Arion dæmt til að greiða húsfélagi 162 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2017 15:49 Langalína 2 er í Garðabæ. Mynd/Já.is Arion þarf að greiða húsfélaginu í Löngulínu 2 í Garðabæ 162 milljónir í skaðabætur vegna galla á húsinu. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Húsfélagið höfðað mál gegn bankanum, Garðabæ og byggingarstjóra húsins vegna galla sem húsfélagið taldi vera á húsinu sem er steinsteypt sex hæða hús með 48 íbúðum. Upphaflegur húsbyggjandi var Ris ehf. sem seldi flestar íbúðir til Riss fjárfestingar ehf. en nafni þess félags var síðar breytt í Löngulínu 2 ehf. Eftir hrun bankana í október 2008 yfirtók forveri Arion banka, Nýi Kaupþings banki hf., Löngulínu 2 ehf., en þá var fasteignin fokheld, og hélt Langalína 2. ehf. áfram byggingu hússins uns byggingu þess lauk haustið 2010. Taldi húsfélagið að Arion banki hafi í raun verið eigandi hússins frá 9. október 2008 og í raun ráðið öllum framkvæmdum við húsið eftir að félagið var yfirtekið af forvera Arion banka. Þá taldi húsfélagið að húsið hafi ekki verið byggt í samræmi við skipulags- og byggingarlög, lög um brunavarnir og að ekki hafi verið farið eftir byggingarreglugerðum. Húsið hafi ekki verið byggt samkvæmt viðurkenndum aðferðum og verið haldið verulegum göllum þegar lokaúttekt þess fór fram. Þetta hafi verið á ábyrgð Arion banka. Dómvaddur matsmaður komst að þeirri niðurstöðu að verktaki hefði við klæðningu hússins notast við brennanlega plasteinangrun í stað steinullareinangrunar, glertrefjanet í stað stálnets og að þykkt múrskeljar væri víðast hvar of lítil. Þá var það einnig niðurstaða matsmanns að frágangur í kringum glugga hússins væri óviðunandi. Þannig kom fram að engar þéttingar væru frá ytra byrði gluggakarma yfir á yfirborð steypu. Þannig hafi ekki verið farið eftir leiðbeiningum hönnuðar. Fara þyrfti í viðamiklar aðgerðir til þess að laga þessa galla.Komst Héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að tjón húsfélagsins væri á ábyrgð Arion banka sem ekki hafi tekist að hnekkja mati hins dómkvatta matsmanns. Var því krafa húsfélagsins tekin til greina að undanskildu því að krafa um þéttingar í kringum glugga var ekki tekin til greina. Þarf því Arion banki að greiða húsfélaginu 161,7 milljónir króna, auk 4 milljóna króna í málskostnað. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Arion þarf að greiða húsfélaginu í Löngulínu 2 í Garðabæ 162 milljónir í skaðabætur vegna galla á húsinu. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Húsfélagið höfðað mál gegn bankanum, Garðabæ og byggingarstjóra húsins vegna galla sem húsfélagið taldi vera á húsinu sem er steinsteypt sex hæða hús með 48 íbúðum. Upphaflegur húsbyggjandi var Ris ehf. sem seldi flestar íbúðir til Riss fjárfestingar ehf. en nafni þess félags var síðar breytt í Löngulínu 2 ehf. Eftir hrun bankana í október 2008 yfirtók forveri Arion banka, Nýi Kaupþings banki hf., Löngulínu 2 ehf., en þá var fasteignin fokheld, og hélt Langalína 2. ehf. áfram byggingu hússins uns byggingu þess lauk haustið 2010. Taldi húsfélagið að Arion banki hafi í raun verið eigandi hússins frá 9. október 2008 og í raun ráðið öllum framkvæmdum við húsið eftir að félagið var yfirtekið af forvera Arion banka. Þá taldi húsfélagið að húsið hafi ekki verið byggt í samræmi við skipulags- og byggingarlög, lög um brunavarnir og að ekki hafi verið farið eftir byggingarreglugerðum. Húsið hafi ekki verið byggt samkvæmt viðurkenndum aðferðum og verið haldið verulegum göllum þegar lokaúttekt þess fór fram. Þetta hafi verið á ábyrgð Arion banka. Dómvaddur matsmaður komst að þeirri niðurstöðu að verktaki hefði við klæðningu hússins notast við brennanlega plasteinangrun í stað steinullareinangrunar, glertrefjanet í stað stálnets og að þykkt múrskeljar væri víðast hvar of lítil. Þá var það einnig niðurstaða matsmanns að frágangur í kringum glugga hússins væri óviðunandi. Þannig kom fram að engar þéttingar væru frá ytra byrði gluggakarma yfir á yfirborð steypu. Þannig hafi ekki verið farið eftir leiðbeiningum hönnuðar. Fara þyrfti í viðamiklar aðgerðir til þess að laga þessa galla.Komst Héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að tjón húsfélagsins væri á ábyrgð Arion banka sem ekki hafi tekist að hnekkja mati hins dómkvatta matsmanns. Var því krafa húsfélagsins tekin til greina að undanskildu því að krafa um þéttingar í kringum glugga var ekki tekin til greina. Þarf því Arion banki að greiða húsfélaginu 161,7 milljónir króna, auk 4 milljóna króna í málskostnað.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira