Getur ekki kosið Sjálfstæðisflokkinn með góðri samvisku Ingvar Þór Björnsson skrifar 13. október 2017 22:34 Geir Jón segir að framkoma Sigríðar og Haraldar Johannessen sé einsdæmi í sögunni. Geir Jón Þórisson hyggst ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu alþingiskosningum þrátt fyrir að skipa heiðurssæti á lista flokksins. Ástæða þess er niðurstaða Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að afhafast ekki í máli Kristjáns Þorbjörnssonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns á Blönduósi. Kristjáni var vikið frá störfum ári áður en hann átti að fara á eftirlaun á skjön við samkomulag sem hafði verið gert. „Í sumar var brotið ákveðið samkomulag sem gert var í tíð Björns Bjarnasonar, þáverandi dóms- og kirkjumálamálaráðherra, þegar skipulagi var breytt varðandi lögregluembættin í landinu og þeim fækkað og þau stækkuð. Þá var um það samkomulag að allir þeir sem störfuðu í gömlu embættunum færu í nýju embættin og héldu sínum stöðum. Sérstaklega átti þetta við um yfirlögregluþjóna og lögreglustjóra en það var ljóst að þeim myndi fækka með tímanum,“ segir Geir í samtali við Vísi. Segir hann jafnframt að það hafi verið ljóst að þær breytingar yrðu ekki fyrr en starfsmenn færu á eftirlaun. Samkomulagið var svo brotið þegar Kristjáni var vikið úr embætti. „Svo gerist það að einn af okkar yfirlögregluþjónum er rekinn úr starfi án þess að hafa brotið af sér. Nýr lögreglustjóri kemur inn og er búinn að starfa þar í rúmlega mánuð þegar hann segir honum upp vegna fjárhagsstöðu embættis.“ Segir Geir Jón að hann hafi tekið þetta mál mjög nærri sér þar sem hann var formaður Félags yfirlögregluþjóna þegar endurskipulagning embættanna fór af stað. „Ég þurfti að sannfæra félaga mína um það að við samkomulagið yrði staðið. Svo er ekki staðið við það af flokksfélaga mínum í dag en ég gekk mjög fast eftir því að þessu yrði breytt,“ segir hann.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, ákvað að aðhafast ekkert í málinu,vísir/ernirGetur ekki stutt flokkinn vegna viðhorfs Sigríðar til starfsmanna sinna„Svo kemur tilboð til þessa manns frá ráðuneytinu þar sem honum er boðið starf í Reykjavík hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem óbreyttur lögreglumaður í dagvinnu. Þetta er svo mikil lítilsvirðing að ég á ekki orð yfir þetta,“ segir Geir. „Ég get ekki stutt flokk sem er með trúnaðarmann á sínum snærum sem hefur þetta viðhorf gagnvart sínum starfsmönnum. Þetta er undirmaður hans og þetta er það eina sem ég get gert,“ segir Geir Jón sem hefur verið Sjálfstæðismaður í fimmtíu ár. Geir Jón segir að framkoman sé einsdæmi í sögunni. „Ég vildi trúa því fram á síðasta dag að þetta yrði lagfært. Þetta hefur aldrei gerst áður í sögu lögreglunnar – að mönnum sé skákað út af borðinu án þess að hafa nokkuð til saka unnið, aldrei fengið áminningu, aldrei fengið tiltal.“ Geir ætlar að halda heiðurssætinu á listanum og hefur greint formanni Sjálfstæðisflokksins frá afstöðu sinni sem og öðrum frambjóðendum á lista flokksins í Suðurkjördæmi. „Samvisku minnar vegna get ég ekki stutt flokk sem er með mann innanborðs sem kemur svona fram við félaga minn og mér er málið skylt þar sem ég kom að þessu á sínum tíma. Þó svo að ég sé í heiðurssæti á listanum þá verður þetta bara að vera svona,“ segir hann. Kosningar 2017 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Geir Jón Þórisson hyggst ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu alþingiskosningum þrátt fyrir að skipa heiðurssæti á lista flokksins. Ástæða þess er niðurstaða Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að afhafast ekki í máli Kristjáns Þorbjörnssonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns á Blönduósi. Kristjáni var vikið frá störfum ári áður en hann átti að fara á eftirlaun á skjön við samkomulag sem hafði verið gert. „Í sumar var brotið ákveðið samkomulag sem gert var í tíð Björns Bjarnasonar, þáverandi dóms- og kirkjumálamálaráðherra, þegar skipulagi var breytt varðandi lögregluembættin í landinu og þeim fækkað og þau stækkuð. Þá var um það samkomulag að allir þeir sem störfuðu í gömlu embættunum færu í nýju embættin og héldu sínum stöðum. Sérstaklega átti þetta við um yfirlögregluþjóna og lögreglustjóra en það var ljóst að þeim myndi fækka með tímanum,“ segir Geir í samtali við Vísi. Segir hann jafnframt að það hafi verið ljóst að þær breytingar yrðu ekki fyrr en starfsmenn færu á eftirlaun. Samkomulagið var svo brotið þegar Kristjáni var vikið úr embætti. „Svo gerist það að einn af okkar yfirlögregluþjónum er rekinn úr starfi án þess að hafa brotið af sér. Nýr lögreglustjóri kemur inn og er búinn að starfa þar í rúmlega mánuð þegar hann segir honum upp vegna fjárhagsstöðu embættis.“ Segir Geir Jón að hann hafi tekið þetta mál mjög nærri sér þar sem hann var formaður Félags yfirlögregluþjóna þegar endurskipulagning embættanna fór af stað. „Ég þurfti að sannfæra félaga mína um það að við samkomulagið yrði staðið. Svo er ekki staðið við það af flokksfélaga mínum í dag en ég gekk mjög fast eftir því að þessu yrði breytt,“ segir hann.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, ákvað að aðhafast ekkert í málinu,vísir/ernirGetur ekki stutt flokkinn vegna viðhorfs Sigríðar til starfsmanna sinna„Svo kemur tilboð til þessa manns frá ráðuneytinu þar sem honum er boðið starf í Reykjavík hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem óbreyttur lögreglumaður í dagvinnu. Þetta er svo mikil lítilsvirðing að ég á ekki orð yfir þetta,“ segir Geir. „Ég get ekki stutt flokk sem er með trúnaðarmann á sínum snærum sem hefur þetta viðhorf gagnvart sínum starfsmönnum. Þetta er undirmaður hans og þetta er það eina sem ég get gert,“ segir Geir Jón sem hefur verið Sjálfstæðismaður í fimmtíu ár. Geir Jón segir að framkoman sé einsdæmi í sögunni. „Ég vildi trúa því fram á síðasta dag að þetta yrði lagfært. Þetta hefur aldrei gerst áður í sögu lögreglunnar – að mönnum sé skákað út af borðinu án þess að hafa nokkuð til saka unnið, aldrei fengið áminningu, aldrei fengið tiltal.“ Geir ætlar að halda heiðurssætinu á listanum og hefur greint formanni Sjálfstæðisflokksins frá afstöðu sinni sem og öðrum frambjóðendum á lista flokksins í Suðurkjördæmi. „Samvisku minnar vegna get ég ekki stutt flokk sem er með mann innanborðs sem kemur svona fram við félaga minn og mér er málið skylt þar sem ég kom að þessu á sínum tíma. Þó svo að ég sé í heiðurssæti á listanum þá verður þetta bara að vera svona,“ segir hann.
Kosningar 2017 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira