Freyr: Sumir að taka fram úr okkur og því má ekki sofna á verðinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. október 2017 19:15 Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, segir að íslenskur kvennafótbolti megi ekki sofna á verðinum þrátt fyrir að vera í fremstu röð. Freyr valdi í dag hópinn fyrir leikina á móti Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019. Selma Sól Magnúsdóttir úr Breiðabliki er eini nýliðinn í hópnum sem Freyr valdi fyrir þessa gríðarlega erfiðu og mikilvægu leiki sem munu hafa mikil áhrif á leið stelpnanna á heimsmeistaramótið. Þýskaland er eitt besta lið heims og eitt besta lið sögunnar en Freyr vonast eftir að komast að minnsta kosti með fjögur stig heim úr ferðinni. Er það raunhæfur möguleiki? „Það er möguleiki eins og alltaf í íþróttum. Við vorum nú bara að sýna það hérna síðast á mánudaginn að það er allt hægt í þessu. Verkefnið er samt gríðarlega erfitt. Við þurfum að hitta á okkar besta dag á móti Þýskalandi og við þurfum að halda í grunngildin okkar og ná aðeins að ýta á veikleika þeirra til þess að þetta gangi upp, ég geri mér grein fyrir því. En maður er alltaf jafn borubrattur og leggur upp leikina með það að markmiði að vinna þá,“ segir Freyr. Tékkneska liðið, eins og fleiri um gervalla Evrópu, hefur bætt sig mikið og gert það hratt. Liðið vann Færeyjar, 8-0, eins og Ísland og tapaði ekki nema 1-0 fyrir Þjóðverjum á sjálfsmarki. Þetta er enn eitt dæmið um þjóð sem var á eftir Íslandi en sækir nú hratt að okkar stelpum. Er þetta áhyggjuefni? „Þetta er spurning sem að ég og fólkið hérna erum búin að spyrja okkur að. Ég held að við verðum bara að viðurkenna það, að sum eru að nálgast okkur á ógnarhraða og sum búin að taka fram úr okkur,“ segir Freyr. Hann segir að íslenska landsliðið hafi verið á undan sinni samtíð um 2006-2008 þökk sé mikilli jafnréttishugsjón hér á landi en nú þurfum við að hafa augun opin fyrir miklum uppgangi kvennaboltans út um alla álfuna. „Við þurfum virkilega að skoða allt sem við erum að gera allt frá grasrótinni upp í A-landsliðið og passa að sofna ekki á verðinum. Ég gat sagt það fyrir mitt leyti að ég er stöðugt að skoða hvað við getum gert betur og leggja til hluti. Ég vonast til að KSÍ og félögin séu tilbúin að horfa inn á við án þess að vera í einhverju panikki. Við þurfum að vera meðvituð að við getum gert margt betur þrátt fyrir að vera í fremstu röð.“ Freyr hefur verið að vinna mikið með karlalandsliðinu að undanförnu en hann segir það ekki bitna á stelpunum. Þær eru meðvitaðar um að hann vinnur mikið fyrir KSÍ en aðallega þær. „Fyrst og síðast hef ég bara fengið frábærar kveðjur frá leikmönnum kvennalandsliðsins. Þær vita að ég er með þeim 100 prósent og fylgist með öllu sem að þær gera. Þetta bitnar fyrst og síðast á fjölskyldulífinu, því miður. Ég er búinn að lofa því að ég verð rosalega öflugur heima í desember,“ segir Freyr Alexandersson brosmildur. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Svona var fundur Freys í Laugardalnum Stelpurnar okkar eiga tvo erfiða útileiki fyrir höndum í undankeppni HM 2019. 12. október 2017 12:45 Einn nýliði í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í næstu leikjum liðsins í undankeppni HM 2019 á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. 12. október 2017 13:30 Freyr fékk símtöl úr Pepsi-deildinni Stóð aldrei til að hætta þjálfun kvennalandsliðsins núna. 12. október 2017 13:58 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, segir að íslenskur kvennafótbolti megi ekki sofna á verðinum þrátt fyrir að vera í fremstu röð. Freyr valdi í dag hópinn fyrir leikina á móti Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019. Selma Sól Magnúsdóttir úr Breiðabliki er eini nýliðinn í hópnum sem Freyr valdi fyrir þessa gríðarlega erfiðu og mikilvægu leiki sem munu hafa mikil áhrif á leið stelpnanna á heimsmeistaramótið. Þýskaland er eitt besta lið heims og eitt besta lið sögunnar en Freyr vonast eftir að komast að minnsta kosti með fjögur stig heim úr ferðinni. Er það raunhæfur möguleiki? „Það er möguleiki eins og alltaf í íþróttum. Við vorum nú bara að sýna það hérna síðast á mánudaginn að það er allt hægt í þessu. Verkefnið er samt gríðarlega erfitt. Við þurfum að hitta á okkar besta dag á móti Þýskalandi og við þurfum að halda í grunngildin okkar og ná aðeins að ýta á veikleika þeirra til þess að þetta gangi upp, ég geri mér grein fyrir því. En maður er alltaf jafn borubrattur og leggur upp leikina með það að markmiði að vinna þá,“ segir Freyr. Tékkneska liðið, eins og fleiri um gervalla Evrópu, hefur bætt sig mikið og gert það hratt. Liðið vann Færeyjar, 8-0, eins og Ísland og tapaði ekki nema 1-0 fyrir Þjóðverjum á sjálfsmarki. Þetta er enn eitt dæmið um þjóð sem var á eftir Íslandi en sækir nú hratt að okkar stelpum. Er þetta áhyggjuefni? „Þetta er spurning sem að ég og fólkið hérna erum búin að spyrja okkur að. Ég held að við verðum bara að viðurkenna það, að sum eru að nálgast okkur á ógnarhraða og sum búin að taka fram úr okkur,“ segir Freyr. Hann segir að íslenska landsliðið hafi verið á undan sinni samtíð um 2006-2008 þökk sé mikilli jafnréttishugsjón hér á landi en nú þurfum við að hafa augun opin fyrir miklum uppgangi kvennaboltans út um alla álfuna. „Við þurfum virkilega að skoða allt sem við erum að gera allt frá grasrótinni upp í A-landsliðið og passa að sofna ekki á verðinum. Ég gat sagt það fyrir mitt leyti að ég er stöðugt að skoða hvað við getum gert betur og leggja til hluti. Ég vonast til að KSÍ og félögin séu tilbúin að horfa inn á við án þess að vera í einhverju panikki. Við þurfum að vera meðvituð að við getum gert margt betur þrátt fyrir að vera í fremstu röð.“ Freyr hefur verið að vinna mikið með karlalandsliðinu að undanförnu en hann segir það ekki bitna á stelpunum. Þær eru meðvitaðar um að hann vinnur mikið fyrir KSÍ en aðallega þær. „Fyrst og síðast hef ég bara fengið frábærar kveðjur frá leikmönnum kvennalandsliðsins. Þær vita að ég er með þeim 100 prósent og fylgist með öllu sem að þær gera. Þetta bitnar fyrst og síðast á fjölskyldulífinu, því miður. Ég er búinn að lofa því að ég verð rosalega öflugur heima í desember,“ segir Freyr Alexandersson brosmildur. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Svona var fundur Freys í Laugardalnum Stelpurnar okkar eiga tvo erfiða útileiki fyrir höndum í undankeppni HM 2019. 12. október 2017 12:45 Einn nýliði í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í næstu leikjum liðsins í undankeppni HM 2019 á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. 12. október 2017 13:30 Freyr fékk símtöl úr Pepsi-deildinni Stóð aldrei til að hætta þjálfun kvennalandsliðsins núna. 12. október 2017 13:58 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Svona var fundur Freys í Laugardalnum Stelpurnar okkar eiga tvo erfiða útileiki fyrir höndum í undankeppni HM 2019. 12. október 2017 12:45
Einn nýliði í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í næstu leikjum liðsins í undankeppni HM 2019 á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. 12. október 2017 13:30
Freyr fékk símtöl úr Pepsi-deildinni Stóð aldrei til að hætta þjálfun kvennalandsliðsins núna. 12. október 2017 13:58
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu