Hugsa sig tvisvar um áður en þeir sópa málum undir teppið Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2017 21:03 Fulltrúar níu flokka tóku þátt í umræðun á RÚV í kvöld. vísir/garðar Ákvörðun Bjatrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu var rétt jafnvel þó að hún kæmi flokknum ekki vel. Vegna hennar muni ráðherrar framtíðarinnar hugsa sig tvisvar um áður en þeir sópa málum undir teppið í þágu flokks eða sjálfs síns. Þetta sagði Björt Ólafsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar í leiðtogaumræðum RÚV í kvöld. Í síðustu leiðtogaumræðunum RÚV fyrir þingkosningarnar á morgun fullyrti Björt að það hafi verið til marks um mikinn styrk og hugrekki af hálfu Bjartrar framtíðar að láta kynferðisbrot og leyndarhyggju ekki mæta afgangi þegar flokkurinn tók ákvörðun um að sprengja ríkisstjórnina vegna málefna sem tengjast uppreist æru í síðasta mánuði. Áður hafði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagt að landsmenn stæðu frammi þeirri óvenjulegu stöðu að ekki væri möguleiki á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar eftir kosningar í ljósi síðustu skoðanakannanna. Benti hann á að engin þriggja flokka ríkisstjórn hefði haldið út kjörtímabil. Gaf Bjarni jafnframt í skyn að Björt framtíð hefði glímt við innri veikleika. Almennt teldi hann að flokkar sem kæmust um á þing með litlu fylgi og mældust lengi með undir 5% í könnunum stæðu veikt í stjórnarsamstarfi. Þessu hafnaði Björt algerlega og varði ákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta stjórnarsamstarfinu. Þrátt fyrir að flokksmenn hefðu vitað að þeir væru að gefa frá sér völd hafi þeir tekið sína ákvörðun og breytt stjórnmálunum. „Næst þegar þeir ætla í ríkisstjórn eða í sínum ráðuneytum að reyna að sópa erfiðum málum fyrir sig og sinn flokk undir teppið þá hugsa þeir sig tvisvar um af því að hverjar verða afleiðingarnar? Ef að flokkur eins og Björt framtíð er á þingi eða ríkisstjórn þá er alveg á hreinu að við myndum aftur breyta þannig að við myndum slíta ríkisstjórn út af því að það var rétt ákvörðun. Hún var ekki veik, hún var rosalega hugrökk og sterk,“ sagði Björt.Togstreita á milli vinstri og hægri Umræðurnar einkenndust af verulegu leyti af togstreitu á milli vinstri og hægri. Logi Einarsson var þeirrar skoðunar að búið væri að skilgreina tvær blokkir í kosningabaráttunni. Sigurður Ingi Einarsson, formaður Framsóknarflokksins, var ekki sammála því. „Ég hef tekið eftir því að miðjuöflin, þau eru að vaxa. Ég bendi nú bara á að í skoðanakönnununum þá höfum við verið á talsverðu skriði. Auðvitað snýst þetta um að í lok morgundagsins verða kjósendur búnir að segja sitt.“ Bæði Bjarni og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gagnrýndu það sem þau kölluðu boðaðar skattahækkanir og útgjaldaaukningu Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Þorgerður Katrín sakaði Vinstri græn um að hafa ekki útfært tillögur sínar um breytingar á skattkerfinu og staðhæfði að þær myndu alltaf enda á millitekjufólki. Því höfnuðu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Katrín sagði öllum blasa við að fé skorti í heilbrigðis- og menntakerfið og til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Ólíkt því sem haldið hefði verið fram um að Vinstri græn ætluðu að auka útgjöld um 50-70 milljarða ári hefði flokkurinn talað um að styrkja þyrfti tekjugrunn ríkisins um fimmtíu milljarða. Í því samhengi talaði flokkurinn um skatta- og eignatekjur, arðgreiðslur í fjármálakerfinu og Landsvirkjun og úr sjávarútvegi með hækkuðum veiðigjöldum. Þannig væri hægt að greiða niður skuldir og styrkja heilbrigðiskerfið. Logi sakaði Sjálfstæðisflokkinn um að víkja sér undan að svara hvernig hann hygðist fjármagna loforð sín um að lækka tekjuskatt niður í 35%. Bjarni gagnrýndi á móti vinstriflokkanna fyrir að sjá almenning aðeins sem skattstofn. Þá sagði hann óumdeilt að hægt væri að taka fé úr bönkunum til að fjármagna fjárfestingu í innviðum. Það væri skynsamleg og nauðsynleg ráðstöfun því annars væri hætta á að þeir grotnuðu niður.Ný stjórnarskrá auki stöðugleika Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata, sagði helsta markmið flokks síns að gera kerfisbreytingar og almennar lýðræðisumbætur. Í því samhengi talaði hann um að ný stjórnarskrá gæti byggt undir lýðræðið og aukið pólitískan stöðugleika, þvert á fullyrðingar annarra um að slíkt leiddi til upplausnar. Sagði Helgi Hrafn litlu skipta fyrir Pírata hvort þeir ynnu með flokkum til vinstri eða hægri að því að breyta stjórnmálunum. Tók hann þó fram að í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefði gert það ljóst að hann stæði gegn kerfisbreytingum að það lægi í augum uppi að Píratar ættu ekki erindi í samstarf með honum. Það gæti þó breyst í framtíðinni.Lítið talað um almenningInga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði sinn flokk til í að vinna með öllum að þeirri hugsjón að úrýma fátækt á Íslandi. Taldi hún lítið talað um almenning í kosningabaráttunni og þá sem bera skertan hlut frá borði. Ekki fengju allir að njóta hagsældar í samfélaginu.Miðflokkurinn opinn fyrir lausnumSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist ekki ætla að vera uppfyllingarefni í ríkisstjórn annarra flokka aðeins til að ná í ráðuneyti. Markmið flokksins séu ófrávíkjanleg en hann sé opinn fyrir lausnum sama hvaðan þær koma. Kosningar 2017 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Ákvörðun Bjatrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu var rétt jafnvel þó að hún kæmi flokknum ekki vel. Vegna hennar muni ráðherrar framtíðarinnar hugsa sig tvisvar um áður en þeir sópa málum undir teppið í þágu flokks eða sjálfs síns. Þetta sagði Björt Ólafsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar í leiðtogaumræðum RÚV í kvöld. Í síðustu leiðtogaumræðunum RÚV fyrir þingkosningarnar á morgun fullyrti Björt að það hafi verið til marks um mikinn styrk og hugrekki af hálfu Bjartrar framtíðar að láta kynferðisbrot og leyndarhyggju ekki mæta afgangi þegar flokkurinn tók ákvörðun um að sprengja ríkisstjórnina vegna málefna sem tengjast uppreist æru í síðasta mánuði. Áður hafði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagt að landsmenn stæðu frammi þeirri óvenjulegu stöðu að ekki væri möguleiki á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar eftir kosningar í ljósi síðustu skoðanakannanna. Benti hann á að engin þriggja flokka ríkisstjórn hefði haldið út kjörtímabil. Gaf Bjarni jafnframt í skyn að Björt framtíð hefði glímt við innri veikleika. Almennt teldi hann að flokkar sem kæmust um á þing með litlu fylgi og mældust lengi með undir 5% í könnunum stæðu veikt í stjórnarsamstarfi. Þessu hafnaði Björt algerlega og varði ákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta stjórnarsamstarfinu. Þrátt fyrir að flokksmenn hefðu vitað að þeir væru að gefa frá sér völd hafi þeir tekið sína ákvörðun og breytt stjórnmálunum. „Næst þegar þeir ætla í ríkisstjórn eða í sínum ráðuneytum að reyna að sópa erfiðum málum fyrir sig og sinn flokk undir teppið þá hugsa þeir sig tvisvar um af því að hverjar verða afleiðingarnar? Ef að flokkur eins og Björt framtíð er á þingi eða ríkisstjórn þá er alveg á hreinu að við myndum aftur breyta þannig að við myndum slíta ríkisstjórn út af því að það var rétt ákvörðun. Hún var ekki veik, hún var rosalega hugrökk og sterk,“ sagði Björt.Togstreita á milli vinstri og hægri Umræðurnar einkenndust af verulegu leyti af togstreitu á milli vinstri og hægri. Logi Einarsson var þeirrar skoðunar að búið væri að skilgreina tvær blokkir í kosningabaráttunni. Sigurður Ingi Einarsson, formaður Framsóknarflokksins, var ekki sammála því. „Ég hef tekið eftir því að miðjuöflin, þau eru að vaxa. Ég bendi nú bara á að í skoðanakönnununum þá höfum við verið á talsverðu skriði. Auðvitað snýst þetta um að í lok morgundagsins verða kjósendur búnir að segja sitt.“ Bæði Bjarni og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gagnrýndu það sem þau kölluðu boðaðar skattahækkanir og útgjaldaaukningu Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Þorgerður Katrín sakaði Vinstri græn um að hafa ekki útfært tillögur sínar um breytingar á skattkerfinu og staðhæfði að þær myndu alltaf enda á millitekjufólki. Því höfnuðu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Katrín sagði öllum blasa við að fé skorti í heilbrigðis- og menntakerfið og til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Ólíkt því sem haldið hefði verið fram um að Vinstri græn ætluðu að auka útgjöld um 50-70 milljarða ári hefði flokkurinn talað um að styrkja þyrfti tekjugrunn ríkisins um fimmtíu milljarða. Í því samhengi talaði flokkurinn um skatta- og eignatekjur, arðgreiðslur í fjármálakerfinu og Landsvirkjun og úr sjávarútvegi með hækkuðum veiðigjöldum. Þannig væri hægt að greiða niður skuldir og styrkja heilbrigðiskerfið. Logi sakaði Sjálfstæðisflokkinn um að víkja sér undan að svara hvernig hann hygðist fjármagna loforð sín um að lækka tekjuskatt niður í 35%. Bjarni gagnrýndi á móti vinstriflokkanna fyrir að sjá almenning aðeins sem skattstofn. Þá sagði hann óumdeilt að hægt væri að taka fé úr bönkunum til að fjármagna fjárfestingu í innviðum. Það væri skynsamleg og nauðsynleg ráðstöfun því annars væri hætta á að þeir grotnuðu niður.Ný stjórnarskrá auki stöðugleika Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata, sagði helsta markmið flokks síns að gera kerfisbreytingar og almennar lýðræðisumbætur. Í því samhengi talaði hann um að ný stjórnarskrá gæti byggt undir lýðræðið og aukið pólitískan stöðugleika, þvert á fullyrðingar annarra um að slíkt leiddi til upplausnar. Sagði Helgi Hrafn litlu skipta fyrir Pírata hvort þeir ynnu með flokkum til vinstri eða hægri að því að breyta stjórnmálunum. Tók hann þó fram að í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefði gert það ljóst að hann stæði gegn kerfisbreytingum að það lægi í augum uppi að Píratar ættu ekki erindi í samstarf með honum. Það gæti þó breyst í framtíðinni.Lítið talað um almenningInga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði sinn flokk til í að vinna með öllum að þeirri hugsjón að úrýma fátækt á Íslandi. Taldi hún lítið talað um almenning í kosningabaráttunni og þá sem bera skertan hlut frá borði. Ekki fengju allir að njóta hagsældar í samfélaginu.Miðflokkurinn opinn fyrir lausnumSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist ekki ætla að vera uppfyllingarefni í ríkisstjórn annarra flokka aðeins til að ná í ráðuneyti. Markmið flokksins séu ófrávíkjanleg en hann sé opinn fyrir lausnum sama hvaðan þær koma.
Kosningar 2017 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira