Ólafur Ragnar, Nicola Sturgeon og baráttukonur í Víglínunni 14. október 2017 09:33 Margrét Tryggvadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson eru í hópi gesta Víglínunnar í dag. Vísir Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og formaður Hringborðs norðurslóða, eða Arctic Circle, verður gestur Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Um þessar mundir eru fimm ár liðin frá því Ólafur Ragnar beitti sér fyrir fyrsta Hringborðsþinginu árið 2012. Síðan þá hefur þessi vettvangur vísindafólks, frjálsra samtaka, háskóla, stofnana, viðskiptalífs, stjórnmálamanna og leiðtoga um málefni norðurslóða vaxið í að vera stærsti vettvangur sinnar tegundar í heiminum. Þá verður rætt við Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, í Víglínunni um Brexit og afstöðu Skota til útgöngu Bretlandseyja úr Evrópusambandinu en hún gagnrýnir harðlega hvernig stjórnvöld í Lundúnum hafa haldið á málum. Sturgeon segir Skota áskilja sér rétt til að boða til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota enda hafi meirihluti þeirra greitt atkvæði með því að Skotar verði áfram í Evrópusambandinu þegar þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögnina fór fram. Í dag eru aðeins tvær vikur til kosninga. Tvær baráttukonur úr stærsta kjördæmi landsins, Suðvesturkjördæmi, mæta í Víglínuna til að fara yfir stöðuna og helstu mál í umræðunni. Það eru þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður Viðreisnar, og Margrét Tryggvadóttir sem skipar annað sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20. Víglínan Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og formaður Hringborðs norðurslóða, eða Arctic Circle, verður gestur Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Um þessar mundir eru fimm ár liðin frá því Ólafur Ragnar beitti sér fyrir fyrsta Hringborðsþinginu árið 2012. Síðan þá hefur þessi vettvangur vísindafólks, frjálsra samtaka, háskóla, stofnana, viðskiptalífs, stjórnmálamanna og leiðtoga um málefni norðurslóða vaxið í að vera stærsti vettvangur sinnar tegundar í heiminum. Þá verður rætt við Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, í Víglínunni um Brexit og afstöðu Skota til útgöngu Bretlandseyja úr Evrópusambandinu en hún gagnrýnir harðlega hvernig stjórnvöld í Lundúnum hafa haldið á málum. Sturgeon segir Skota áskilja sér rétt til að boða til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota enda hafi meirihluti þeirra greitt atkvæði með því að Skotar verði áfram í Evrópusambandinu þegar þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögnina fór fram. Í dag eru aðeins tvær vikur til kosninga. Tvær baráttukonur úr stærsta kjördæmi landsins, Suðvesturkjördæmi, mæta í Víglínuna til að fara yfir stöðuna og helstu mál í umræðunni. Það eru þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður Viðreisnar, og Margrét Tryggvadóttir sem skipar annað sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.
Víglínan Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira