Hróp og köll á leiðtogaumræðum: „Þið eruð gargandi vinstriflokkur“ Þórdís Valsdóttir skrifar 27. október 2017 22:02 Logi Einarsson fann sig knúinn til þess að kalla tvisvar að flokkur hans hygðist ekki hækka skatta á launafólk. Skjáskot/RÚV „Það er engin tilviljun að fylgið er að fara frá Vinstri grænum til ykkar. Þið eruð gargandi vinstriflokkur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við Loga Einarsson í leiðtogaumræðum Ríkisútvarpsins sem standa yfir á RÚV. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, sagði að skattabreytingar lendi alltaf á millistéttinni. Hún sagði Viðreisn vera mjög á móti skattatillögum vinstri flokkanna. Logi Einarsson greip þá fram í fyrir henni. „Hvaða tillögur eru það Þorgerður?“ sagði Logi og kallaði til hennar að Samfylkingin ætlaði sér ekki að hækka skatta á launafólk. Að mati Þorgerðar Katrínar ætti að hætta að skilgreina stjórnir sem hægri eða vinstri stjórnir, heldur ætti að mynda stjórn frá miðju. „Miðjan og þeir flokkar sem kenna sig við hana, þeir eru að styrkjast.“„Getur þú aðeins haldið þér rólegum Logi, bara í smá stund“ Það hitnaði einnig í kolunum á milli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Loga Einarssonar. Logi útskýrði stefnu Samfylkingarinnar og sagði stefnuna vera að styrkja félagslega kerfið. „Bjarni kom hér áðan inn á harðduglegu fjölskylduna. Í dag er staðan þannig að þessar harðduglegu fjölskyldur, launafólk með börn þau kannski hafa það rétt fram yfir hver mánaðarmót en við minnstu áföll, sjúkdóma eða annað, þá lendir þetta fólk inni í vítahring, jafnvel í fátækt og þessu þurfum við að breyta,“ sagði Logi. Hann sagði Þorgerði Katrínu og Bjarna hafa birst sem jafnaðarmenn fyrir einu ári síðan en að þau hafi fellt niður grímuna eftir kosningar og sauðagæruna í haust þegar ríkisstjórnin lagði fram fjárlagafrumvarpið. Hann sagði Samfylkinguna hafa verið nokkuð hógværa þegar það kemur að loforðum. Logi óskaði eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni um það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hygðist fjármagna 34 milljarða króna skattalækkun sem flokkurinn hefur boðað. „Ætlar hann að segja upp kennurum? Ætlar hann að segja upp lögregluþjónum? Ætlar hann að segja upp hjúkrunarfræðingum eða ætlar hann að veikja almannakerfið? Sjálfstæðisflokkurinn verður að svara því núna fyrir morgundaginn.“ Bjarni brást við með því að tala um skattahækkanir í stjórnartíð Samfylkingarinnar og þá greip Logi fram í fyrir honum. „Við erum ekki að fara að hækka skatta á laun,“ sagði Logi. Bjarni brást við með því að biðja Loga um að halda sér rólegum. „Getur þú aðeins haldið þér rólegum Logi, bara í smá stund,“ sagði Bjarni og bætti við að skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins jafngiltu 600 þúsund krónum á ári fyrir hjón með meðaltekjur. Kosningar 2017 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira
„Það er engin tilviljun að fylgið er að fara frá Vinstri grænum til ykkar. Þið eruð gargandi vinstriflokkur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við Loga Einarsson í leiðtogaumræðum Ríkisútvarpsins sem standa yfir á RÚV. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, sagði að skattabreytingar lendi alltaf á millistéttinni. Hún sagði Viðreisn vera mjög á móti skattatillögum vinstri flokkanna. Logi Einarsson greip þá fram í fyrir henni. „Hvaða tillögur eru það Þorgerður?“ sagði Logi og kallaði til hennar að Samfylkingin ætlaði sér ekki að hækka skatta á launafólk. Að mati Þorgerðar Katrínar ætti að hætta að skilgreina stjórnir sem hægri eða vinstri stjórnir, heldur ætti að mynda stjórn frá miðju. „Miðjan og þeir flokkar sem kenna sig við hana, þeir eru að styrkjast.“„Getur þú aðeins haldið þér rólegum Logi, bara í smá stund“ Það hitnaði einnig í kolunum á milli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Loga Einarssonar. Logi útskýrði stefnu Samfylkingarinnar og sagði stefnuna vera að styrkja félagslega kerfið. „Bjarni kom hér áðan inn á harðduglegu fjölskylduna. Í dag er staðan þannig að þessar harðduglegu fjölskyldur, launafólk með börn þau kannski hafa það rétt fram yfir hver mánaðarmót en við minnstu áföll, sjúkdóma eða annað, þá lendir þetta fólk inni í vítahring, jafnvel í fátækt og þessu þurfum við að breyta,“ sagði Logi. Hann sagði Þorgerði Katrínu og Bjarna hafa birst sem jafnaðarmenn fyrir einu ári síðan en að þau hafi fellt niður grímuna eftir kosningar og sauðagæruna í haust þegar ríkisstjórnin lagði fram fjárlagafrumvarpið. Hann sagði Samfylkinguna hafa verið nokkuð hógværa þegar það kemur að loforðum. Logi óskaði eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni um það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hygðist fjármagna 34 milljarða króna skattalækkun sem flokkurinn hefur boðað. „Ætlar hann að segja upp kennurum? Ætlar hann að segja upp lögregluþjónum? Ætlar hann að segja upp hjúkrunarfræðingum eða ætlar hann að veikja almannakerfið? Sjálfstæðisflokkurinn verður að svara því núna fyrir morgundaginn.“ Bjarni brást við með því að tala um skattahækkanir í stjórnartíð Samfylkingarinnar og þá greip Logi fram í fyrir honum. „Við erum ekki að fara að hækka skatta á laun,“ sagði Logi. Bjarni brást við með því að biðja Loga um að halda sér rólegum. „Getur þú aðeins haldið þér rólegum Logi, bara í smá stund,“ sagði Bjarni og bætti við að skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins jafngiltu 600 þúsund krónum á ári fyrir hjón með meðaltekjur.
Kosningar 2017 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira