Innlent

Bein útsending: Pólitískur órói í Katalóníu og kosningar á Íslandi í Víglínunni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Pólitískur órói í Katalóníu og þingkosningar á Íslandi verða til umræðu í Víglínunni hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni að loknum sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 í hádeginu.

Hólmfríður Matthíasdóttir sem búið hefur í áratugi í Barselóna kemur í þáttinn til að fara yfir stöðuna í Katalóníu eftir að þing héraðsins lýsti yfir sjálfstæði í gær og öldungadeild Spánarþings leysti þingið upp nokkrum klukkustunum síðar.

Í seinni hluta þáttarins koma þau Ragnheiður Ríkharðsdóttir fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og þingflokksformaður og Svavar Gestsson fyrrverandi þingmaður Alþýðubandalagsins og ráðherra til að ræða íslensk stjórnmál í fortíð, nútíð og framtíð nú þegar kjósendur ganga að kjörborðinu til að skipa til borðs á þjóðþinginu í fimmta sinn á tíu árum.

Víglínan hefst klukkan 12:20 og er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.