Innlent

Víglínan í beinni: Ólafur Ragnar, Nicola Sturgeon og baráttukonur í Kraganum

Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands og formaður Hringborðs norðurslóða, eða Arctic Circle, verður gestur Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Útsendingin hefst á slaginu 12:20.
Fimm ár eru um þessar mundir liðin frá því Ólafur Ragnar beitti sér fyrir fyrsta Hringborðsþinginu árið 2012. Síðan þá hefur þessi vettvangur vísindafólks, frjálsra samtaka, háskóla, stofnana, viðskiptalífs, stjórnmálamanna og leiðtoga um málefni norðurslóða vaxið í að vera stærsti vettvangur sinnar tegundar í heiminum.

Einnig verður rætt við Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, um Brexit og afstöðu Skota til útgöngu Bretlandseyja úr Evrópusambandinu en hún gagnrýnir harðlega hvernig stjórnvöld í Lundúnum hafa haldið á málum. Sturgeon segir Skota áskilja sér rétt til að boða til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Sjálfstæði Skota enda hafi meirihluti þeirra greitt atkvæði með því að Skotar verði áfram í Evrópusambandinu þegar þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögnina fór fram.

Í dag eru aðeins tvær vikur til kosninga. Tvær baráttukonur úr stærsta kjördæmi landsins, Suðvesturkjördæmi, mæta í Víglínuna til að fara yfir stöðuna og helstu mál í umræðunni. Það eru þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður Viðreisnar, og Margrét Tryggvadóttir sem skipar annað sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.