Græni penninn er aldrei langt undan Guðný Hrönn skrifar 12. október 2017 09:30 Vala Matt segir græna pennann, sem margir kannast við, vera henni ómissandi. vísir/ernir Sjónvarpskonan Valgerður Matthíasdóttir, alltaf kölluð Vala Matt, er nánast alltaf með grænan penna í hendinni þegar hún sést á sjónvarpsskjánum. Penninn er fyrir löngu orðinn henni ómissandi en hún segir hann veita sér öryggistilfinningu. „Þetta byrjar líklega með því, eitthvað sem ég fattaði ekki fyrr en mörgum árum seinna, að ég sá alltaf pabba minn með svona grænan penna. En hann var kennari og skólastjóri. Hann notaði aldrei neina aðra tegund,“ segir Vala Matt sem reiknar með að þetta sé ein aðalástæða þess að græni penninn er í miklu uppáhaldi. Síðan Vala Matt fór að sjást fyrst á sjónvarpsskjánum hefur græni penninn alltaf verið við höndina. Hún segir hann hafa verið sér ómissandi í beinum útsendingum til dæmis. „Þegar ég var að byrja á Stöð 2 var ég í beinni útsendingu fimm kvöld í röð, því fylgdi mikið álag. Og þá fannst mér mikilvægt að hafa pennann hjá mér til að hripa niður punkta í auglýsingahléi eða á milli atriða. Að halda í pennann er bara einhvern veginn róandi.“ Eftir að Vala fór að nota græna pennann hefur hún ekki getað hugsað sér að nota aðra penna.„Mér finnst alveg rosalega gott að skrifa með honum. Það er enginn annar sem kemur til greina, mér finnst skriftin mín passa vel við blekið.“ „En svo er þetta orðið dálítið mikill kækur. Ég fer til dæmis ekki í ljósmyndatökur, á fundi eða einhvers konar upptökur nema að hafa pennann við höndina,“ segir hún og hlær. „Þetta er einhver öryggistilfinning sem fylgir því að halda á pennanum. Og meira að segja þegar ég veit að ég á von á símtali þá rýk ég til og gríp pennann, til að hafa á meðan ég er að spjalla.“ Penninn núllstillirVala er mikill reynslubolti þegar kemur að því að vera fyrir framan sjónvarpsupptökuvél og kann öll trixin í bókinni. Hún hefur stundum gripið til þess ráðs að láta óörugga viðmælendur í sjónvarpi fá penna í hönd. „Þegar ég hef fengið viðmælanda sem er kannski stressaður og veit ekki alveg hvernig hann á að vera þá hef ég látið hann fá penna eða kannski blað, það núllstillir mann.“ Vala er svo ein þeirra sem notast við dagbók til að skrifa hjá sér minnispunkta og önnur atriði og þá kemur græni penninn sér vel. „Ég er nefnilega fræg fyrir að vera með þyngstu dagbók sem um getur í töskunni minni. Ég er með iPhone og get sett minnispunkta inn í hann og sömuleiðis létta tölvu en mér finnst bara ofsalega gaman að koma við pappír. Og ég er iðulega með úrklippur í dagbókinni og ríf gjarnan úr tímaritum myndir sem veita mér innblástur. Dagbókin þyngir vissulega töskuna en ég legg það á mig frekar en að sleppa henni.“ Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Sjá meira
Sjónvarpskonan Valgerður Matthíasdóttir, alltaf kölluð Vala Matt, er nánast alltaf með grænan penna í hendinni þegar hún sést á sjónvarpsskjánum. Penninn er fyrir löngu orðinn henni ómissandi en hún segir hann veita sér öryggistilfinningu. „Þetta byrjar líklega með því, eitthvað sem ég fattaði ekki fyrr en mörgum árum seinna, að ég sá alltaf pabba minn með svona grænan penna. En hann var kennari og skólastjóri. Hann notaði aldrei neina aðra tegund,“ segir Vala Matt sem reiknar með að þetta sé ein aðalástæða þess að græni penninn er í miklu uppáhaldi. Síðan Vala Matt fór að sjást fyrst á sjónvarpsskjánum hefur græni penninn alltaf verið við höndina. Hún segir hann hafa verið sér ómissandi í beinum útsendingum til dæmis. „Þegar ég var að byrja á Stöð 2 var ég í beinni útsendingu fimm kvöld í röð, því fylgdi mikið álag. Og þá fannst mér mikilvægt að hafa pennann hjá mér til að hripa niður punkta í auglýsingahléi eða á milli atriða. Að halda í pennann er bara einhvern veginn róandi.“ Eftir að Vala fór að nota græna pennann hefur hún ekki getað hugsað sér að nota aðra penna.„Mér finnst alveg rosalega gott að skrifa með honum. Það er enginn annar sem kemur til greina, mér finnst skriftin mín passa vel við blekið.“ „En svo er þetta orðið dálítið mikill kækur. Ég fer til dæmis ekki í ljósmyndatökur, á fundi eða einhvers konar upptökur nema að hafa pennann við höndina,“ segir hún og hlær. „Þetta er einhver öryggistilfinning sem fylgir því að halda á pennanum. Og meira að segja þegar ég veit að ég á von á símtali þá rýk ég til og gríp pennann, til að hafa á meðan ég er að spjalla.“ Penninn núllstillirVala er mikill reynslubolti þegar kemur að því að vera fyrir framan sjónvarpsupptökuvél og kann öll trixin í bókinni. Hún hefur stundum gripið til þess ráðs að láta óörugga viðmælendur í sjónvarpi fá penna í hönd. „Þegar ég hef fengið viðmælanda sem er kannski stressaður og veit ekki alveg hvernig hann á að vera þá hef ég látið hann fá penna eða kannski blað, það núllstillir mann.“ Vala er svo ein þeirra sem notast við dagbók til að skrifa hjá sér minnispunkta og önnur atriði og þá kemur græni penninn sér vel. „Ég er nefnilega fræg fyrir að vera með þyngstu dagbók sem um getur í töskunni minni. Ég er með iPhone og get sett minnispunkta inn í hann og sömuleiðis létta tölvu en mér finnst bara ofsalega gaman að koma við pappír. Og ég er iðulega með úrklippur í dagbókinni og ríf gjarnan úr tímaritum myndir sem veita mér innblástur. Dagbókin þyngir vissulega töskuna en ég legg það á mig frekar en að sleppa henni.“
Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Sjá meira