Segir Samfylkinguna geta staðið við kosningaloforð um tugi milljarða króna í innviðauppbyggingu: Boðar hærri arðgreiðslur úr bönkunum og aukin auðlindagjöld Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2017 13:45 Ágúst Ólafur Ágústsson er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir að kosningaloforð Samfylkingarinnar um að tugir milljarða fari í innviðauppbyggingu hér á landi á ári hverju á næsta kjörtímabili sé ekki óraunhæft. Þá sé hægt að standa við loforðið án þess að hækka skatta á almenning. Í Markaðnum í Fréttablaðinu í dag var ítarlega fjallað um skattkerfið og hvað upptaka hátekju-og auðlegðarskatts myndi skila í ríkiskassann. Þar kom fram að slíkir skattar gætu skilað 5 til 13 milljörðum í ríkiskassann á ári. Það gera á bilinu fjögur til átján prósent af þeim sjötíu milljarða króna útgjaldaloforðum árlega sem sumir stjórnmálaflokkar hafa gefið út fyrir kosningar, að því er fram kom í Fréttablaðinu í dag. Þá sagði Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum, að hann ætti erfitt með að skilja tal um að auka tekjur ríkisins með því að „færa skattbyrðina til“ og hækka ekki skatta. „Ef ætlunin er að auka ríkistekjur hljóta skattarnir að hækka, en svo er bara spurningin hvar hækkanirnar lenda,“ sagði Ari.Tala fyrir réttlátara skattkerfi Í samtali við Vísi segir Ágúst Ólafur mikilvægt að hafa í huga að Samfylkingin ætli sér ekki að hækka skatta á almenning. Flokkurinn vilji réttlátara skattkerfi og það felist í því að taka aukinn arð úr bönkunum, auka auðlindagjöld, skoða stóreignaskatt og athuga með hvaða hætti hægt sé að fá auknar tekjur af ferðaþjónustunni. „Við ætlum að setja meiri pening í heilbrigðiskerfið, menntakerfið og innviði. Ef kjósendur vilja það þá þarf að ná í peningana einhvers staðar og það ætlum við að gera með miklu sanngjarnari hætti en hingað til hefur verið gert. Allir stjórnmálaflokkar hafa verið að lofa núna og fyrir síðustu kosningar 30 til 50 milljörðum í aukin útgjöld. Það er reyndar einn flokkur sem er að lofa 100 milljörðum í aukna uppbyggingu og það er Sjálfstæðisflokkurinn. Þeir eru að lofa langmest að mínu mati,“ segir Ágúst Ólafur og vísar í stefnu flokksins á heimasíðu hans.Þar segir að bankarnir hafi bolmagn til að greiða ríkinu allt að 100 milljarða króna í sérstakar arðgreiðslur á næstu árum. Þann pening vilji Sjálfstæðisflokkurinn nýta í nauðsynlegar innviðafjárfestingar. Ágúst Ólafur segir að Samfylkingin sjái fyrir sér að hægt sé að taka aukinn arð úr bönkunum. Íslandsbanki og Landsbanki eru að fullu í eigu ríkisins auk þess sem ríkið fer með hlut í Arion banka. Ágúst Ólafur segir að Samfylkingin vilji ekki selja bankana strax en til lengri tíma eigi að selja Íslandsbanka og hlutinn í Arion. „Við ætlum að taka aukinn arð úr bönkunum, um það eru allir sammála. Eignir bankanna hafa aukist um 1000 milljarða frá hruni, eigið fé er um 660 milljarðar og það er hægt að taka aukinn arð frá þessum bönkum til að fjármagna innviðauppbyggingu á Íslandi,“ segir Ágúst Ólafur.Auðlindarentuskattur á orkufyrirtæki gæti skilað sjö milljörðum Varðandi auðlindagjöldin segir hann að sameiginlegu auðlindirnar, fiskurinn og orkan, séu ekki eign ákveðinna fyrirtækja eða fjölskyldna. Þá bendir hann á að aðeins eitt prósent af tekjum ríkisins komi frá auðlindagjöldum og að Samfylkingin telji svigrúm til að auka þau. „Þá teljum við að það ætti að koma til skoðunar að taka aukin gjöld af öðrum auðlindum en bara fiskinum. Ef við værum með sambærilegan auðlindarentuskatt á orkufyrirtæki og er í Noregi þá myndi það færa ríkissjóði um sjö milljarða í ríkiskassann.“ Þá vill Samfylkingin skoða stóreignaskatt, gera hann tekjutengdan og undanskilja fasteignir fólks. Það kæmi því minna í ríkiskassann en árið 2014 sem er seinasta árið sem auðlegðarskattur var lagður á en leiðin sem Samfylkingin boðar nú er önnur en þá. Ágúst Ólafur viðurkennir að hér sé því ekki um risastóran skattstofn að ræða en allt telji. „Við viljum hafa hann tekjutengdan þannig að fólk sem á miklar eignir en hefur litlar tekjur lendi ekki í vandræðum með þennan skatt.“ Það síðasta sem Ágúst Ólafur nefnir er síðan ferðaþjónustan. Aðspurður hvort að Samfylkingunni hugnist að færa ferðaþjónustuna upp í efra skattþrep virðisaukaskatts segir Ágúst Ólafur að flokkurinn vilji ræða það við greinina sjálfa og skoða hvaða aðrar leiðir séu færar til að fá auknar tekjur af þeim ferðamönnum sem koma hingað til lands. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hátekju- og eignaskattur dugar skammt upp í tugmilljarða útgjaldaloforð Upptaka hátekju- og auðlegðarskatta gæti skilað 5 til 13 milljörðum. Forstöðumaður hjá SA segir tugmilljarða kosningaloforð ekki fjármögnuð nema með hækkun skatta á almenning. Lektor við HR segir fjármögnun útgjaldahækkana þurfa liggja skýrt fyrir. 18. október 2017 07:15 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir að kosningaloforð Samfylkingarinnar um að tugir milljarða fari í innviðauppbyggingu hér á landi á ári hverju á næsta kjörtímabili sé ekki óraunhæft. Þá sé hægt að standa við loforðið án þess að hækka skatta á almenning. Í Markaðnum í Fréttablaðinu í dag var ítarlega fjallað um skattkerfið og hvað upptaka hátekju-og auðlegðarskatts myndi skila í ríkiskassann. Þar kom fram að slíkir skattar gætu skilað 5 til 13 milljörðum í ríkiskassann á ári. Það gera á bilinu fjögur til átján prósent af þeim sjötíu milljarða króna útgjaldaloforðum árlega sem sumir stjórnmálaflokkar hafa gefið út fyrir kosningar, að því er fram kom í Fréttablaðinu í dag. Þá sagði Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum, að hann ætti erfitt með að skilja tal um að auka tekjur ríkisins með því að „færa skattbyrðina til“ og hækka ekki skatta. „Ef ætlunin er að auka ríkistekjur hljóta skattarnir að hækka, en svo er bara spurningin hvar hækkanirnar lenda,“ sagði Ari.Tala fyrir réttlátara skattkerfi Í samtali við Vísi segir Ágúst Ólafur mikilvægt að hafa í huga að Samfylkingin ætli sér ekki að hækka skatta á almenning. Flokkurinn vilji réttlátara skattkerfi og það felist í því að taka aukinn arð úr bönkunum, auka auðlindagjöld, skoða stóreignaskatt og athuga með hvaða hætti hægt sé að fá auknar tekjur af ferðaþjónustunni. „Við ætlum að setja meiri pening í heilbrigðiskerfið, menntakerfið og innviði. Ef kjósendur vilja það þá þarf að ná í peningana einhvers staðar og það ætlum við að gera með miklu sanngjarnari hætti en hingað til hefur verið gert. Allir stjórnmálaflokkar hafa verið að lofa núna og fyrir síðustu kosningar 30 til 50 milljörðum í aukin útgjöld. Það er reyndar einn flokkur sem er að lofa 100 milljörðum í aukna uppbyggingu og það er Sjálfstæðisflokkurinn. Þeir eru að lofa langmest að mínu mati,“ segir Ágúst Ólafur og vísar í stefnu flokksins á heimasíðu hans.Þar segir að bankarnir hafi bolmagn til að greiða ríkinu allt að 100 milljarða króna í sérstakar arðgreiðslur á næstu árum. Þann pening vilji Sjálfstæðisflokkurinn nýta í nauðsynlegar innviðafjárfestingar. Ágúst Ólafur segir að Samfylkingin sjái fyrir sér að hægt sé að taka aukinn arð úr bönkunum. Íslandsbanki og Landsbanki eru að fullu í eigu ríkisins auk þess sem ríkið fer með hlut í Arion banka. Ágúst Ólafur segir að Samfylkingin vilji ekki selja bankana strax en til lengri tíma eigi að selja Íslandsbanka og hlutinn í Arion. „Við ætlum að taka aukinn arð úr bönkunum, um það eru allir sammála. Eignir bankanna hafa aukist um 1000 milljarða frá hruni, eigið fé er um 660 milljarðar og það er hægt að taka aukinn arð frá þessum bönkum til að fjármagna innviðauppbyggingu á Íslandi,“ segir Ágúst Ólafur.Auðlindarentuskattur á orkufyrirtæki gæti skilað sjö milljörðum Varðandi auðlindagjöldin segir hann að sameiginlegu auðlindirnar, fiskurinn og orkan, séu ekki eign ákveðinna fyrirtækja eða fjölskyldna. Þá bendir hann á að aðeins eitt prósent af tekjum ríkisins komi frá auðlindagjöldum og að Samfylkingin telji svigrúm til að auka þau. „Þá teljum við að það ætti að koma til skoðunar að taka aukin gjöld af öðrum auðlindum en bara fiskinum. Ef við værum með sambærilegan auðlindarentuskatt á orkufyrirtæki og er í Noregi þá myndi það færa ríkissjóði um sjö milljarða í ríkiskassann.“ Þá vill Samfylkingin skoða stóreignaskatt, gera hann tekjutengdan og undanskilja fasteignir fólks. Það kæmi því minna í ríkiskassann en árið 2014 sem er seinasta árið sem auðlegðarskattur var lagður á en leiðin sem Samfylkingin boðar nú er önnur en þá. Ágúst Ólafur viðurkennir að hér sé því ekki um risastóran skattstofn að ræða en allt telji. „Við viljum hafa hann tekjutengdan þannig að fólk sem á miklar eignir en hefur litlar tekjur lendi ekki í vandræðum með þennan skatt.“ Það síðasta sem Ágúst Ólafur nefnir er síðan ferðaþjónustan. Aðspurður hvort að Samfylkingunni hugnist að færa ferðaþjónustuna upp í efra skattþrep virðisaukaskatts segir Ágúst Ólafur að flokkurinn vilji ræða það við greinina sjálfa og skoða hvaða aðrar leiðir séu færar til að fá auknar tekjur af þeim ferðamönnum sem koma hingað til lands.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hátekju- og eignaskattur dugar skammt upp í tugmilljarða útgjaldaloforð Upptaka hátekju- og auðlegðarskatta gæti skilað 5 til 13 milljörðum. Forstöðumaður hjá SA segir tugmilljarða kosningaloforð ekki fjármögnuð nema með hækkun skatta á almenning. Lektor við HR segir fjármögnun útgjaldahækkana þurfa liggja skýrt fyrir. 18. október 2017 07:15 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Hátekju- og eignaskattur dugar skammt upp í tugmilljarða útgjaldaloforð Upptaka hátekju- og auðlegðarskatta gæti skilað 5 til 13 milljörðum. Forstöðumaður hjá SA segir tugmilljarða kosningaloforð ekki fjármögnuð nema með hækkun skatta á almenning. Lektor við HR segir fjármögnun útgjaldahækkana þurfa liggja skýrt fyrir. 18. október 2017 07:15