Eigendur Strætó vilja vera sýnilegri í Leifsstöð 17. október 2017 06:00 Eigendum Strætó svíður að vera ekki listaðir sem möguleiki í Leifsstöð. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur ítrekað farið þess á leit við Isavia að almenningssamgöngur verði gerðar sýnilegri valkostur í Leifsstöð. Erlendir ferðamenn geti ekki með góðu móti áttað sig á að hægt sé að taka strætó til Reykjavíkur miðað við ástandið í dag. Isavia telur sig gera Strætó góð skil en boðar að útimerkingar verði bættar. „Við höfum óskað eftir því að vera sýnileg því eins og staðan er núna erum við eitt best geymda leyndarmálið um að það séu almenningssamgöngur í boði við flugstöðina,“ segir Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS). Almenningssamgöngur eru í dag ekki merktar sérstaklega sem valkostur á skiltum í Leifsstöð fyrir farþega og ferðamenn líkt og leigubílar, rútur og bílaleigur. Þá gagnrýnir sambandið, sem aðstandandi 55 hjá Strætó, aðstöðuleysið sömuleiðis.Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.Strætó getur í dag skilað farþegum af sér fyrir framan flugstöðina en til að taka á móti komufarþegum er vagninum úthlutað svæði um 200 metrum frá flugstöðinni hjá skammtímastæðunum. „Þar sem er engin lýsing og engar merkingar. Inni í flugstöðinni sjálfri er heldur ekki að finna neinar merkingar, þannig að þetta er mjög bagalegt ástand fyrir ferðamenn sem vilja nýta sér almenningssamgöngur en finna þær ekki með góðu móti,“ segir Berglind sem finnst að Strætó eigi að vera jafnsýnilegur og aðrir. Segir hún aðspurð að rekstur leiðarinnar hafi verið þungur og verið rekinn með halla. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, bendir á að nýlega hafi farið fram útboð á stæðunum í kringum flugstöðina þar sem tvö stóru rútufélögin greiði gjald fyrir góða staðsetningu. Skiljanlega væri erfitt að bjóða þeim sem ekki greiða fyrir stæði sömu staðsetningu og þeim sem geri það. Strætó hafi, líkt og aðrir sem ekki greiði fyrir aðstöðuna, stæði við skammtímastæðin. „Svo gerum við þeim góð skil á vefnum okkar, Kefairport.is og .com þar sem skráðar eru ferðir Strætó og hlekkir á vef þeirra og tímatöflur. Við teljum okkur vera að gera þessu góð skil. Við förum ákveðið langt í að kynna þau en svo eru fyrirtækin bara með sína eigin markaðssetningu á sinni vöru. Strætó er þannig að fá meira en önnur fyrirtæki sem ekki er sérstakur samningur við.“ Aðspurður segir Guðni að Strætó geti keypt auglýsingaskilti innanhúss ef áhugi er á. Isavia hyggist þó bæta merkinguna fyrir Strætó á útisvæðinu á næstunni. Strætó er ódýrari valkostur fyrir ferðamenn en leigubílar og heldur ódýrari en fargjöld rútufyrirtækjanna. Strætó með leið 55 frá Leifsstöð til Reykjavíkur kostar í dag 1.760 kr. og tekur ferðin rúman klukkutíma. Grayline Airport Express selur sömu ferð á 2.400 krónur og Reykjavík Excursions selur ferðina á 2.500 kr. Ferðir rútufyrirtækjanna taka á bilinu 35-45 mínútur. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Sjá meira
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur ítrekað farið þess á leit við Isavia að almenningssamgöngur verði gerðar sýnilegri valkostur í Leifsstöð. Erlendir ferðamenn geti ekki með góðu móti áttað sig á að hægt sé að taka strætó til Reykjavíkur miðað við ástandið í dag. Isavia telur sig gera Strætó góð skil en boðar að útimerkingar verði bættar. „Við höfum óskað eftir því að vera sýnileg því eins og staðan er núna erum við eitt best geymda leyndarmálið um að það séu almenningssamgöngur í boði við flugstöðina,“ segir Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS). Almenningssamgöngur eru í dag ekki merktar sérstaklega sem valkostur á skiltum í Leifsstöð fyrir farþega og ferðamenn líkt og leigubílar, rútur og bílaleigur. Þá gagnrýnir sambandið, sem aðstandandi 55 hjá Strætó, aðstöðuleysið sömuleiðis.Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.Strætó getur í dag skilað farþegum af sér fyrir framan flugstöðina en til að taka á móti komufarþegum er vagninum úthlutað svæði um 200 metrum frá flugstöðinni hjá skammtímastæðunum. „Þar sem er engin lýsing og engar merkingar. Inni í flugstöðinni sjálfri er heldur ekki að finna neinar merkingar, þannig að þetta er mjög bagalegt ástand fyrir ferðamenn sem vilja nýta sér almenningssamgöngur en finna þær ekki með góðu móti,“ segir Berglind sem finnst að Strætó eigi að vera jafnsýnilegur og aðrir. Segir hún aðspurð að rekstur leiðarinnar hafi verið þungur og verið rekinn með halla. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, bendir á að nýlega hafi farið fram útboð á stæðunum í kringum flugstöðina þar sem tvö stóru rútufélögin greiði gjald fyrir góða staðsetningu. Skiljanlega væri erfitt að bjóða þeim sem ekki greiða fyrir stæði sömu staðsetningu og þeim sem geri það. Strætó hafi, líkt og aðrir sem ekki greiði fyrir aðstöðuna, stæði við skammtímastæðin. „Svo gerum við þeim góð skil á vefnum okkar, Kefairport.is og .com þar sem skráðar eru ferðir Strætó og hlekkir á vef þeirra og tímatöflur. Við teljum okkur vera að gera þessu góð skil. Við förum ákveðið langt í að kynna þau en svo eru fyrirtækin bara með sína eigin markaðssetningu á sinni vöru. Strætó er þannig að fá meira en önnur fyrirtæki sem ekki er sérstakur samningur við.“ Aðspurður segir Guðni að Strætó geti keypt auglýsingaskilti innanhúss ef áhugi er á. Isavia hyggist þó bæta merkinguna fyrir Strætó á útisvæðinu á næstunni. Strætó er ódýrari valkostur fyrir ferðamenn en leigubílar og heldur ódýrari en fargjöld rútufyrirtækjanna. Strætó með leið 55 frá Leifsstöð til Reykjavíkur kostar í dag 1.760 kr. og tekur ferðin rúman klukkutíma. Grayline Airport Express selur sömu ferð á 2.400 krónur og Reykjavík Excursions selur ferðina á 2.500 kr. Ferðir rútufyrirtækjanna taka á bilinu 35-45 mínútur.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent