykslismálið á Íslandi muni það líklega hafa sem lítil sem engin áhrif á stöðu Bjarna Benediktssonar. Er þar vitnað til að nafn Bjarna Benediktssonar mátti finna í Panama-skjölunum, fréttaflutnings af viðskiptum hans og fjölskyldu hans við Glitni í aðdraganda hrunsins, sem og meðmælabréf föður hans í máli Hjalta Sigurjóns. Er talið líklegt að þrátt fyrir sókn Vinstri grænna muni Bjarni að öllum líkindum fá stjórnarmyndunarumboðið. Ekki sé þó hægt að útiloka, miðað við skoðanakannanir, að kjósa þurfi aftur innan tíðar, til að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Er einnig vikið að stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Miðflokksins, þar sem segir að Bjarni sé ekki eini stjórnmálamaðurinn sem gangi vel þrátt fyrir hafa þurft að standa af sér hneykslismál. Þar segir að rekja megi árangur Sigmundar Davíðs til popúlískrar stefnu í bankamálum og málefnum innflytjenda. Þar segir einnig að að miðað við fjölda flokka sem útlit sé fyrir að muni taka sæti á Alþingi sé torfær vegur fram undan fyrir íslenska stjórnmálamenn.
Kosningar 2017 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira