Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn með rúmt forskot á aðra flokka

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjórðungurlandsmanna segist ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Fjórðungurlandsmanna segist ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. vísir/friðrik þór
Sjálfstæðisflokkurinn er með átta prósentustiga forskot á Vinstri græna samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn mælist með 25,3 prósent fylgi. RÚV greinir frá.

Þar á eftir koma Vinstri græn með 17,3 prósent fylgi. Flokkurinn tapar nokkru fylgi frá síðasta Þjóðarpúlsi Gallup en þá mældust Vinstri græn með 23,3 prósent fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn bætir hins vegar við sig fylgi en hann mældist síðast með 22,6 prósent.

Samfylkingin mælist með 15,5 prósent fylgi og yrði þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Miðflokkurinn mælist með 9,7 prósent fylgi og vart má sjá á milli Pírata og Framsóknarflokksins sem mælast með 9 og 8,9 prósent fylgi. Viðreisn er með 8,2 fylgi samkvæmt könnunni.

Eru þetta einu flokkarnir sem myndu ná mönnum inn á þing miðað við könnunina en Flokkur fólksins er ekki langt undan með 4 prósent fylgi. Björt framtíð mælist aðeins með 1,5 prósent fylgi, Alþýðufylkingin með 0,6 prósent fylgi og Dögun 0,1 prósent fylgi.

Könnunin er net- og símakönnun og var framkvæmd dagana 23.- og 27. október. Heildarúrtaksstærð var 3.848 manns 18 ára eða eldri. Þátttökuhlutfall var 55 prósent.


Tengdar fréttir

Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu

Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing.

Fylgið sækir sterkt ýmist til hægri eða vinstri

Miðflokkurinn tekur nærri því jafn mikið fylgi af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki en mun minna frá öðrum flokkum samkvæmt könnun Stöðvar tvö, Fréttablaðsins og Vísis.

Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×