Innlent

Helgi Hrafn mátulega bjartsýnn

Atli Ísleifsson skrifar
Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati greiðir atkvæði á Kjarvalsstöðum.
Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati greiðir atkvæði á Kjarvalsstöðum. Vísir/þorbjörn
Helgi Hrafn Gunnarsson, oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, sagðist mátulega bjartsýnn þegar hann greiddi atkvæði á Kjarvalsstöðum um klukkan 10 í dag. Hann segir dagurinn þó leggjast í sig.

„Við mælumst neðar en fyrir síðustu þingkosningar. Við þurfum að hafa svolítið meira fyrir því að koma kjósendum okkar á kjörstað. Ég er samt mjög bjartsýnn,“ segir Helgi Hrafn.

Helgi Hrafn var þingmaður Pírata á árunum 2013 til 2016, en hann sóttist ekki eftir endurkjöri á síðasta ári. Hann býður sig hins vegar fram á ný í ár og benda kannanir til að hann muni aftur taka sæti á þingi.

Vísir/Þorbjörn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×