Innlent

Búið að opna fyrir gangandi umferð yfir brúna yfir Steinavötn

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Umferð bifreiða verður möguleg í Hala í Suðursveit og að Hrollaugsstöðum.
Umferð bifreiða verður möguleg í Hala í Suðursveit og að Hrollaugsstöðum. Vegagerðin
Brúin yfir Steinavötn hefur verið opnuð fyrir gangandi umferð en eftir skoðun á ástandi og burðarþoli var ákveðið að veita heimildina. Slík umferð verður þó einungis heimil undir eftirliti, frá átta að morgni til átta að kvöldi til. Tekur skipulagið því ekki gildi fyrr en á morgun.

Umferð bifreiða verður möguleg í Hala í Suðursveit annars vegar og að Hrollaugsstöðum hins vegar. Unnið er að því að skipuleggja ferðir að og frá brúnni. Fólk þarf því síðan að ganga í gegnum vinnusvæðið og yfir brúna og fá síðan far hinu megin að annaðhvort Hala eða Hrollaugsstöðum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×