Vilja setja fjóra milljarða í átak gegn kynbundnu ofbeldi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. október 2017 17:15 Helga Vala Helgadóttir er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Vísir/Vilhelm Samfylkingin vill veita fjórum milljörðum á næsta kjörtímabili til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi. Þetta tilkynnti Helga Vala Helgadóttir, oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, á málþingi á vegum Femínistafélags Háskóla Íslands í dag. Um er að ræða þríþætta áætlun og er gert ráð fyrir að einum milljarði sé varið á hverju ári kjörtímabilsins í verkefnið. Um er að ræða eflingu á löggæslu, fræðslu og forvarnir á öllum skólastigum og betri heilbrigðisþjónustu. „Það þarf að efla löggæsluna til þess að fá fram markvissari málsmeðferð í ofbeldisbrotum. Við erum ekki bara að tala um kynferðisofbeldi. Við erum að tala um kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi og svo þetta netofbeldi sem er auðvitað risastór þáttur sem einhvern veginn við erum ekki að sinna,“ segir Helga Vala Helgadóttir í samtali við Vísi.Lögreglumenn hætti vegna veikinda Hún segir nauðsynlegt að fjölga lögregluþjónum á íslandi. Þeim hafi fækkað undanfarin tíu ár frá 712 niður í 660. Nú séu fleiri einstaklingar hérlendis, bæði Íslendingar sem og ferðamenn. „Það er ekkert óalgengt að meðal lögreglumaðurinn vinni um 100 yfirvinnutíma í mánuði, sem eru þá svona 25 á viku sirka. Það er bara, maður sér alveg strax hvernig það fer. Það er svo ótrúlega mikið álag. við erum að missa fólk út úr þessari stétt, við erum að missa fólk í langtimaveikindi, reynslumikla lögregluþjóna. þetta er hrikalegt ástand. Þessu hefur bara ekkert verið sinnt, þrátt fyrir ákall árum saman.“ Annar hluti átaksins snýr að viðvarandi fræðslu og forvörnum í skólum á grunnskóla-, menntaskóla- og háskólastigi. „Ekki eitthvað mánaðarátak þar sem við komum inn í samfélagsfræðitímana, heldur að setja þetta inn í lífsleiknina. Þannig við byrjum bara strax í grunnskóla á því að efna fræðsluna. það er þar sem framtíðar gerendur og þolendur eru og þarna þurfum við að byrja. Meðvitundin þarf að vera alveg skýr alveg frá byrjun,“ segir Helga. „Þriðji punkturinn er heilbrigðiskerfið. Neyðarmóttaka á landspítala hefur verið í algjörri framvarðarsveit þegar kemur að móttöku brotaþola. En það veltur það rosalega mikið á elju þeirrar manneskju sem þar heldur um taumana.“ Hún bendir á að heilbrigðisstofnanir annars staðar á landinu standi verr þegar kemur að meðferð kynferðisbrota. Samræma þurfi þjónustuna og jafnframt auka framlag til neyðarmóttöku Landspítala. Kosningar 2017 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Samfylkingin vill veita fjórum milljörðum á næsta kjörtímabili til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi. Þetta tilkynnti Helga Vala Helgadóttir, oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, á málþingi á vegum Femínistafélags Háskóla Íslands í dag. Um er að ræða þríþætta áætlun og er gert ráð fyrir að einum milljarði sé varið á hverju ári kjörtímabilsins í verkefnið. Um er að ræða eflingu á löggæslu, fræðslu og forvarnir á öllum skólastigum og betri heilbrigðisþjónustu. „Það þarf að efla löggæsluna til þess að fá fram markvissari málsmeðferð í ofbeldisbrotum. Við erum ekki bara að tala um kynferðisofbeldi. Við erum að tala um kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi og svo þetta netofbeldi sem er auðvitað risastór þáttur sem einhvern veginn við erum ekki að sinna,“ segir Helga Vala Helgadóttir í samtali við Vísi.Lögreglumenn hætti vegna veikinda Hún segir nauðsynlegt að fjölga lögregluþjónum á íslandi. Þeim hafi fækkað undanfarin tíu ár frá 712 niður í 660. Nú séu fleiri einstaklingar hérlendis, bæði Íslendingar sem og ferðamenn. „Það er ekkert óalgengt að meðal lögreglumaðurinn vinni um 100 yfirvinnutíma í mánuði, sem eru þá svona 25 á viku sirka. Það er bara, maður sér alveg strax hvernig það fer. Það er svo ótrúlega mikið álag. við erum að missa fólk út úr þessari stétt, við erum að missa fólk í langtimaveikindi, reynslumikla lögregluþjóna. þetta er hrikalegt ástand. Þessu hefur bara ekkert verið sinnt, þrátt fyrir ákall árum saman.“ Annar hluti átaksins snýr að viðvarandi fræðslu og forvörnum í skólum á grunnskóla-, menntaskóla- og háskólastigi. „Ekki eitthvað mánaðarátak þar sem við komum inn í samfélagsfræðitímana, heldur að setja þetta inn í lífsleiknina. Þannig við byrjum bara strax í grunnskóla á því að efna fræðsluna. það er þar sem framtíðar gerendur og þolendur eru og þarna þurfum við að byrja. Meðvitundin þarf að vera alveg skýr alveg frá byrjun,“ segir Helga. „Þriðji punkturinn er heilbrigðiskerfið. Neyðarmóttaka á landspítala hefur verið í algjörri framvarðarsveit þegar kemur að móttöku brotaþola. En það veltur það rosalega mikið á elju þeirrar manneskju sem þar heldur um taumana.“ Hún bendir á að heilbrigðisstofnanir annars staðar á landinu standi verr þegar kemur að meðferð kynferðisbrota. Samræma þurfi þjónustuna og jafnframt auka framlag til neyðarmóttöku Landspítala.
Kosningar 2017 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira