„Auðvitað svekktur en á endanum eru það kjósendur sem ráða“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2017 01:05 Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Vísir/Laufey „Við erum svo sem ekkert sérstaklega himinlifandi yfir þessum tölum og höfðum verið að vonast eftir því að þetta væri ekki svona svart, en við höfðum fengið vísbendingar um að þetta yrði neikvætt,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við Vísi um gengi flokksins í kosningunum. Björt framtíð fellur af þingi eins og staðan er núna og litlar líkur á að það breytist í nótt. „Okkur líður ekkert illa í hjartanu. Við upplifum að við höfum staðið okkur vel og staðið á okkar prinsippum og finnst það mikilvægt.“ Hann segir breytingar í farvatninu í íslenskum stjórnmálum og finnst Óttari mikilvægt að Björt framtíð verði virkur þátttakandi í þeirri breytingu. Hann segir Íslendinga stadda í breytingu sem á eftir að sjá fyrir endann á. „Staðan í íslenskum stjórnmálum er ekki að einfaldast með þessari niðurstöðu og ég skynja mjög sterka þörf á breyttum stjórnmálum eða að sumu leyti eins og maður er að sjá speglast í erlendum fjölmiðlum, siðferðislega stöðu í íslensku samfélagi.“ Hann segir flokkinn þurfa að skoða sín mál en bendir á að hann er enn virkur í meirihluta í fjórum sveitarfélögum þar sem stór hluti landsmanna býr. „Við höldum keik áfram þar og erum komin af stað í undirbúning fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Það gefst einnig tími til að skoða okkar mál.“ Spurður hvað valdi því að Björt framtíð fær svo mikla útreið í þessum kosningum segir hann að vissulega hafi ríkisstjórnarsamstarfið en það hafi flokkurinn vitað áður en hann gekk inn í það. „Okkur fannst það vera okkar skylda að axla ábyrgð,“ segir Óttarr og bendir á að mörgum hafi þótt það stór og hugrökk ákvörðun hjá flokknum að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út frá prinsippmálum í andstöðu við leyndarhyggju og kynbundið ofbeldi. „Það hefur kannski síðan komið í ljós að okkur hefur mistekist að koma okkar málum nógu skýrt fram. Við höfum neitað okkur um styrki frá fyrirtækjum sem hefur gert það að verkum að við höfum ekki geta auglýst og verið jafn sýnileg eins og aðrir flokkar. Það hefur sennilega komið niður á okkur líka.“ Spurður hvort hann sé svekktur með niðurstöðuna segir hann að það sé ekkert sem heitir að kjósendur hafi rangt fyrir sér. „Kosningar eru vettvangur þar sem kjósendur láta sína skoðun í ljós. En miðað við allt sem við höfum lagt í, þar sem okkur finnst vera málefnaleg staða Bjartrar framtíðar, þá er maður auðvitað svekktur en á endanum eru það kjósendur sem ráða.“Hér fyrir neðan má sjá viðtal Stöðvar 2 við Óttar. Kosningar 2017 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
„Við erum svo sem ekkert sérstaklega himinlifandi yfir þessum tölum og höfðum verið að vonast eftir því að þetta væri ekki svona svart, en við höfðum fengið vísbendingar um að þetta yrði neikvætt,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við Vísi um gengi flokksins í kosningunum. Björt framtíð fellur af þingi eins og staðan er núna og litlar líkur á að það breytist í nótt. „Okkur líður ekkert illa í hjartanu. Við upplifum að við höfum staðið okkur vel og staðið á okkar prinsippum og finnst það mikilvægt.“ Hann segir breytingar í farvatninu í íslenskum stjórnmálum og finnst Óttari mikilvægt að Björt framtíð verði virkur þátttakandi í þeirri breytingu. Hann segir Íslendinga stadda í breytingu sem á eftir að sjá fyrir endann á. „Staðan í íslenskum stjórnmálum er ekki að einfaldast með þessari niðurstöðu og ég skynja mjög sterka þörf á breyttum stjórnmálum eða að sumu leyti eins og maður er að sjá speglast í erlendum fjölmiðlum, siðferðislega stöðu í íslensku samfélagi.“ Hann segir flokkinn þurfa að skoða sín mál en bendir á að hann er enn virkur í meirihluta í fjórum sveitarfélögum þar sem stór hluti landsmanna býr. „Við höldum keik áfram þar og erum komin af stað í undirbúning fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Það gefst einnig tími til að skoða okkar mál.“ Spurður hvað valdi því að Björt framtíð fær svo mikla útreið í þessum kosningum segir hann að vissulega hafi ríkisstjórnarsamstarfið en það hafi flokkurinn vitað áður en hann gekk inn í það. „Okkur fannst það vera okkar skylda að axla ábyrgð,“ segir Óttarr og bendir á að mörgum hafi þótt það stór og hugrökk ákvörðun hjá flokknum að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út frá prinsippmálum í andstöðu við leyndarhyggju og kynbundið ofbeldi. „Það hefur kannski síðan komið í ljós að okkur hefur mistekist að koma okkar málum nógu skýrt fram. Við höfum neitað okkur um styrki frá fyrirtækjum sem hefur gert það að verkum að við höfum ekki geta auglýst og verið jafn sýnileg eins og aðrir flokkar. Það hefur sennilega komið niður á okkur líka.“ Spurður hvort hann sé svekktur með niðurstöðuna segir hann að það sé ekkert sem heitir að kjósendur hafi rangt fyrir sér. „Kosningar eru vettvangur þar sem kjósendur láta sína skoðun í ljós. En miðað við allt sem við höfum lagt í, þar sem okkur finnst vera málefnaleg staða Bjartrar framtíðar, þá er maður auðvitað svekktur en á endanum eru það kjósendur sem ráða.“Hér fyrir neðan má sjá viðtal Stöðvar 2 við Óttar.
Kosningar 2017 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira