Opnari stjórnarmyndun í ár en í fyrra Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2017 20:30 Stjórnarmyndun gæti orðið auðveldari nú en í fyrra, að mati Eiríks Bergmanns stjórnmálafræðings. Eiríkur sagði flokkana ekki jafn útilokunarglaða í ár og í síðustu kosningum og þá væri Sigurður Ingi, formaður Framsóknarflokksins, í lykilstöðu. Eiríkur ræddi niðurstöður alþingiskosninganna, sem haldnar voru í gær, í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður sagðist Eiríkur ekki telja að flokkarnir átta, einum fleiri en á fráfarandi Alþingi, stæðu frammi fyrir erfiðari stjórnarmyndun nú en í fyrra. „Nei, ég held ekki, ég held satt að segja að þetta sé töluvert opnari staða núna heldur en var í fyrra. Einkum og sér í lagi vegna þess að menn hafa ekki farið í sömu útilokunarkeppnina núna eins og þá var,“ sagði Eiríkur. Ár er síðan gengið var til síðustu kosninga en þær voru haldnar þann 29. október 2016. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var ekki mynduð fyrr en í janúar á þessu ári eftir langar og strangar viðræður.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.Mynd/EyþórPersónuleikaerjur gætu sett strik í reikninginn Þá taldi Eiríkur tvær tvær eða þrjár greiðfærar leiðir til stjórnarmyndunar í stöðunni, og nefndi sérstaklega tvær – til vinstri annars vegar og hægri hins vegar. „Við sjáum vinstri möguleika undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, hugsanlega stjórnarandstaðan plús Viðreisn. Það blasir tiltölulega auðveldlega við. Hægra megin, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, gæti þá verið stjórn með Framsóknarflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Þar eru kannski svona persónuleikaerjur sem gætu sett eitthvað strik í reikninginn en valdastólarnir toga menn nú fast til sín.“ Eiríkur taldi enn fremur að Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn gætu vel unnið saman, þrátt fyrir að sá síðarnefndi hafi klofnað frá þeim fyrrnefnda fyrir fáeinum vikum. „Já, ég held að þeir geti það. Þeir þurfa auðvitað að reyna að gera upp sín mál, sérstaklega ef þetta eru fjórir flokkar, þá breytist svona samspilið og dýnamíkin í hópnum þannig að ég held að menn ættu að geta það.Sigurður Ingi í algjörri lykilstöðu Þá var Eiríkur spurður að því hvort gera mætti ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fái fyrstur umboð til stjórnarmyndunar eða hvort að von væri á öðru útspili. Formenn flokkanna ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í fyrramálið en Eiríkur sagði að umboðið ylti á samræðum forsetans við alla formennina. „Það gerist ekki sjálfkrafa, forsetinn heyrir núna ofan í alla stjórnmálaforingjanna og hann hefur gefið það til kynna, frá því í fyrra, að hann muni meta það fyrst og fremst hver sé líklegastur til að mynda meirihlutastjórn. Þannig að það fer allt eftir skilaboðum annarra flokka til hans á morgun hver verður fyrir valinu, en ég myndi halda að það yrði annað hvort Bjarni eða Katrín Jakobsdóttir.“Einn formaður væri þó í algjörri lykilstöðu í stjórnarmyndunarviðræðum. „Það er engin samsetning sem gengur upp almennilega án Framsóknarflokksins, þannig að þetta er kannski í höndum Sigurðar Inga og hvað hann segir við Guðna á morgun sem mun ráða því þá hver fær umboðið,“ sagði Eiríkur sem sagði íslensk stjórnmál að vissu leyti söm við sig, þrátt fyrir miklar breytingar undanfarin misseri. „Við erum nú með flokkakerfi sem er gjörbreytt frá því sem var áður en sumt breytist ekki í íslenskum stjórnmálum.“ Kosningar 2017 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Stjórnarmyndun gæti orðið auðveldari nú en í fyrra, að mati Eiríks Bergmanns stjórnmálafræðings. Eiríkur sagði flokkana ekki jafn útilokunarglaða í ár og í síðustu kosningum og þá væri Sigurður Ingi, formaður Framsóknarflokksins, í lykilstöðu. Eiríkur ræddi niðurstöður alþingiskosninganna, sem haldnar voru í gær, í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður sagðist Eiríkur ekki telja að flokkarnir átta, einum fleiri en á fráfarandi Alþingi, stæðu frammi fyrir erfiðari stjórnarmyndun nú en í fyrra. „Nei, ég held ekki, ég held satt að segja að þetta sé töluvert opnari staða núna heldur en var í fyrra. Einkum og sér í lagi vegna þess að menn hafa ekki farið í sömu útilokunarkeppnina núna eins og þá var,“ sagði Eiríkur. Ár er síðan gengið var til síðustu kosninga en þær voru haldnar þann 29. október 2016. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var ekki mynduð fyrr en í janúar á þessu ári eftir langar og strangar viðræður.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.Mynd/EyþórPersónuleikaerjur gætu sett strik í reikninginn Þá taldi Eiríkur tvær tvær eða þrjár greiðfærar leiðir til stjórnarmyndunar í stöðunni, og nefndi sérstaklega tvær – til vinstri annars vegar og hægri hins vegar. „Við sjáum vinstri möguleika undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, hugsanlega stjórnarandstaðan plús Viðreisn. Það blasir tiltölulega auðveldlega við. Hægra megin, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, gæti þá verið stjórn með Framsóknarflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Þar eru kannski svona persónuleikaerjur sem gætu sett eitthvað strik í reikninginn en valdastólarnir toga menn nú fast til sín.“ Eiríkur taldi enn fremur að Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn gætu vel unnið saman, þrátt fyrir að sá síðarnefndi hafi klofnað frá þeim fyrrnefnda fyrir fáeinum vikum. „Já, ég held að þeir geti það. Þeir þurfa auðvitað að reyna að gera upp sín mál, sérstaklega ef þetta eru fjórir flokkar, þá breytist svona samspilið og dýnamíkin í hópnum þannig að ég held að menn ættu að geta það.Sigurður Ingi í algjörri lykilstöðu Þá var Eiríkur spurður að því hvort gera mætti ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fái fyrstur umboð til stjórnarmyndunar eða hvort að von væri á öðru útspili. Formenn flokkanna ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í fyrramálið en Eiríkur sagði að umboðið ylti á samræðum forsetans við alla formennina. „Það gerist ekki sjálfkrafa, forsetinn heyrir núna ofan í alla stjórnmálaforingjanna og hann hefur gefið það til kynna, frá því í fyrra, að hann muni meta það fyrst og fremst hver sé líklegastur til að mynda meirihlutastjórn. Þannig að það fer allt eftir skilaboðum annarra flokka til hans á morgun hver verður fyrir valinu, en ég myndi halda að það yrði annað hvort Bjarni eða Katrín Jakobsdóttir.“Einn formaður væri þó í algjörri lykilstöðu í stjórnarmyndunarviðræðum. „Það er engin samsetning sem gengur upp almennilega án Framsóknarflokksins, þannig að þetta er kannski í höndum Sigurðar Inga og hvað hann segir við Guðna á morgun sem mun ráða því þá hver fær umboðið,“ sagði Eiríkur sem sagði íslensk stjórnmál að vissu leyti söm við sig, þrátt fyrir miklar breytingar undanfarin misseri. „Við erum nú með flokkakerfi sem er gjörbreytt frá því sem var áður en sumt breytist ekki í íslenskum stjórnmálum.“
Kosningar 2017 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira