AP: Kosningar sem snúast um „stöðugleika og traust“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2017 14:16 "En Íslendingar óttast að erfiðleikarnir séu ekki búnir. Á samfélagsmiðlum lýsa kjósendur déjá vu og kvarta yfir flóði nýrra stjórnmálamanna, án nýrra hugmynda.“ Vísir/AP „Ekki er búist við því að kjósendur, sem eru þreyttir á pólitískri og efnahagslegri óreiðu, muni velja afgerandi sigurvegara. Kannanir gefa í skyn að niðurstöðurnar muni leiða til flókinna stjórnarmyndunarviðræðna.“ Þetta kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar um kosningarnar á Íslandi sem fréttaveitan segir að hafi að mestu snúist um stöðugleika og traust.Fréttaveitan bendir á að Íslendingar séu að kjósa í þriðja sinn á fjórum árum og að allt að átta stjórnmálaflokkar gætu náð þeim fimm prósentum sem til þurfi til að ná manni á þing.Einnig er rifjað upp hvernig til kosninganna kom. Það er að faðir forsætisráðherra Íslands, Bjarna Benediktssonar, hafi reynt að hjálpa dæmdum barnaníðingi að eiga auðveldara með að fá vinnu og að þar áður hafi ríkisstjórn Sigmundar Davíðs sprungið vegna Panamaskjalanna svokölluðu. Mikil uppsveifla hafi verið á hagkerfinu hér á landi á undanförnum árum með mikilli fjölgun ferðamanna. Þeir komi hingað í miklu magni til að sjá jökla Íslands, firði, fossa og norðurljós. „En Íslendingar óttast að erfiðleikarnir séu ekki búnir. Á samfélagsmiðlum lýsa kjósendur déjá vu og kvarta yfir flóði nýrra stjórnmálamanna, án nýrra hugmynda.“ Þá segir í frétt AP að umræðan um kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um þá sem hafi orðið eftir þrátt fyrir góðan efnahag. Hvort nota eigi auknar tekjur ríkisins til að greiða niður skuldir ríkisins, sem enn séu mjög miklar, eða hvort auka eigi fjárútlát. AP segir stjórnmálafræðinga segja að líklegast verði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og að þá yrði hún ein af heimsins yngstu leiðtogum. Kosningar 2017 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
„Ekki er búist við því að kjósendur, sem eru þreyttir á pólitískri og efnahagslegri óreiðu, muni velja afgerandi sigurvegara. Kannanir gefa í skyn að niðurstöðurnar muni leiða til flókinna stjórnarmyndunarviðræðna.“ Þetta kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar um kosningarnar á Íslandi sem fréttaveitan segir að hafi að mestu snúist um stöðugleika og traust.Fréttaveitan bendir á að Íslendingar séu að kjósa í þriðja sinn á fjórum árum og að allt að átta stjórnmálaflokkar gætu náð þeim fimm prósentum sem til þurfi til að ná manni á þing.Einnig er rifjað upp hvernig til kosninganna kom. Það er að faðir forsætisráðherra Íslands, Bjarna Benediktssonar, hafi reynt að hjálpa dæmdum barnaníðingi að eiga auðveldara með að fá vinnu og að þar áður hafi ríkisstjórn Sigmundar Davíðs sprungið vegna Panamaskjalanna svokölluðu. Mikil uppsveifla hafi verið á hagkerfinu hér á landi á undanförnum árum með mikilli fjölgun ferðamanna. Þeir komi hingað í miklu magni til að sjá jökla Íslands, firði, fossa og norðurljós. „En Íslendingar óttast að erfiðleikarnir séu ekki búnir. Á samfélagsmiðlum lýsa kjósendur déjá vu og kvarta yfir flóði nýrra stjórnmálamanna, án nýrra hugmynda.“ Þá segir í frétt AP að umræðan um kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um þá sem hafi orðið eftir þrátt fyrir góðan efnahag. Hvort nota eigi auknar tekjur ríkisins til að greiða niður skuldir ríkisins, sem enn séu mjög miklar, eða hvort auka eigi fjárútlát. AP segir stjórnmálafræðinga segja að líklegast verði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og að þá yrði hún ein af heimsins yngstu leiðtogum.
Kosningar 2017 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira