Segir Le Monde hafa misskilið ummæli sín um Miðflokkinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2017 18:31 Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir blaðamann franska dagblaðsins Le Monde hafa misskilið ummæli sín um „Trump-isma“ í umfjöllun blaðsins um alþingiskosningarnar á Íslandi, sem birt var í dag. Hann hafi sagt að áhrifa Bandaríkjaforsetans Donalds Trump, ef einhverra, hefði helst gætt í kosningabaráttu Miðflokksins en ekki Sjálfstæðisflokksins, eins og blaðamaður hafði eftir honum. Í frétt Le Monde var Helgi sagður telja „íhaldsmenn“, Sjálfstæðisflokkinn, hafa rekið kosningabaráttu í anda Donalds Trump Bandaríkjaforseta og „lagt áherslu á ósannindi og ófrægingu.“ „Það sem ég átti við með „Trump-faktorinn“, það var Miðflokkurinn,“ segir Helgi í samtali við Vísi. „Við vorum að tala um hvort að við fyndum fyrir einhverjum Trump-áhrifum á Íslandi og ég sagði að við værum nú að mestu laus við það og popúlisma, eins og þetta væri plága í Evrópu og Bandaríkjunum, en það væri svona smá Trump-faktor í „Center Party“, eða Miðflokknum. Þar væru merki um þessi áhrif, í framboði Miðflokksins,“ segir Helgi Gunnlaugsson í samtali við Vísi í dag.Umfjöllun fjölmiðla yfirleitt nokkuð neikvæð Helgi segir blaðakonuna greinilega hafa misskilið sig og sett ummælin í samhengi við umræðu um „Indipendence-party“, eða Sjálfstæðisflokkinn, en viðtalið fór fram á ensku. Erlendir fjölmiðlar hafa margir fjallað um alþingiskosningarnar á Íslandi í dag og í aðraganda kosninganna og oft er dregin upp nokkuð ófögur mynd af stjórnmálum á Íslandi. Auk Le Monde hafa hið bandaríska New York Times og hið sænska Aftonbladet til að mynda fjallað um kosningarna. Í grein New York Times líkti fréttamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson Sigmund Davíð, formanni Miðflokksins, við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þá birtir fastur pistlahöfundur sænska Aftonbladet pistil í dag með mynd af Sigmundi og Bjarna Benediktssyni og fyrirsögninni „Norður-Kórea Norðurlanda?“. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Le Monde: Líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Trumps Félagsfræðingurinn Helgi Gunnlaugsson líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. október 2017 15:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir blaðamann franska dagblaðsins Le Monde hafa misskilið ummæli sín um „Trump-isma“ í umfjöllun blaðsins um alþingiskosningarnar á Íslandi, sem birt var í dag. Hann hafi sagt að áhrifa Bandaríkjaforsetans Donalds Trump, ef einhverra, hefði helst gætt í kosningabaráttu Miðflokksins en ekki Sjálfstæðisflokksins, eins og blaðamaður hafði eftir honum. Í frétt Le Monde var Helgi sagður telja „íhaldsmenn“, Sjálfstæðisflokkinn, hafa rekið kosningabaráttu í anda Donalds Trump Bandaríkjaforseta og „lagt áherslu á ósannindi og ófrægingu.“ „Það sem ég átti við með „Trump-faktorinn“, það var Miðflokkurinn,“ segir Helgi í samtali við Vísi. „Við vorum að tala um hvort að við fyndum fyrir einhverjum Trump-áhrifum á Íslandi og ég sagði að við værum nú að mestu laus við það og popúlisma, eins og þetta væri plága í Evrópu og Bandaríkjunum, en það væri svona smá Trump-faktor í „Center Party“, eða Miðflokknum. Þar væru merki um þessi áhrif, í framboði Miðflokksins,“ segir Helgi Gunnlaugsson í samtali við Vísi í dag.Umfjöllun fjölmiðla yfirleitt nokkuð neikvæð Helgi segir blaðakonuna greinilega hafa misskilið sig og sett ummælin í samhengi við umræðu um „Indipendence-party“, eða Sjálfstæðisflokkinn, en viðtalið fór fram á ensku. Erlendir fjölmiðlar hafa margir fjallað um alþingiskosningarnar á Íslandi í dag og í aðraganda kosninganna og oft er dregin upp nokkuð ófögur mynd af stjórnmálum á Íslandi. Auk Le Monde hafa hið bandaríska New York Times og hið sænska Aftonbladet til að mynda fjallað um kosningarna. Í grein New York Times líkti fréttamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson Sigmund Davíð, formanni Miðflokksins, við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þá birtir fastur pistlahöfundur sænska Aftonbladet pistil í dag með mynd af Sigmundi og Bjarna Benediktssyni og fyrirsögninni „Norður-Kórea Norðurlanda?“.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Le Monde: Líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Trumps Félagsfræðingurinn Helgi Gunnlaugsson líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. október 2017 15:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Le Monde: Líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Trumps Félagsfræðingurinn Helgi Gunnlaugsson líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. október 2017 15:00