Aukinn jöfnuður lykillinn að friði í heiminum Heimir Már Pétursson skrifar 10. október 2017 19:40 Handhafi friðarverðlauna Nóbels sem stödd er hér á landi segir nauðsynlegt að vinna gegn einræði víðs vegar um heiminn til að koma á varanlegum friði. Einræði og hryðjuverk þrýfist hvert á öðru og því verði þjóðir heims að standa saman í að verja tjáningarfrelsið og almenn mannréttindi. Alþjóðleg friðarráðstefna á vegum Höfða friðarseturs fór fram í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur í dag. Meðal gesta var handhafi friðarverðlauna Nóbels. Markmiðið með ráðstefnunni er að leiða saman ólíkar kynslóðir til að ræða þær áskoranir sem blasa við í heiminum í dag og finna skapandi lausnir og leiðir til að takast á við þær. Tawakkol Karman hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2011 en hún var í fararbroddi byltingarinnar í Jemen og hefur beitt sér fyrir tjáningarfrelsi og bættri stöðu kvenna. Hún segir skipta mestu að berjast gegn einræði í baráttunni fyrir varanlegum friði. „Það er það mikilvægasta til að koma á varanlegum friði. Ef við berjumst ekki gegn óréttlæti verður sú ekki raunin, það verður engin friður án réttlætis. Ef við berjumst ekki gegn spillingu verður engin þróun og þróun leiðir til friðar. Það verður enginn friður án þróunar,“ segir Karman. Umheimurinn hafi gleymt stríðinu í Jemen og á meðan standi þau sem vilji lýðræði í landinu ein en hryðjuverk í Evrópu eigi ma.a. rætur í einræðisríkjum í hennar heimshluta. „Sérhver einræðisherra er hryðjuverkamaður og sérhver hryðjuverkamaður er einræðisherra. Þeir næra hvorn annan, þeir hjálpa hvorum öðrum og vernda hvorn annan. Nú öxlum við ábyrgðina á að bjarga heimshluta okkar, samfélagi okkar og þar með heiminum,“ segir Karman Unni Kishnan Karunakara er fyrrverandi formaður Samtaka lækna án landamæra og þekkir mjög vel til flóttamannavandans í heiminum sem hann segir ekki einskorðast við Evrópu. Mestu máli skipti að líta á flóttafólk og förufólk sem fólk af holdi og blóði sem hafi sömu væntingar og við sjálf. „Um leið og við förum að líta á þau sem eitthvað minna en mannleg koma upp önnur vandamál og þá verður ómögulegt að byrja að tala um frið,“ segir Karunakara. Samkvæmt alþjóðasáttmálum hafi fólk sem sæti ofsóknum rétt á að sækja um hæli og síðan muni aðrir fólksflutningar halda áfram. „Á meðan ójöfnuður vex held ég að fólk muni fara og leita betri framtíðar fyrir sig. Þetta er bara raunveruleikinn. Ef ekki er tekið á hinum undirliggjandi efnahagslega ójöfnuði sem fólk stendur frammi fyrir úti um allan heim höldum við áfram að standa frammi fyrir þessu ástandi,“ segir Karunakara. Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Handhafi friðarverðlauna Nóbels sem stödd er hér á landi segir nauðsynlegt að vinna gegn einræði víðs vegar um heiminn til að koma á varanlegum friði. Einræði og hryðjuverk þrýfist hvert á öðru og því verði þjóðir heims að standa saman í að verja tjáningarfrelsið og almenn mannréttindi. Alþjóðleg friðarráðstefna á vegum Höfða friðarseturs fór fram í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur í dag. Meðal gesta var handhafi friðarverðlauna Nóbels. Markmiðið með ráðstefnunni er að leiða saman ólíkar kynslóðir til að ræða þær áskoranir sem blasa við í heiminum í dag og finna skapandi lausnir og leiðir til að takast á við þær. Tawakkol Karman hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2011 en hún var í fararbroddi byltingarinnar í Jemen og hefur beitt sér fyrir tjáningarfrelsi og bættri stöðu kvenna. Hún segir skipta mestu að berjast gegn einræði í baráttunni fyrir varanlegum friði. „Það er það mikilvægasta til að koma á varanlegum friði. Ef við berjumst ekki gegn óréttlæti verður sú ekki raunin, það verður engin friður án réttlætis. Ef við berjumst ekki gegn spillingu verður engin þróun og þróun leiðir til friðar. Það verður enginn friður án þróunar,“ segir Karman. Umheimurinn hafi gleymt stríðinu í Jemen og á meðan standi þau sem vilji lýðræði í landinu ein en hryðjuverk í Evrópu eigi ma.a. rætur í einræðisríkjum í hennar heimshluta. „Sérhver einræðisherra er hryðjuverkamaður og sérhver hryðjuverkamaður er einræðisherra. Þeir næra hvorn annan, þeir hjálpa hvorum öðrum og vernda hvorn annan. Nú öxlum við ábyrgðina á að bjarga heimshluta okkar, samfélagi okkar og þar með heiminum,“ segir Karman Unni Kishnan Karunakara er fyrrverandi formaður Samtaka lækna án landamæra og þekkir mjög vel til flóttamannavandans í heiminum sem hann segir ekki einskorðast við Evrópu. Mestu máli skipti að líta á flóttafólk og förufólk sem fólk af holdi og blóði sem hafi sömu væntingar og við sjálf. „Um leið og við förum að líta á þau sem eitthvað minna en mannleg koma upp önnur vandamál og þá verður ómögulegt að byrja að tala um frið,“ segir Karunakara. Samkvæmt alþjóðasáttmálum hafi fólk sem sæti ofsóknum rétt á að sækja um hæli og síðan muni aðrir fólksflutningar halda áfram. „Á meðan ójöfnuður vex held ég að fólk muni fara og leita betri framtíðar fyrir sig. Þetta er bara raunveruleikinn. Ef ekki er tekið á hinum undirliggjandi efnahagslega ójöfnuði sem fólk stendur frammi fyrir úti um allan heim höldum við áfram að standa frammi fyrir þessu ástandi,“ segir Karunakara.
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira