Skírði karakterana eftir kennurum sonarins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. október 2017 10:15 Í leikskólanum Jörfa. Bergljót Jóhannsdóttir leikskólastjóri bíður eftir að taka við fyrsta eintakinu frá Ástu Rún. Mynd/Anna Lea „Mér líður vel yfir að hafa náð að unga út þessari bók. Er eiginlega í skýjunum,“ segir Ásta Rún Valgerðardóttir sálfræðingur um fyrstu bók sína, Fjölskyldan mín. Hún kveðst hafa gengið með efnið í kollinum frekar lengi. „Þegar ég var ólétt fyrir þremur árum fór ég að svipast um eftir barnabókum um margvísleg fjölskyldumynstur en fann engar, svo fæddist sonurinn og var mjög erfitt ungabarn svo þá varð lítill tími til skrifta. En um hver áramót setjumst við niður, ég og konan mín, lítum yfir árið sem er að baki og setjum okkur markmið fyrir það næsta. Um síðustu áramót hvatti hún mig til að byrja á þessu verkefni sem ég var oft búin að tala um, þannig ég byrjaði bara í janúar á þessu ári en hafði mótað efnið í huganum áður. Svo fékk ég gott fólk til að lesa yfir og koma með ábendingar, til dæmis samkynhneigða kunningja mína sem eiga börn, systur mína leikskólakennarann, vinkonu mína barnasálfræðinginn og systur hennar sem er kennari í barnabókmenntum. Handritið tók því miklum breytingum áður en ég fór með það til Sölku sem gefur bókina út.“ Lára Garðarsdóttir myndskreytti bókina og Ásta Rún er ánægð með hennar þátt. „Lára er myndhöfundur og gerir hlutina með sínum stíl. Það var ótrúlega gaman að sjá hvernig allt lifnaði við.“ Bókin Fjölskyldan mín fer í alla leikskóla landsins, hvað kemur til? „Samfélagssjóður Valitors veitti okkur styrk sem dugði til að gefa bókina í alla leikskólana, rúmlega 250 talsins.“ Sonur Ástu Rúnar er á leikskólanum Jörfa og er eina barnið þar sem á samkynhneigða foreldra, að sögn móðurinnar. „En þar eru börn sem eiga foreldra frá öðrum löndum og börn sem eiga foreldra sem hafa skilið svo þar er fjölbreytileiki eins og annars staðar,“ lýsir Ásta Rún sem afhenti fyrsta eintak bókarinnar í Jörfa og las fyrir krakkana. „Leikskólakennararnir þar sjá um barnið mitt allan daginn og í þakklætisskyni ákvað ég að heiðra þá með því að skíra karaktera bókarinnar eftir þeim.“ Bókmenntir Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Mér líður vel yfir að hafa náð að unga út þessari bók. Er eiginlega í skýjunum,“ segir Ásta Rún Valgerðardóttir sálfræðingur um fyrstu bók sína, Fjölskyldan mín. Hún kveðst hafa gengið með efnið í kollinum frekar lengi. „Þegar ég var ólétt fyrir þremur árum fór ég að svipast um eftir barnabókum um margvísleg fjölskyldumynstur en fann engar, svo fæddist sonurinn og var mjög erfitt ungabarn svo þá varð lítill tími til skrifta. En um hver áramót setjumst við niður, ég og konan mín, lítum yfir árið sem er að baki og setjum okkur markmið fyrir það næsta. Um síðustu áramót hvatti hún mig til að byrja á þessu verkefni sem ég var oft búin að tala um, þannig ég byrjaði bara í janúar á þessu ári en hafði mótað efnið í huganum áður. Svo fékk ég gott fólk til að lesa yfir og koma með ábendingar, til dæmis samkynhneigða kunningja mína sem eiga börn, systur mína leikskólakennarann, vinkonu mína barnasálfræðinginn og systur hennar sem er kennari í barnabókmenntum. Handritið tók því miklum breytingum áður en ég fór með það til Sölku sem gefur bókina út.“ Lára Garðarsdóttir myndskreytti bókina og Ásta Rún er ánægð með hennar þátt. „Lára er myndhöfundur og gerir hlutina með sínum stíl. Það var ótrúlega gaman að sjá hvernig allt lifnaði við.“ Bókin Fjölskyldan mín fer í alla leikskóla landsins, hvað kemur til? „Samfélagssjóður Valitors veitti okkur styrk sem dugði til að gefa bókina í alla leikskólana, rúmlega 250 talsins.“ Sonur Ástu Rúnar er á leikskólanum Jörfa og er eina barnið þar sem á samkynhneigða foreldra, að sögn móðurinnar. „En þar eru börn sem eiga foreldra frá öðrum löndum og börn sem eiga foreldra sem hafa skilið svo þar er fjölbreytileiki eins og annars staðar,“ lýsir Ásta Rún sem afhenti fyrsta eintak bókarinnar í Jörfa og las fyrir krakkana. „Leikskólakennararnir þar sjá um barnið mitt allan daginn og í þakklætisskyni ákvað ég að heiðra þá með því að skíra karaktera bókarinnar eftir þeim.“
Bókmenntir Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira