Umdeildur ræðismaður fékk meðmæli frá sendiherra og Björgólfi Thor Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. október 2017 10:00 Borislavova ásamt sendiherra Noregs í Búlgaríu og varaforsætisráðherra Búlgaríu. Guðmundur Árni Stefánsson, þá sendiherra og Björgólfur Thor Björgólfsson voru meðal þeirra sem mæltu með því að Tsvetelina Borislavova yrði skipuð heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu. Skipunin gekk í gegn árið 2006 og það var Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi utanríkisráðherra sem undirritaði skipunarbréfið, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í gær að Borislavova hafi í búlgörskum fjölmiðlum, og víðar, verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Meðal annars var hún unnusta Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, en tengsl hans við mafíuna í landinu eru þekkt. Í gögnum sem lekið var á vefsíðu WikiLeaks er meðal annars sagt að ræðismaðurinn stjórni stórum búlgörskum banka sem stundi vafasöm viðskipti.Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra.„Það er sterklega mælt með þessari konu af þeim sem best þekkja til í Búlgaríu. Hún er vel tengd í viðskiptum og stjórnmálum. Þá er hún náinn samstarfsaðili við þau íslensku fyrirtæki sem allra helst hafa haslað sér völl í Búlgaríu,“ segir í meðmælabréfi Guðmundar Árna Stefánssonar, þá sendiherra Íslands í Svíþjóð, sem sinnti einnig sendiherraskyldum í Búlgaríu og fleiri ríkjum. Í bréfinu vísar Guðmundur einnig til fyrirtækja Björgólfs Thors Björgólfssonar en hann var á þessum tíma aðaleigandi stórra búlgarskra fjarskipta- og lyfjafyrirtækja auk fyrirtækja í fjármálaþjónustu. „Frú Borislavova er vel þekkt og í hávegum höfð í viðskiptalífinu í Búlgaríu,“ segir í meðmælabréfi sem ritað er fyrir hönd Björgólfs Thors. „Í öllum hennar verkum hefur frú Borislavova sýnt sanna fagmennsku, áræðni og framúrskarandi samningslipurð. [...] Það er staðföst trú mín að Borislavova verði [...] trúr umboðsmaður sterkra tengsla milli Íslands og Búlgaríu og að hagsmunir lýðveldanna Íslands og Búlgaríu verði í öruggum höndum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ræðismaður fyrir Ísland orðuð við skipulagða glæpastarfsemi Heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu, Tsvetelina Borislavova, sem var viðskiptafélagi Björgúlfs Thors Björgúlfssonar, hefur ítrekað verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. 10. október 2017 05:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Guðmundur Árni Stefánsson, þá sendiherra og Björgólfur Thor Björgólfsson voru meðal þeirra sem mæltu með því að Tsvetelina Borislavova yrði skipuð heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu. Skipunin gekk í gegn árið 2006 og það var Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi utanríkisráðherra sem undirritaði skipunarbréfið, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í gær að Borislavova hafi í búlgörskum fjölmiðlum, og víðar, verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Meðal annars var hún unnusta Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, en tengsl hans við mafíuna í landinu eru þekkt. Í gögnum sem lekið var á vefsíðu WikiLeaks er meðal annars sagt að ræðismaðurinn stjórni stórum búlgörskum banka sem stundi vafasöm viðskipti.Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra.„Það er sterklega mælt með þessari konu af þeim sem best þekkja til í Búlgaríu. Hún er vel tengd í viðskiptum og stjórnmálum. Þá er hún náinn samstarfsaðili við þau íslensku fyrirtæki sem allra helst hafa haslað sér völl í Búlgaríu,“ segir í meðmælabréfi Guðmundar Árna Stefánssonar, þá sendiherra Íslands í Svíþjóð, sem sinnti einnig sendiherraskyldum í Búlgaríu og fleiri ríkjum. Í bréfinu vísar Guðmundur einnig til fyrirtækja Björgólfs Thors Björgólfssonar en hann var á þessum tíma aðaleigandi stórra búlgarskra fjarskipta- og lyfjafyrirtækja auk fyrirtækja í fjármálaþjónustu. „Frú Borislavova er vel þekkt og í hávegum höfð í viðskiptalífinu í Búlgaríu,“ segir í meðmælabréfi sem ritað er fyrir hönd Björgólfs Thors. „Í öllum hennar verkum hefur frú Borislavova sýnt sanna fagmennsku, áræðni og framúrskarandi samningslipurð. [...] Það er staðföst trú mín að Borislavova verði [...] trúr umboðsmaður sterkra tengsla milli Íslands og Búlgaríu og að hagsmunir lýðveldanna Íslands og Búlgaríu verði í öruggum höndum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ræðismaður fyrir Ísland orðuð við skipulagða glæpastarfsemi Heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu, Tsvetelina Borislavova, sem var viðskiptafélagi Björgúlfs Thors Björgúlfssonar, hefur ítrekað verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. 10. október 2017 05:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Ræðismaður fyrir Ísland orðuð við skipulagða glæpastarfsemi Heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu, Tsvetelina Borislavova, sem var viðskiptafélagi Björgúlfs Thors Björgúlfssonar, hefur ítrekað verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. 10. október 2017 05:00