Ritstjóri Stundarinnar segir staðhæfingu Bjarna í Fréttablaðinu ranga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2017 10:52 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar. vísir/ernir/heiða Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, hefur sent fréttastofu áréttingu vegna staðhæfingar Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis í Fréttablaðinu í dag að Stundin hafi í fréttaflutningi sínum af viðskiptum Bjarna fyrir hrun sagt félagið Hafsilfur hafa verið í eigu hans. Bjarni sagði þessa staðhæfingu Stundarinnar ranga þar sem Hafsilfur var í eigu föður hans. „Þeir segja að ég hafi átt félagið. Það er rangt,“ sagði Bjarni í Fréttablaðinu í dag. Í áréttingu Jóns Trausta segir að Stundin hafi hvergi haldið því fram að Hafsilfur hafi nokkurn tímann verið í eigu Bjarna. Þess vegna sé staðhæfing hans í Fréttablaðinu í dag röng en hér á eftir fer árétting Jóns Trausta: „Forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins staðhæfir í viðtali við Fréttablaðið í dag að Stundin hafi ranglega sagt að félagið Hafsilfur ehf, sem tók yfir 50 milljóna króna kúlulán hans, hafi verið í hans eigu. Þessi fullyrðing um fréttaflutning Stundarinnar er röng. Stundin hefur hvergi haldið því fram að Hafsilfur hefði nokkurn tímann verið í eigu Bjarna Benediktssonar. Félagið var í eigu föður hans, Benedikts Sveinssonar, líkt og kemur fram í umfjöllun Stundarinnar. Hins vegar kom fram í umfjöllun Stundarinnar að starfsmenn Glitnis hafi rætt sín á milli um Hafsilfur sem félag Bjarna Benediktssonar og hann hafi beitt sér fyrir hönd félagsins í samskiptum við bankann. Rétt er að taka fram að ekki hefur verið bent á neitt rangt í umfjöllun Stundarinnar um viðskipti núverandi forsætisráðherra og skyldmenna hans í aðdraganda hrunsins, þegar hann gengdi þingmennsku og kom sérstaklega að málefnum bankans sem kjörinn fulltrúi. Í ljósi þess að sett hefur verið lögbann á Stundina og henni gerð óheimil öll efnisleg umfjöllun byggð á gögnum úr Glitni mun Stundin ekki geta notast við þau til að svara frekar efnislegum athugasemdum forsætisráðherra.“ Tengdar fréttir Ritstjóri segir Bjarna að líta í eigin barm Forsætisráðherra svarar spurningum um fréttir Stundarinnar sem hann hefur ekki viljað svara Stundinni um. Bjarni Benediktsson segir öll sín viðskipti við Glitni standast skoðun. 18. október 2017 05:00 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, hefur sent fréttastofu áréttingu vegna staðhæfingar Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis í Fréttablaðinu í dag að Stundin hafi í fréttaflutningi sínum af viðskiptum Bjarna fyrir hrun sagt félagið Hafsilfur hafa verið í eigu hans. Bjarni sagði þessa staðhæfingu Stundarinnar ranga þar sem Hafsilfur var í eigu föður hans. „Þeir segja að ég hafi átt félagið. Það er rangt,“ sagði Bjarni í Fréttablaðinu í dag. Í áréttingu Jóns Trausta segir að Stundin hafi hvergi haldið því fram að Hafsilfur hafi nokkurn tímann verið í eigu Bjarna. Þess vegna sé staðhæfing hans í Fréttablaðinu í dag röng en hér á eftir fer árétting Jóns Trausta: „Forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins staðhæfir í viðtali við Fréttablaðið í dag að Stundin hafi ranglega sagt að félagið Hafsilfur ehf, sem tók yfir 50 milljóna króna kúlulán hans, hafi verið í hans eigu. Þessi fullyrðing um fréttaflutning Stundarinnar er röng. Stundin hefur hvergi haldið því fram að Hafsilfur hefði nokkurn tímann verið í eigu Bjarna Benediktssonar. Félagið var í eigu föður hans, Benedikts Sveinssonar, líkt og kemur fram í umfjöllun Stundarinnar. Hins vegar kom fram í umfjöllun Stundarinnar að starfsmenn Glitnis hafi rætt sín á milli um Hafsilfur sem félag Bjarna Benediktssonar og hann hafi beitt sér fyrir hönd félagsins í samskiptum við bankann. Rétt er að taka fram að ekki hefur verið bent á neitt rangt í umfjöllun Stundarinnar um viðskipti núverandi forsætisráðherra og skyldmenna hans í aðdraganda hrunsins, þegar hann gengdi þingmennsku og kom sérstaklega að málefnum bankans sem kjörinn fulltrúi. Í ljósi þess að sett hefur verið lögbann á Stundina og henni gerð óheimil öll efnisleg umfjöllun byggð á gögnum úr Glitni mun Stundin ekki geta notast við þau til að svara frekar efnislegum athugasemdum forsætisráðherra.“
Tengdar fréttir Ritstjóri segir Bjarna að líta í eigin barm Forsætisráðherra svarar spurningum um fréttir Stundarinnar sem hann hefur ekki viljað svara Stundinni um. Bjarni Benediktsson segir öll sín viðskipti við Glitni standast skoðun. 18. október 2017 05:00 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Ritstjóri segir Bjarna að líta í eigin barm Forsætisráðherra svarar spurningum um fréttir Stundarinnar sem hann hefur ekki viljað svara Stundinni um. Bjarni Benediktsson segir öll sín viðskipti við Glitni standast skoðun. 18. október 2017 05:00